Innlent

Landsmenn verða 300 þúsund fyrr en áætlað var

Landsmenn verða líklega 300 þúsund fyrr en áætlað var í fyrstu samkvæmt upplýsingum á mannfjöldadeild Hagstofunnar. Samkvæmt mannfjöldaklukku stofnunarinnar sem finna má á heimasíðu hennar vantar 77 einstaklinga upp á að svo verði. Búist hafði verið við að þrjú hundruðasti íbúinn yrði skráður um næstu mánaðamót en vegna mikillar fjölgunar er útlit fyrir að hann verði skráður fyrr í mánuðinum.

Við talninguna er miðað við þá sem hafa lögheimili hér á landi, Íslendinga sem útlendinga. Bent hefur verið á að nokkur óvissa hafi verið um skráningu útlendinga í flutningum til og frá landinu en þær upplýsingar fengust á mannfjöldadeild Hagstofunnar í dag að talan á heimasíðu stofnunarinnar væri nokkuð áreiðanleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×