Erlent

Yfir þrjátíu féllu í jarðarför í Írak

Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og yfir fjörtíu eru særðir eftir að sprengja sprakk í útför háttsetts sjíta múslima um nítíu kílómetra frá Bagdad, höfuðborgar Íraks í morgun. Hópur uppreisnarmanna hóf skothrí í miðri útför og er um blóðugustu árás að ræða eftir kosningar í landinu sem fram fóru þann 15. desember síðastliðinn. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×