Fleiri fréttir

TF-SIF sækir slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var kölluð út klukkan hálffimm í dag vegna slasaðs sjómanns um borð í íslenskum togara. Skipið var statt út af Vestfjörðum þegar slysið varð en ekki er vitað hvers kyns meiðsl mannsins eru, né hversu alvarleg. Áætlað er að þyrlan verði yfir skipinu um hálfsjö leytið en SIF þarf að koma við á Rifi til að taka eldsneyti.

Vopnaður hópur nær yfirráðum í bæjum í Chad

Hópur vopnaðra manna er sagður hafa náð yfirráðum í þremur bæjum í Afríkuríkinu Chad í dag. Hópurinn tilheyrir samtökum sem segjast berjast fyrir lýðræðislegum breytingum í landinu og eru yfirlýstur andstæðingur forseta landsins, Idriss Deby.

Tvær palestínskar konur særðust alvarlega

Tvær palestínskar konur særðust alvarlega í áhlaupi ísraelska hersins í bænum Nablus á Vesturbakkanum í dag. Ísraelar töldu að eftirlýstir öfgamenn dveldu í bænum og því réðist herinn til atlögu.

Kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn valinn

Kosning stendur nú yfir á milli fimm karlmanna annars vegar, og fimm kvenna hins vegar, sem hlutu flestar tilnefningar sem kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn í netkosningu nýverið. Hægt er að kjósa á milli hinna tilnefndu á fréttavef Bæjarins besta, BB.is.

Nítján tróðust undir á trúarhátíð í Pakistan

Nítján konur og börn dóu í miklu öngþveiti sem skapaðist á trúarhátíð múslíma í Karachi í Pakistan í dag. Að því er Reuters-fréttastofan hermir féll ung stúlka þegar fólksfjöldinn var á leið út úr mosku og þar með myndaðist keðjuverkunin sem varð til þess að fólkið tróðst undir með þessum hörmulegu afleiðingum.

Oddvitar vilja lausn í dvalarheimilismáli sem allra fyrst

Oddvitar beggja stjórnarflokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor telja ótækt að ekki hafi verið tekið þeim vanda sem upp er á dvalarheimilum aldraðra. Þeir vænta þess að málin verði leyst á næstu dögum.

Sniðganga sólarlandaferðir til landa múslíma

Danskir ferðamenn sniðganga sólarlandaferðir til landa á borð við Egyptalands og Tyrklands þetta sumarið. Jótlandspósturinn segir þetta vera svar Dana við aðgerðum Miðausturlandabúa sem hunsuðu danskar vörur vegna Múhameðsmyndanna svonefndu.

Tveir hafa svipt sig lífi vegna spilafíknar

Tveir menn hafa svipt sig lífi það sem af er þessu ári eftir að hafa orðið fastir í viðjum spilafíknar. Þetta er mun útbreiddari fíkn en margir halda, ekki síst þar sem þeim sem þjást af henni tekst betur að halda henni leyndri en þeim sem þjást til dæmis af áfengis- eða vímuefnafíkn.

Á batavegi eftir veltu á Reykjanesbraut

Maðurinn sem slasaðist í veltu á Reykjanesbraut í eftirmiðdaginn á föstudag er á batavegi en er enn á gjörgæsludeild. Hann meiddist töluvert og fór í aðgerð strax á föstudagskvöld en ekki þurfti þó að setja hann í öndunarvél.

Töluverður erill hjá lögreglunni í Reykjavík

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt, en þó kom ekkert stórvægilegt upp á. Fjöldi fólks var í miðbænum og sjö gistu fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar.

Slegist á Ísafirði

Tveir fengu að gista fangaklefa lögreglunnar á Ísafirði í nótt eftir stimpingar fyrir framan veitingastað í bænum. Fleiri tóku þátt í áflogunum en þessir tveir höfðu sig helst í frammi og voru því handteknir.

Fékk gat á hausinn í slagsmálum

Einn var færður undir læknishendur eftir slagsmál tveggja manna í Vestmannaeyjum síðustu nótt. Maðurinn féll í jörðina í stimpingunum og fékk gat á hausinn þegar hann lenti með höfuðið á vegkanti.

Lík af átta mönnum finnast í bílum í Kanada

Lík af átta mönnum fundust í þremur bifreiðum nærri bóndabýli í Ontario-fylki í Kanada í gær. Lögregla telur fullvíst að mennirnir hafi verið myrtir og útilokar ekki að fleiri lík geti fundist. Ekki liggur fyrir hverjir mennirnir voru eða hver hefði banað þeim en bóndinn á bænum liggur þó ekki undir grun.

Bæjarstjóri Hornafjarðar lenti í 3. sæti í prófkjöri D-listans

Albert Eymundssyni, sitjandi bæjarstjóra á Hornafirði, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bænum í gær eftir því sem fram kemur á vefsíðunni hornafjörður.is. Það var Halldóra Bergljót Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem bar sigur úr býtum en hún atti kappi við Albert um fyrsta sætið á listanum.

Þrír handteknir eftir slagsmál

Þrír voru handteknir eftir slagsmál í Skíðaskálanum í Hveradölum snemma í gærkvöldi og var einn þeirra fluttur undir læknishendur á leiðinni í fangaklefa svo hægt væri að gera að sárum sem hann hlaut.

Ítalir kjósa til þings í dag og á morgun

Þingkosningar eru hafnar á Ítalíu en kjörstaðir voru opnaðir snemma í morgun. Fjörtíu og sjö milljónir Ítala eru á kjörskrá og hefur kjörsóknin framan af morgni verið bærileg.

Ruddust inn og höfðu í hótunum

Tveir menn voru handteknir á heimili annars þeirra í Keflavík í gærkvöld vegna ofbeldismáls sem upp kom fyrr um daginn þegar þeir ruddust inn í skrifstofuhúsnæði í bænum og höfðu í hótunum við þriðja mann. Við leit í íbúðinni sem mennirnir voru í fannst nokkurt magn ætlaðra fíkniefna og þýfis

Árásir á Írana í athugun

Bandarísk stjórnvöld eru sögð undirbúa stórfelldar hernaðaraðgerðir gegn Írönum til að koma í veg fyrir að þeim takist að koma sér upp kjarnavopnum. Jafnvel er í athugun að varpa atómsprengjum á vinnslustöðvar Írana þar sem auðgun úrans fer fram.

Virkjanir hannaðar í Skaftártungu

Landsvirkjun hefur hafið hönnun nýrra virkjana í Skaftártungu og á hálendinu milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls. Verkhönnun Skaftárveitu er þegar lokið en með henni verður vesturkvíslum Skaftár veitt í Langasjó.

Nýjir íbúar í Húsdýragarðinum

Það er ekki bara Heiðlóan sem boðar vorkomu, það gera lömb og kiðlingar líka. Fyrstu kiðlingarnir fæddust í Húsdýragarðinum í morgun.

Þyrla að koma með slasaðan vélsleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítalann í Fossvogi með mann sem slasaðist þegar hann fór á vélsleða fram af 20 metra hengju við Strút, norðan við Mýrdalsjökul, skömmu eftir hádegi í dag.

Keppa í alþjóðlegri gerðardómskeppni

Keppnislið lagadeildar Háskólans í Reykjavík, skipað sjö meistaranemum, hélt til Vínarborgar í vikunni til þátttöku í alþjóðlegri gerðardómskeppni sem ber nafnið Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot.

Héldu gestum á Burger King í gíslingu

Lögregla í Istanbúl handtók fyrr í dag tvo byssumenn sem haldið höfðu fólki í gíslingu í skamman tíma á Burger King veitingastað í borginni. Mennirnir voru gripnir á þaki veitingastaðarins eftir að annar þeirra hafði skotið af byssu sinni upp í loftið. Ekki er ljóst hverjir þeir eru eða hvort þeir voru á vegum einhverra samtaka en öllum gíslum var bjargað eftir umsátrið.

Vill fleiri málaflokka til sveitarfélaganna

Samfylkingin vill að öldrunarþjónusta, heilsugæsla, málefni fatlaðra, löggæsla og framhaldsskólinn flytjist til sveitarfélaganna sem séu mun betur fallin til þess að annast þjónustu við íbúa en ríkið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu flokkstjórnarfundar Samfylkingarinnar sem haldinn var á Nordica-hótelinu í dag.

Þyrla kölluð út vegna vélsleðamanns sem fór fram af hengju

Tæplega þrítugur karlmaður slasaðist þegar hann fór á vélsleða fram af hengju við Strút, norðan við Mýrdalsjökul, skömmu eftir hádegi í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu og rétt fyrir klukkan hálf fjögur var tekin ákvörðun um að senda hana á slysstað.

Undirskriftasöfnun til stuðnings fyrrverandi sóknarpresti

Sjö hundruð Suðurnesjabúar hafa ritað nafn sitt undir undirskriftasöfnun til stuðnings Sigfúsi B. Ingvasyni, fyrrverandi sóknarpresti í Keflavík, en sérstök valnefnd mælti með séra Skúla S. Ólafssyni í starfið. Málinu var vísað til biskups og mælti hann með því við kirkjumálaráðherra að Skúli yrði fyrir valinu.

Verðbólguskeið framundan á Íslandi?

Formaður Samfylkingarinnar segir að framundan sé verðbólguskeið á Íslandi sem muni standa lengi. Ríkisstjórnin virðist hins vegar ekki ætla að takast á við þá vandasömu hagstjórn sem framundan sé.

Hljótum að stefna að öryggissamfélagi með Evrópu

Ísland hlýtur að stefna að því að eiga öryggissamfélag með Evrópu í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, á flokkstjórnarfundi Samfylkingar á Hótel Nordica í dag.

Kredit- og debekort til styrktar ABC-samtökunum

Ný kredit- og debetkort, sem ætluð eru til að styrkja starf ABC-barnahjálparsamtakanna, voru afhent í Smáralindinni í dag. Með kortunum gefst fólki kostur á að njóta víðtæks afsláttar og fríðinda sem taka mið af þörfum barnafjölskyldna, og styrkja um leið börn víðsvegar um heiminn. Ungfrú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, og leikkonan Helga Braga Jónsdóttir urðu í dag þær fyrstu sem fá slíkt kort afhent.

Horfir fram á annasama daga á næstunni

Tuttugu og átta ára þriggja barna faðir úr höfuðborginni, Snorri Snorrason, var í gærkvöld valinn þriðja Idol-stjarna Íslands í Smáralind. Hvíti kóngurinn, eins og hann er kallaður, tekur sigrinum með stóískri ró en sér fram á langa og annasama daga næstu vikurnar.

Tveir Svíar létust í sjálfsmorðsárás í Írak

Tveir Svíar, fullorðinn maður og sex ára sonur hans voru á meðal þeirra sem létust í sjálfsmorðsárás á mosku í Bagdad í Írak í gær. Áttatíu biðu bana þegar þrír menn sprengdu sprengjur í einni af höfuðmoskum sjía þegar föstudagsbænir stóðu sem hæst.

Hamas-liðar æfir yfir niðurskurði á fjárframlögum

Talsmenn Hamas-samtakanna eru æfir yfir ákvörðun Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um að skera niður fjárframlög til heimastjórnar Palestínumanna. Þeir segja ráðstöfunina ekki í þágu Mið-Austurlanda.

Ríkið getur ekki bannað fjölgun álvera

Íslensk stjórnvöld hafa engin lagaleg úrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera í landinu. Þetta segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann telur að það sé nú á ábyrgð íslenska ríkisins að tryggja mengunarkvóta og aðrar mótvægisaðgerðir til að mæta aukinni mengun.

Segir Bandaríkjamenn undirbúa árásir á Íran

Undirbúningur er hafinn í bandaríska landvarnaráðuneytinu að meiri háttar loftárásum á íranskar kjarnorkuvinnslustöðvar. Þetta staðhæfir blaðamaðurinn Seymour M. Hearsh í nýjasta hefti tímaritsins New Yorker.

Engin lagaúrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera

Íslensk stjórnvöld hafa engin lagaleg úrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera í landinu. Þetta segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann telur að það sé nú á ábyrgð íslenska ríkisins að tryggja mengunarkvóta og aðrar mótvægisaðgerðir til að mæta aukinni mengun.

Brown braut ekki höfundarlög með Da Vinci lyklinum

Bandaríski rithöfundurinn Dan Brown braut ekki höfundarréttarlög við ritun bókar sinnar Da Vinci lykillinn. Dómstóll í Lundúnum komst að þessari niðurstöðu í gær eftir að hafa fjallað um ásakanir tveggja breskra rithöfunda um ritstuld.

Sjálfsmorðsárás í herstöð NATO í Afganistan

Sjálfmorðsárás var gerð á herstöð Atlantshafsbandalagsins í vesturhluta Afganistan í morgun. Auk árásarmannsins fórust tveir Afganar í sprengingunni. Átta slösuðust, þar á meðal einn Ítali. Þetta er fjórða árásin sem gerð er á erlenda setuliðið í landinu á þremur dögum. Talibanar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á tilræðinu

Kosið um sameiningu tveggja hreppa á Norðausturlandi

Kosið verður um sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps á Norðausturlandi í dag. Hugmyndin vaknaði meðal sveitarstjórnarmanna í hreppunum eftir sameiningarkosningar í haust þar sem íbúar í báðum sveitarfélögum samþykktu sameiningu við nágrannasveitarfélögin.

Róleg nótt hjá lögreglunni

Nóttin var afar róleg hjá lögreglu um allt land. Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík vegna mikillar ölvunar og fjórir voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur. Einn var stöðvaður á Akureyri vegna gruns um akstur undir áhrifum lyfja, og þá hafði lögreglan í Keflavík afskipti af ökumanni sem talinn er hafa fengið sér neðan í því áður en hann settist undir stýri.

Enn haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílveltu

Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Reykjanesbraut er enn á gjörgæslu og haldið þar sofandi enda er líðan hans óbreytt að sögn vakthafandi læknis. Slysið varð um klukkan fjögur í gær og virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á jeppa sínum við Grindavíkurafleggjarann og velt honum.

Bandaríkjamenn stöðva fjárframlög til Palestínumanna

Bandaríkjamenn fóru að dæmi Evrópusambandsins í gær og stöðvuðu bein fjárframlög til heimastjórnar Palestínumanna. Ákvörðunin setur fjárhag þeirra í algert uppnám enda reiða þeir sig mjög á slík fjárframlög.

Sjö látnir í óveðri í Tennessee

Sjö fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Tennessee-ríki Bandaríkjanna í gærkvöld og annar eins fjöldi slasaðist illa. Tugir hafa þá farist í slíkum stormviðrum undanfarna viku.

Sjá næstu 50 fréttir