Innlent

Fagna frestun framkvæmda

Frá Álftanesi.
Frá Álftanesi. MYND/Vilhelm

Íbúasamtökin Betri byggð fagna því að framkvæmdum á miðsvæði Álftaness verði frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar í vor. Forystumenn samtakanna þakka Álftnesingum góðar viðtökur í undirskriftasöfnun sem fram fór á aðventunni og segja að þrír af hverjum fjórum íbúum sem var leitað til hafi skráð sig á listann.

Samtökin fagna ákvörðun sveitarstjórnar um að fresta framkvæmdum og lýsa sig reiðubúin til samstarfs við skipulagsyfirvöld um að efnt verði til arkitektasamkeppni hið fyrsta og atkvæðagreiðslu fyrir íbúa svo þeir geti kosið um ólíkar tillögur að skipulagi miðsvæðisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×