Erlent

Sonur Sharons segir af sér

Ariel Sharon gengst undir aðgerð á næstu dögum og leysir Ehud Olmert fjármálaráðherra hann þá af á stóli forsætisráðherra.
Ariel Sharon gengst undir aðgerð á næstu dögum og leysir Ehud Olmert fjármálaráðherra hann þá af á stóli forsætisráðherra.

Omri Sharon, sonur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt af sér þingmennsku. Omri var ákærður fyrir að taka við erlendum fjárframlögum til að standa straum af kosningabaráttu föður síns fyrir Likud-flokkinn árið 1999. Forsætisráðherrann verður þó ekki ákærður vegna skorts á sönnunum.

Kosningalög í Ísrael banna erlend fjárframlög í kosningabaráttu. Omri gæti átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi fyrir að hafa tekið við erlendum fjárframlögum fyrir föður sinn árið 1999 en fjölmiðlar í Ísrael spá því að hann fái vægan dóm.

Virðist sem hjarta Ariels Sharons hafi kramist við dómsúrskurðinn en hann mun á næstunni gangast undir aðgerð vegna lítils gats á hjarta hans. Mun því Ehud Olmert, fjármálaráðherra Ísraels, leysa forsætisráðherra af á meðan Sharon jafnar sig. Um er að ræða fæðingargalla sem talinn er hafa valdið því að Sharon fékk smávægilegt heilablóðfall fyrir hálfum mánuði. Aðgerðin mun taka um hálfa klukkustund ef allt gengur að óskum. Sharon sjálfur verður ekki ákærður vegna þeirra fjárframlaga sem hann fékk en saksóknari segir sannanir á hann ekki nægar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×