Fleiri fréttir

Sharon aftur á sjúkrahús eftir heilablóðfall

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Jerúsalem í kvöld eftir að hafa fengið heilablóðfall. Aðeins eru tæpar þrjár vikur síðan Sharon var lagður inn á spítalann, einnig vegna heilablóðfalls, sem reyndist minniháttar. Heilablóðfallið sem ráðherrann fékk í kvöld er hins vegar mun alvarlegra, að því er ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir lækni á sjúkrahúsinu.

Aldrei aðgerðir gegn friðsamlegum mótmælum

Samband ungra sjálfstæðismanna skorar á ríkisstjórnina að grípa aldrei framar til aðgerða gegn friðsamlegum mótmælum. Í ályktuninni er sérstaklega vísað til viðbragða ríkisstjórnarinnar við komu Falun-gong liða hingað til lands sumarið 2002.

Vilja sambærileg laun og í Reykjavík

Samfylkingin í Kópavogi vill að strax verði rætt við starfsfólk leikskólanna í Kópavogi og þeim tryggð sambærileg kjör og á leikskólum Reykjavíkur.

Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki grunnlífeyri

Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Í rauninni segir hann slíkan sparnað þann besta sem völ sé á og það sé andstætt vilja löggjafans að skerða hann.

Rodney Coronado dæmdur

Dýraverndunarsinni sem sökkti tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist í Bandaríkjunum. Hann er talinn forsprakki í hópi sem lögregla í Bandaríkjunum segir að sé stórhættuleg hryðjuverkasamtök.

Stjórnarmenn í SPH yfirheyrðir

Stjórnarmenn í Sparisjóði Hafnarfjarðar voru fyrirvaralaust færðir til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra í gær með hótun um handtöku. Stjórnarmennirnir hafa réttarstöðu grunaðra í lögreglurannsókn sem beinist að því hvort hegningarlög og lög um fjármálafyrirtæki hafi verið brotin í tengslum við valdatöku nýrra aðila í sparisjóðnum síðastliðið vor. Brotin varða allt að eins árs fangelsi.

Allir nema einn létust í námuslysinu

Gleði breyttist í mikla sorg og reiði þegar ættingjum manna sem lokuðust af í kolanámu í Bandaríkjunum var fyrst sagt að allir nema einn hefðu komist lífs af, en þremur klukkustundum síðar að einn hefði lifað en allir hinir látið lífið.

Rafmagn ódýrast á Húsavík

Orkuverð lækkaði mest hjá Orkuveitu Húsavíkur nú um áramótin og er nú ódýrast að kaupa raforku þaðan. Þrátt fyrir að Orkuveita Reykjavíkur hafi ekki lækkað raforkuverð nú um áramótin er næstódýrast að kaupa raforku þaðan.

Baugsmál ekki ástæða skipulagsbreytinga

Dómsmálaráðherra segir frávísun þrjátíu og tveggja ákæruliða í Baugsmálinu ekki vera kveikjuna að tillögu um nýja skiptingu ákæruvaldsins. Og óánægju bæjarstjóra Kópavogs og Hafnarfjarðar um sameiginlegt lögregluumdæmi á höfuðborgarsvæðinu segir hann vera á misskilningi byggða.

Forsætisráðherra fór að lögum

Umboðsmaður Alþingis hefur skilað inn álit sínu vegna kvörtunar Braga Guðbrandssonar á þeirri ákvörðun forsætisráðherra að skipa Ingibjörgu Rafnar í embætti umboðsmanns barna.

Hettusótt herjar á ungmenni

Hettusótt herjar á fólk sem er um og rétt yfir tvítugt. Þetta fólk var ekki bólusett gegn óværunni, sem getur valdið ófrjósemi hjá körlum og þróast í heilahimnubólgu. Bent skal á að fólk á þessum aldri getur fengið ókeypis bólusetningu á heilsugæslustöðvum.

Hópuppsagnir starfsmanna leikskóla Kópavogs

Rúmlega þrjátíu starfsmenn á leikskólum Kópavogs hafa sagt upp í dag og í gær. Um er að ræða hvoru tveggja faglærða og ófaglærða starfsmenn. Á leikskólanum Núpi sögðu fimmtán af þeim þrjátíu starfsmönnum sem þar eru á launaskrá upp störfum í gær. Foreldrar barna á leikskólum bæjarins munu funda í kvöld vegna málsins.

Norðurlandaráð styrkir bútasaum

Norðurlandaráð hefur ákveðið að styðja þá sem hafa hug á að halda norrænt bútasaumsmót um 150.000 danskar krónur sem samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Þannig vill ráðið styrkja norrænt samstarf þeirra sem vilja dreifa þekkingu og kynna sér bútasaum með norrænu móti.

Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Nanoq lokið

Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Íslenskrar útivistar, sem rak verslunina Nanoq í Kringlunni, er lokið. Verslunin var lýst gjaldþrota árið 2002 en þá höfðu heildsalar ekki fengið greitt fyrir vörur að verðmæti á annað hundrað milljónir króna. Sextíu manns misstu vinnuna við gjaldþrotið.

Landsmenn verða 300 þúsund fyrr en áætlað var

Landsmenn verða líklega 300 þúsund fyrr en áætlað var í fyrstu samkvæmt upplýsingum á mannfjöldadeild Hagstofunnar. Samkvæmt mannfjöldaklukku stofnunarinnar sem finna má á heimasíðu hennar vantar 77 einstaklinga upp á að svo verði.

Fæðingamet á Akranesi

Fleiri börn fæddust á Sjúkrahúsi Akraness á síðasta ári en nokkru sinni fyrr á einu og sama árinu. 227 börn fæddust á fæðingardeild sjúkrahússins í fyrra að því er Skessuhorn greinir frá en fyrra met var frá árinu 1973 þegar 226 börn komu í heiminn á fæðingardeildinni.

Oddi verður Kvos

Allar eignir Prentsmiðjunnar Odda og dótturfélaga hennar hafa verið færðar yfir í nýtt félag, Kvos hf. Engar breytingar verða á eignarhaldi samstæðunnar og Þorgeir Baldursson verður áfram forstjóri.

Íslandsbanki greiði þrotabúi 4,5 milljónir

Íslandsbanki verður að greiða þrotabúi Kaldabergs ehf. hálfa fimmtu milljón króna auk dráttarvaxta og 400 þúsund króna í málkostnað. Upphæðina fékk Íslandsbanki greidda upp í skuldir skömmu áður en fyrirtækið varð gjaldþrota og þær þóttu brjóta gegn lögum um jafnræði lánadrottna.

Fagna frestun framkvæmda

Íbúasamtökin Betri byggð fagna því að framkvæmdum á miðsvæði Álftaness verði frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar í vor. Forystumenn samtakanna þakka Álftnesingum góðar viðtökur í undirskriftasöfnun sem fram fór á aðventunni og segja að þrír af hverjum fjórum íbúum sem var leitað til hafi skráð sig á listann.

Ekki búið að taka afstöðu til beiðni Neytendasamtaka

Ekki er búið að taka afstöðu til beiðni formanns Neytendasamtakanna um að samtökin fái aðild að nefnd sem forsætisráðherra hyggst skipa til að kanna ástæður hás matvælaverðs og leiðir til að lækka það. Formaður Neytendasamtakanna skrifaði forsætisráðherra bréf þar að lútandi en ráðherra sagði í áramótaávarpi sínu að í nefndinni yrðu fulltrúar stjórnvalda, bænda og aðila vinnumarkaðarins.

Hækka gjöld frístundaheimila

Reykjavíkurborg hefur ákvðeðið að hækka gjald vegna þjónustu frístundaheimilanna frá og með 1. febrúar næstkomandi. Grunngjaldið fer úr 7.150 krónum í 7.500 krónur sem er fimm prósenta hækkun. Sú breyting hefur líka verið gerð að sett hefur verið á sérstakt gjald fyrir þjónustu frístundaheimilanna þá daga sem ekki eru hefðbundnir skóladagar krónur 800. Ennfremur hæækar gjald fyrir síðdegishressingu í heimilunum, fer úr 2.000 krónum í 2.100 krónur.

Konráð Vestlendingur ársins

Konráð Andrésson, stjórnarformaður og stofnandi Loftorku í Borgarnesi er Vestlendingur ársins 2005 að mati lesenda Skessuhorns en alls voru um 40 manns tilnefndir.

Sorpa hættir að greiða út skilagjald

Sorpa hefur ákveðið að hætta að gefa út tékka þegar flöskum og dósum er skilað inn. Á heimasíðu Sorpu er ástæðan fyrir þessum breytingum sögð vera að það kosti allt að 300 krónur að leysa út tékka í banka og því sé betra fyrir viðskiptavini að fá upphæðina fyrir dósirnar og flöskurnar greidda beint inn á debet kortið.

Fagnar átaki gegn sjóræningjaveiðum

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, fagnar átaki yfirvalda gegn sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg og vonast til að hægt verði að fá fleiri ríki til að taka þátt í átaki gegn veiðunum.

Skæruliðahópur sprengdi olíuholur- og leiðslur

Skæruliðahópur í Kólumbíu sprengdi átta olíuborholur og þrjár olíuleiðslur í Amason-regnskógunum í loft upp í gær. Olían hefur valdið miklum umhverfisspjöllum og liggur nú á 100 km löngum kafla árinnar Putumayo.

Mun færri kaupsamningar í desember í fyrra en árið 2004

620 kaupsamningum um fasteignir var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í desember samanborið við 735 samninga í nóvember og 1.078 á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríksins. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þetta bendi til þess mikið hafi róast til á markaðinum og að fólk hafi frestað íbúðakaupum um jólin.

Þingmaður í loðnuleit

Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, er farinn út á sjó að leita að loðnu. Hann fór í loðnuleit sem afleysingaháseti á nótaskipinu Víkingi AK 100 frá Akranesi í gær, skömmu eftir að skipinu var rennt úr slippnum í Reykjavík.

Umferðarljósin óvirk fram í næstu viku

Umferðarljósin á Fífuhvammsvegi í Kópavogi, við Reykjanesbrautina, verða að líkindum óvirk fram í næstu viku vegna umferðarslyss þar í gærkvöldi, þar sem varastykki í stýribúnað ljósanna er ekki til í landinu.

Meint lögbrot vegna stofnfjárkaupa rannsökuð

Lögreglurannsókn er hafin á meintum lögbrotum við kaup á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar í fyrrasumar. Rannsóknin hófst í kjölfarið á tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem gerði athugasemdir við að upplýsingum kunni að hafa verið haldið leyndum eða að rangar upplýsingar hafi verið gefnar.

Rússar og Úkraínumenn komast að samkomulagi

Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi í gasdeilunni. En rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði fyrir gassölu til Úkraínu í fyrradag vegna ósættis um verðlag. Evrópskir fjölmiðlar segja gjörðir Rússa hafa gert heimsbyggðina tortryggna gagnvart Pútín forseta og stjórnvöldum í landinu.

Náðu samkomulagi í gasdeilu

Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi í gasdeilunni. En rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði fyrir gassölu til Úkraínu í fyrradag vegna ósættis um verðlag. Evrópskir fjölmiðlar segja gjörðir Rússa hafa gert heimsbyggðina tortryggna gagnvart Pútín forseta og stjórnvöldum í landinu.

Yfir þrjátíu féllu í jarðarför í Írak

Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og yfir fjörtíu eru særðir eftir að sprengja sprakk í útför háttsetts sjíta múslima um nítíu kílómetra frá Bagdad, höfuðborgar Íraks í morgun. Hópur uppreisnarmanna hóf skothrí í miðri útför og er um blóðugustu árás að ræða eftir kosningar í landinu sem fram fóru þann 15. desember síðastliðinn. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum.

Omri segir af sér

Omri Sharon, sonur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt af sér þingmennsku. Omri var ákærður fyrir að taka við erlendum fjárframlögum til að standa straum af kosningabaráttu föður síns fyrir Likud-flokkinn árið 1999. Forsætisráðherrann verður þó ekki ákærður vegna skorts á sönnunum

Starfslokasamningar hljóti samþykki hluthafa

Stjórnum fyrirtækja verður gert skylt að leggja starfslokasamninga undir hluthafafund nái væntanlegt frumvarp Samfylkingarþingmanna um breytingar á hlutafélagalögum fram að ganga. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þar með yrðu það ekki fámennar klíkur sem tækju ákvarðanir um slíka samninga heldur raunverulegir hluthafar í viðkomandi fyrirtækjum.

Hafa hundruð milljóna af ökumönnum

Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir að olíufélögin hafi hækkað álagningu sína um allt að fimmtán prósent þrjá síðustu mánuði nýliðins árs, sem nemi hækkun til neytenda upp á 600 til 700 milljónir króna á ársgrundvelli.

Sonur Sharons segir af sér

Omri Sharon, sonur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt af sér þingmennsku. Omri var ákærður fyrir að taka við erlendum fjárframlögum til að standa straum af kosningabaráttu föður síns fyrir Likud-flokkinn árið 1999. Forsætisráðherrann verður þó ekki ákærður vegna skorts á sönnunum.

Desember hlýr en umhleypingasamur

Hiti mældist um 2,5 stigum yfir meðallagi bæði í Reykjavík og á Akureyri í desember en mánuðurinn var almennt fremur hlýr en umhleypingasamur eftir því sem Trausti Jónsson veðurfræðingur segir. Meðalhiti í Reykjavík mældist 2,3 stig og er það 2,5 stigum yfir meðallagi. Þetta er nokkru hærri hiti en í desember í fyrra og hitteðyrra en talsvert kaldara en í metmánuðinum 2002.

Blása nýju lífi í félagið

Forsvarsmenn Skátafélagsins Stróks í Hveragerði og Bandalags íslenskra skáta ætla að vinna saman að því að byggja upp aðstöðu skátafélagsins eftir að skátaheimilið og stór hluti búnaðar brann í eldsvoða í flugeldasölu á Gamlársdag.

Þríhnúkar rannsaka Þríhnúkagíg

Kópavogsbær hefur samið við Þríhnúka um rannsóknir á Þríhnúkasvæðinu innan Bláfjallafólkvangs. Komast á að því hvort hægt sé að gera Þríhnúkagíg, dýpstu og næst stærstu hraunhvelfinguheims, manngenga.

Ófært á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðum

Þoka er á Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og getur hún gert vegfarendum erfitt fyrir. Ófært er um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði, flughált í Gufudal, á Klettshálsi og Kleifaheiði.

Rannsóknardeildin réð úrslitum

Lögreglan á Akranesi verður lykilembætti á Vesturlandi samkvæmt ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra en ekki Borgarnes eins og nefnd sem gerði tillögur um fækkun lögregluumdæma gerði tillögu um. Björn segir helstu ástæðuna þá að rannsókn lögreglumála sé eitt af stærstu verkefnum lykilembætta og mikil og góð reynsla sé af rannsóknastarfi á Akranesi.

Vilja ekki eitt landsfélag sjómanna

Félagar í Sjómannadeild AFLs, starfsgreinafélags Austurlands, höfnuðu hugmyndum um sameiningu sjómanna í eitt landsfélag á aðalfundi sínum síðasta fimmtudag.

Skæruliðar sprengdu olíuborholur

Skæruliðahópur í Kólumbíu sprengdi átta olíuborholur og þrjár olíuleiðslur í loft upp í Amasonregnskógunum í gær. Olían hefur valdið miklum umhverfisspjöllum og liggur nú á 100 kílómetra löngum kafla árinnar Putumayo.

Hættan minni í Sorpu en talið var

Betur fór en á horfðist þegar mikinn reyk lagði frá eimingarpotti í efnamóttöku Sorpu á aðalvinnslusvæði fyrirtækisins í Gufunesi á tíunda tímanum. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út. Ljóst er að illa hefði getað farið þar sem ýmis hættuleg efni eru meðhöndluð í efnamóttökunni og því var viðbúnaður slökkviliðs þetta mikill. Engan starfsmann sakaði og tjón er talið það lítið að starfsemi verður líklega haldið áfram síðar í dag.

Neiti orkukaupum frá Norðlingaölduveitu

Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að Alcan lýsi því yfir að fyrirtækið muni ekki kaupa orku frá Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum. Með þessu geti fyrirtækið lagt sitt af mörkum til náttúruverndar á Íslandi segir í áskorun samtakanna til Alcan.

Sjá næstu 50 fréttir