Fleiri fréttir Brottflutningi lokið Brottflutningi gyðinga frá Gaza er lokið, eftir hátt í fjörutíu ára landnám. Bush Bandaríkjaforseti sagði brottflutninginn sögulegt skref í átt til friðar í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna hefur lofað Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, að vinna að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 23.8.2005 00:01 Föngum sleppt í Rúanda Yfir tuttugu þúsund föngum hefur verið sleppt úr fangelsum í Rúanda að undanförnu. Þetta er þó um fjórtán þúsund föngum færra en fangelsisyfirvöld lofuðu í síðasta mánuði. Pal Kagame, forseti landsins, fyrirskipaði í janúar árið 2003, að þeir sem settir hefðu verið í fangelsi án dóms og laga yrði sleppt en föngunum er gefið að sök að hafa átt aðild að þjóðarmorðunum í landinu árið 1994. 23.8.2005 00:01 Erfiðu deilumáli lokið Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Garðasókn næstkomandi þriðjudag, en í tilkynningu frá sóknarnefndinni segir að nú sé erfiðu deilumáli lokið innan sóknarinnar. Miklar deilur hafa staðið milli sóknarnefndarinnar og sóknarprestsins, en fyrir stuttu flutti biskup Íslands Sr. Hans Markús Hafsteinsson til í starfi og var honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastdæmi vestra. 23.8.2005 00:01 Hesthúsabyggð stendur áfram Hesthúsabyggð Gusts í Kópavogi fær að vera þar áfram og munu bæjaryfirvöld í Kópavogi standa við alla samninga þar að lútandi. Eins og Stöð tvö greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu. 23.8.2005 00:01 FÍB safnar enn undirskriftum Yfir tólfþúsund manns hafa skrifað undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda, til stjórnvalda, um að draga úr sköttum á eldsneyti vegna mikillar hækkunar á olíu á heimsmarkaði. 23.8.2005 00:01 Hjálparforrit á vefsíðu Strætó Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. er bent á nýjan og endurbættan ráðgjafa sem hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. á slóðinni <a href="http://www.bus.is/">www.bus.is</a>. Ráðgjafinn er öflugt hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfangastaði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt. 23.8.2005 00:01 Banvænasta flensa sögunnar Fuglaflensa er banvænasta flensa sögunnar. Meira en helmingur þeirra sem sýkjast lifa ekki af. Staðfest hefur verið að mannskæð fuglaflensa hefur borist til sjö þorpa í Kasakstan. Talin er bráð hætta á að H5N1-stofn fuglaflensu breiðist út um vesturhluta landsins. 23.8.2005 00:01 Engir eftirmálar af myndatöku Ólíklegt er að njósnamyndavél sem eigandi World Class kom fyrir í búningsklefa, dragi einhvern dilk á eftir sér. Persónuvernd hefur úrskurðað að myndatakan hafi verið ólögleg. 23.8.2005 00:01 Nauðlending í Mosfellsdal Tveggja sæta eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 150 nauðlenti á veginum við Laxnes í Mosfelsdal kl. 11:57 í morgun. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki og gekk lendingin vel.</span /> 23.8.2005 00:01 Hægt að koma í veg fyrir smit Íslendingar eru betur settir hvað varðar fuglaflensusmit í alifuglum heldur en aðrar þjóðir í Evrópu. Sjaldgæft er að íslenskir hænsnfuglar gangi úti á Íslandi. 23.8.2005 00:01 Íslendingar með vöktunaræði Forstjóri Persónuverndar mun bera það upp á næsta stjórnarfundi stofnunarinnar hvort skoða eigi notkun eftirlitsmyndavéla í landinu. Forstjórinn segir vöktunaræði hafa gripið Íslendinga. 23.8.2005 00:01 Hefur engin áhrif á mig "Fuglaflensan hefur engin áhrif á mig og líf mitt. Ég borða bara svínakjöt, nautakjöt og salat í staðinn fyrir kjúkling," segir Steingrímur Ólafsson iðnrekstrarfræðingur sem er við vinnu í fyrirtæki sínu í Novosibirsk í Síberíu. 23.8.2005 00:01 Fuglaflensutilfellin skráð Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að farið sé með fuglaflensuna í Síberíu eins og gert sé annars staðar í heiminum, tilfellin skráð á vefsíðu embættisins. Ekki er neitt annað gert að svo komnu máli. 23.8.2005 00:01 Gjaldþrotakröfur á ungmenni Gjaldþrotakröfum vegna ógreiddra símareikninga, hjá ungu fólki fer fjölgandi, og hefur símakostnaður heimilanna margfaldast á skömmum tíma. Ráðgjafarstofa heimilanna ráðleggur foreldrum að fylgjast með símanotkun barna sinna. 23.8.2005 00:01 Harðvítugar deilur um stjórnarskrá Harðvítugar deilur standa um stjórnarskrá Íraks en drög að henni voru lögð fram í gærkvöldi. Til stendur að þingið samþykki stjórnarskrána á næstu dögum þrátt fyrir mótmæli og hótanir um borgarastríð. 23.8.2005 00:01 Sindraberg gjaldþrota Stjórn Sushi-verksmiðjunnar Sindrabergs á Ísafirði hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Um 20 manns missa vinnuna við gjaldþrot fyrirtækisins. 23.8.2005 00:01 Gustshúsin standa næstu áratugi Hesthúsabyggð Gustsmanna í Kópavogi verður þar áfram að minnsta kosti næstu þrjátíu og þrjú árin. Forsvarsmenn Kópavogsbæjar funduðu með Gustsmönnum í gærkvöldi um framtíð svæðisins. 23.8.2005 00:01 Berjaspretta með besta móti Berjaspretta á Vestfjörðum er nú með besta móti. Vanur berjatínslumaður hefur aldrei séð eins mikið af aðalbláberjum á svæðinu. 23.8.2005 00:01 Bruðlaði með fé embættisins Sjávarútvegsráðherra Grænlands hefur hrökklast úr embætti fyrir misnotkun á almannafé. Rasmus Fredriksen tók við embættinu í nóvember á síðasta ári. Fram að áramótum notaði hann um tvöhundruð þúsund krónur af risnufé embættisins. 23.8.2005 00:01 Samstarfsnefnd ræðir ellilífeyri Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir það fagnaðarefni, að forráðamenn tiltekinna fyrirtækja skuli hafa tekið upp þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk með reynslu í vinnu, þannig að það hafi valfrelsi á ævikvöldinu. 23.8.2005 00:01 Fimmtán milljónir trjáplantna Fimmtán milljónasta Landgræðsluskógaplantan var gróðursett í Smalaholti í Garðabæ, við norðanvert Vífilsstaðavatn í dag. 23.8.2005 00:01 Fjárskortur tefur rannsókn Yfirdýralæknir sótti um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna í maí til að rannsaka hugsanlega fuglaflensu í fuglum hér á landi. Hún hefur ekki verið afgreidd enn. Sérfræðingur í smitsjúkdómum fugla segir liggja á að hraða rannsókn ekki síst í ljósi stöðunnar erlendis. </font /></b /> 23.8.2005 00:01 Arftaki Concorde í loftið Japanska geimvísindastofnunin ætlar í september að reynslufljúga arftaka Concorde farþegaþotunnar. Búið er að fá heimild til flugsins yfir eyðimörkum Ástralíu. 23.8.2005 00:01 Khodorovsky í hungurverkfalli Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorovsky er í hungurverkfalli, í fangelsi sínu, til þess að mótmæla meðferðinni á viðskiptafélaga og vini, sem haldið er í einangrun. 23.8.2005 00:01 Deila um eyju Tvö kanadísk herskip eru á leiðinni að Hans-ey sem liggur milli Grænlands og Kanada, en þessi tvö lönd deila hart um yfirráð yfir eynni. 23.8.2005 00:01 Vesturbakkinn rýmdur Ísraelski herinn hefur lokið flutningum á landnemum frá Vesturbakkanum. Eins og á Gaza svæðinu gekk það fljótt og vel fyrir sig, þrátt fyrir hótanir öfgamanna um harða mótspyrnu. </font /> 23.8.2005 00:01 Bannað að mismuna eftir erfðum Persónuvernd telur að samkvæmt nýjum vátryggingalögum verði tryggingafélögum bannað að óska eftir upplýsingum um arfgenga sjúkdóma. Tryggingafélögin segja iðgjöld hækki, verði úrskurðinum ekki hnekkt. Tryggingamiðstöðin íhugar málaferli. 23.8.2005 00:01 Íhuga málaferli gegn Persónuvernd Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðarkróki, segir skólann íhuga að fara í mál við Persónuvernd vegna úrskurðar um að fjöldi eftirlitsmyndavéla á göngum heimavistar skólans brjóti gegn meðalhófsreglu. Jón segir Persónuvernd hafa hvatt sig til að höfða mál til að hrinda úrskurðinum. 23.8.2005 00:01 Vill auka viðskipti við Ísland Síðari dagur opinberrar heimsóknar Václav Klaus, forseta Tékklands, hófst með fundi með Halldóri Ásgrímssyni í Ráðherrabústaðnum. Á fundinum var rætt um samskipti ríkjanna og voru þeir sammála um að auka enn frekar viðskipti á milli landanna. Þá ræddu þeir málefni Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. 23.8.2005 00:01 Athugasemdir við mannréttindamál Fjölmargar athugasemdir vegna mannréttindamála hér á landi er að finna í niðurstöðu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um afnám kynþáttamisréttis. Mismunun, meðferð á hælisleitendum, atvinnumál útlendinga og aldursskilyrði til dvalarleyfa er meðal þess sem gerðar eru athugasemdir við og eru íslensk stjórnvöld hvött til að vinna að úrbótum. 23.8.2005 00:01 Leiðarkort Strætó er hálfkák Ingi Gunnar Jóhannsson landfræðingur hefur hannað eigið kort af nýju leiðarkerfi Strætó. Hann hyggst gefa kortið út sjálfur ef ekki semst við Strætó um samstarf. </font /></b /> 23.8.2005 00:01 Öryggismyndavélar-falskt öryggi Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins. 23.8.2005 00:01 Slysaskot í innflytjendaerjum Tveir ungir menn særðust í uppgjöri tveggja hópa innflytjenda í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. 23.8.2005 00:01 Ný baðströnd á Amager Amager strand, ný baðströnd, var tekin í notkun í Kaupmannahöfn um liðna helgi. 23.8.2005 00:01 Danir vilja út Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vill fimmti hver Dani á fullorðinsaldri flytja til útlanda. Hlutfallið er enn hærra hjá námsmönnum, en helmingur þeirra stefnir á að búa í öðru landi. 23.8.2005 00:01 Lætur ekki undan þrýstingi Enginn áform eru uppi um að draga úr herafla Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. George W. Bush Bandaríkjaforseti minntist tvö þúsund fallinna hermanna í ræðu í Salt Lake City í fyrrakvöld. 23.8.2005 00:01 Ellefu farast þegar hús hrynur Í það minnsta ellefu manns krömdust til bana þegar íbúðarhús hrundi í borginni Mumbai á Indlandi, sem áður kallaðist Bombay. Um tuttugu eru sagðir fastir undir rústum byggingarinnar. 23.8.2005 00:01 Forvarnargildi norrænna andfugla Fuglaflensa er skæðasta flensa sem sögur fara af. Meira en helmingur þeirra sem hafa smitast af henni lifði veikindin ekki af. Vísindamenn segja hugsanlegt að endur á norðurslóðum geti verið eins konar forvörn. 23.8.2005 00:01 Slökkvistarf gengur betur Betur gengur nú en áður að ráða niðurlögum skógareldanna í Portúgal, sem hafa geisað þar að undanförnu. 23.8.2005 00:01 Kæfður og vafinn inn í segldúk Skoskir lögreglumenn upplýstu í gær að Rory Blackhall, ellefu ára, hefði að öllum líkindum verið myrtur en lík hans fannst á sunnudaginn. Málið hefur að vonum vakið mikinn óhug í Bretlandi. 23.8.2005 00:01 Getur borist í hvaða fugl sem er Fuglaflensan getur borist í hvaða fugl sem er á Íslandi en þrátt fyrir það ættu veiðimenn ekki að hræðast að verka veidda fugla því litlar líkur eru á að þeir séu smitaðir að sögn yfirdýralæknis. Landlæknisembættið, embætti yfirdýralæknis og matvælasvið Umhverfisstofnunar eru meðal embætta sem koma að málinu í dag. 23.8.2005 00:01 Tíminn of naumur Formaður stjórnarskrárnefndar Íraks telur þrjá daga ekki nægja til að ná samkomulagi um stjórnskipan landsins. Vera má að plaggið verði borið undir þjóðaratkvæði þrátt fyrir andstöðu súnnía. 23.8.2005 00:01 Brottflutningnum lokið Rýmingu 25 landnemabyggða á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni lauk í gær. Þrátt fyrir mikla andstöðu á meðal heittrúaðra gyðinga kom til mun minni átaka en óttast hafði verið. 23.8.2005 00:01 Launahækkun á frístundaheimilum Foreldrar þurfa að útvega pössun fyrir þau börn sem ekki komast að hjá frístundaheimilum ÍTR vegna manneklu. Tæplega 600 börn eru á biðlista og einungis 10 af 33 frístundaheimilum eru fullmönnuð í dag. 23.8.2005 00:01 Gott bláberjaár Útlit er fyrir gott berjaár og víða er bláberjaspretta með eindæmum góð. Ingólfur Kjartansson á Tálknafirði segir berjasprettu góða út með Snæfjallaströnd, en hann er staðarhaldari í Dalbæ í Unaðsdal yfir sumartímann. 23.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Brottflutningi lokið Brottflutningi gyðinga frá Gaza er lokið, eftir hátt í fjörutíu ára landnám. Bush Bandaríkjaforseti sagði brottflutninginn sögulegt skref í átt til friðar í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna hefur lofað Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, að vinna að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 23.8.2005 00:01
Föngum sleppt í Rúanda Yfir tuttugu þúsund föngum hefur verið sleppt úr fangelsum í Rúanda að undanförnu. Þetta er þó um fjórtán þúsund föngum færra en fangelsisyfirvöld lofuðu í síðasta mánuði. Pal Kagame, forseti landsins, fyrirskipaði í janúar árið 2003, að þeir sem settir hefðu verið í fangelsi án dóms og laga yrði sleppt en föngunum er gefið að sök að hafa átt aðild að þjóðarmorðunum í landinu árið 1994. 23.8.2005 00:01
Erfiðu deilumáli lokið Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Garðasókn næstkomandi þriðjudag, en í tilkynningu frá sóknarnefndinni segir að nú sé erfiðu deilumáli lokið innan sóknarinnar. Miklar deilur hafa staðið milli sóknarnefndarinnar og sóknarprestsins, en fyrir stuttu flutti biskup Íslands Sr. Hans Markús Hafsteinsson til í starfi og var honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastdæmi vestra. 23.8.2005 00:01
Hesthúsabyggð stendur áfram Hesthúsabyggð Gusts í Kópavogi fær að vera þar áfram og munu bæjaryfirvöld í Kópavogi standa við alla samninga þar að lútandi. Eins og Stöð tvö greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu. 23.8.2005 00:01
FÍB safnar enn undirskriftum Yfir tólfþúsund manns hafa skrifað undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda, til stjórnvalda, um að draga úr sköttum á eldsneyti vegna mikillar hækkunar á olíu á heimsmarkaði. 23.8.2005 00:01
Hjálparforrit á vefsíðu Strætó Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. er bent á nýjan og endurbættan ráðgjafa sem hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. á slóðinni <a href="http://www.bus.is/">www.bus.is</a>. Ráðgjafinn er öflugt hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfangastaði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt. 23.8.2005 00:01
Banvænasta flensa sögunnar Fuglaflensa er banvænasta flensa sögunnar. Meira en helmingur þeirra sem sýkjast lifa ekki af. Staðfest hefur verið að mannskæð fuglaflensa hefur borist til sjö þorpa í Kasakstan. Talin er bráð hætta á að H5N1-stofn fuglaflensu breiðist út um vesturhluta landsins. 23.8.2005 00:01
Engir eftirmálar af myndatöku Ólíklegt er að njósnamyndavél sem eigandi World Class kom fyrir í búningsklefa, dragi einhvern dilk á eftir sér. Persónuvernd hefur úrskurðað að myndatakan hafi verið ólögleg. 23.8.2005 00:01
Nauðlending í Mosfellsdal Tveggja sæta eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 150 nauðlenti á veginum við Laxnes í Mosfelsdal kl. 11:57 í morgun. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki og gekk lendingin vel.</span /> 23.8.2005 00:01
Hægt að koma í veg fyrir smit Íslendingar eru betur settir hvað varðar fuglaflensusmit í alifuglum heldur en aðrar þjóðir í Evrópu. Sjaldgæft er að íslenskir hænsnfuglar gangi úti á Íslandi. 23.8.2005 00:01
Íslendingar með vöktunaræði Forstjóri Persónuverndar mun bera það upp á næsta stjórnarfundi stofnunarinnar hvort skoða eigi notkun eftirlitsmyndavéla í landinu. Forstjórinn segir vöktunaræði hafa gripið Íslendinga. 23.8.2005 00:01
Hefur engin áhrif á mig "Fuglaflensan hefur engin áhrif á mig og líf mitt. Ég borða bara svínakjöt, nautakjöt og salat í staðinn fyrir kjúkling," segir Steingrímur Ólafsson iðnrekstrarfræðingur sem er við vinnu í fyrirtæki sínu í Novosibirsk í Síberíu. 23.8.2005 00:01
Fuglaflensutilfellin skráð Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að farið sé með fuglaflensuna í Síberíu eins og gert sé annars staðar í heiminum, tilfellin skráð á vefsíðu embættisins. Ekki er neitt annað gert að svo komnu máli. 23.8.2005 00:01
Gjaldþrotakröfur á ungmenni Gjaldþrotakröfum vegna ógreiddra símareikninga, hjá ungu fólki fer fjölgandi, og hefur símakostnaður heimilanna margfaldast á skömmum tíma. Ráðgjafarstofa heimilanna ráðleggur foreldrum að fylgjast með símanotkun barna sinna. 23.8.2005 00:01
Harðvítugar deilur um stjórnarskrá Harðvítugar deilur standa um stjórnarskrá Íraks en drög að henni voru lögð fram í gærkvöldi. Til stendur að þingið samþykki stjórnarskrána á næstu dögum þrátt fyrir mótmæli og hótanir um borgarastríð. 23.8.2005 00:01
Sindraberg gjaldþrota Stjórn Sushi-verksmiðjunnar Sindrabergs á Ísafirði hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Um 20 manns missa vinnuna við gjaldþrot fyrirtækisins. 23.8.2005 00:01
Gustshúsin standa næstu áratugi Hesthúsabyggð Gustsmanna í Kópavogi verður þar áfram að minnsta kosti næstu þrjátíu og þrjú árin. Forsvarsmenn Kópavogsbæjar funduðu með Gustsmönnum í gærkvöldi um framtíð svæðisins. 23.8.2005 00:01
Berjaspretta með besta móti Berjaspretta á Vestfjörðum er nú með besta móti. Vanur berjatínslumaður hefur aldrei séð eins mikið af aðalbláberjum á svæðinu. 23.8.2005 00:01
Bruðlaði með fé embættisins Sjávarútvegsráðherra Grænlands hefur hrökklast úr embætti fyrir misnotkun á almannafé. Rasmus Fredriksen tók við embættinu í nóvember á síðasta ári. Fram að áramótum notaði hann um tvöhundruð þúsund krónur af risnufé embættisins. 23.8.2005 00:01
Samstarfsnefnd ræðir ellilífeyri Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir það fagnaðarefni, að forráðamenn tiltekinna fyrirtækja skuli hafa tekið upp þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk með reynslu í vinnu, þannig að það hafi valfrelsi á ævikvöldinu. 23.8.2005 00:01
Fimmtán milljónir trjáplantna Fimmtán milljónasta Landgræðsluskógaplantan var gróðursett í Smalaholti í Garðabæ, við norðanvert Vífilsstaðavatn í dag. 23.8.2005 00:01
Fjárskortur tefur rannsókn Yfirdýralæknir sótti um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna í maí til að rannsaka hugsanlega fuglaflensu í fuglum hér á landi. Hún hefur ekki verið afgreidd enn. Sérfræðingur í smitsjúkdómum fugla segir liggja á að hraða rannsókn ekki síst í ljósi stöðunnar erlendis. </font /></b /> 23.8.2005 00:01
Arftaki Concorde í loftið Japanska geimvísindastofnunin ætlar í september að reynslufljúga arftaka Concorde farþegaþotunnar. Búið er að fá heimild til flugsins yfir eyðimörkum Ástralíu. 23.8.2005 00:01
Khodorovsky í hungurverkfalli Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorovsky er í hungurverkfalli, í fangelsi sínu, til þess að mótmæla meðferðinni á viðskiptafélaga og vini, sem haldið er í einangrun. 23.8.2005 00:01
Deila um eyju Tvö kanadísk herskip eru á leiðinni að Hans-ey sem liggur milli Grænlands og Kanada, en þessi tvö lönd deila hart um yfirráð yfir eynni. 23.8.2005 00:01
Vesturbakkinn rýmdur Ísraelski herinn hefur lokið flutningum á landnemum frá Vesturbakkanum. Eins og á Gaza svæðinu gekk það fljótt og vel fyrir sig, þrátt fyrir hótanir öfgamanna um harða mótspyrnu. </font /> 23.8.2005 00:01
Bannað að mismuna eftir erfðum Persónuvernd telur að samkvæmt nýjum vátryggingalögum verði tryggingafélögum bannað að óska eftir upplýsingum um arfgenga sjúkdóma. Tryggingafélögin segja iðgjöld hækki, verði úrskurðinum ekki hnekkt. Tryggingamiðstöðin íhugar málaferli. 23.8.2005 00:01
Íhuga málaferli gegn Persónuvernd Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðarkróki, segir skólann íhuga að fara í mál við Persónuvernd vegna úrskurðar um að fjöldi eftirlitsmyndavéla á göngum heimavistar skólans brjóti gegn meðalhófsreglu. Jón segir Persónuvernd hafa hvatt sig til að höfða mál til að hrinda úrskurðinum. 23.8.2005 00:01
Vill auka viðskipti við Ísland Síðari dagur opinberrar heimsóknar Václav Klaus, forseta Tékklands, hófst með fundi með Halldóri Ásgrímssyni í Ráðherrabústaðnum. Á fundinum var rætt um samskipti ríkjanna og voru þeir sammála um að auka enn frekar viðskipti á milli landanna. Þá ræddu þeir málefni Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. 23.8.2005 00:01
Athugasemdir við mannréttindamál Fjölmargar athugasemdir vegna mannréttindamála hér á landi er að finna í niðurstöðu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um afnám kynþáttamisréttis. Mismunun, meðferð á hælisleitendum, atvinnumál útlendinga og aldursskilyrði til dvalarleyfa er meðal þess sem gerðar eru athugasemdir við og eru íslensk stjórnvöld hvött til að vinna að úrbótum. 23.8.2005 00:01
Leiðarkort Strætó er hálfkák Ingi Gunnar Jóhannsson landfræðingur hefur hannað eigið kort af nýju leiðarkerfi Strætó. Hann hyggst gefa kortið út sjálfur ef ekki semst við Strætó um samstarf. </font /></b /> 23.8.2005 00:01
Öryggismyndavélar-falskt öryggi Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins. 23.8.2005 00:01
Slysaskot í innflytjendaerjum Tveir ungir menn særðust í uppgjöri tveggja hópa innflytjenda í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. 23.8.2005 00:01
Ný baðströnd á Amager Amager strand, ný baðströnd, var tekin í notkun í Kaupmannahöfn um liðna helgi. 23.8.2005 00:01
Danir vilja út Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vill fimmti hver Dani á fullorðinsaldri flytja til útlanda. Hlutfallið er enn hærra hjá námsmönnum, en helmingur þeirra stefnir á að búa í öðru landi. 23.8.2005 00:01
Lætur ekki undan þrýstingi Enginn áform eru uppi um að draga úr herafla Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. George W. Bush Bandaríkjaforseti minntist tvö þúsund fallinna hermanna í ræðu í Salt Lake City í fyrrakvöld. 23.8.2005 00:01
Ellefu farast þegar hús hrynur Í það minnsta ellefu manns krömdust til bana þegar íbúðarhús hrundi í borginni Mumbai á Indlandi, sem áður kallaðist Bombay. Um tuttugu eru sagðir fastir undir rústum byggingarinnar. 23.8.2005 00:01
Forvarnargildi norrænna andfugla Fuglaflensa er skæðasta flensa sem sögur fara af. Meira en helmingur þeirra sem hafa smitast af henni lifði veikindin ekki af. Vísindamenn segja hugsanlegt að endur á norðurslóðum geti verið eins konar forvörn. 23.8.2005 00:01
Slökkvistarf gengur betur Betur gengur nú en áður að ráða niðurlögum skógareldanna í Portúgal, sem hafa geisað þar að undanförnu. 23.8.2005 00:01
Kæfður og vafinn inn í segldúk Skoskir lögreglumenn upplýstu í gær að Rory Blackhall, ellefu ára, hefði að öllum líkindum verið myrtur en lík hans fannst á sunnudaginn. Málið hefur að vonum vakið mikinn óhug í Bretlandi. 23.8.2005 00:01
Getur borist í hvaða fugl sem er Fuglaflensan getur borist í hvaða fugl sem er á Íslandi en þrátt fyrir það ættu veiðimenn ekki að hræðast að verka veidda fugla því litlar líkur eru á að þeir séu smitaðir að sögn yfirdýralæknis. Landlæknisembættið, embætti yfirdýralæknis og matvælasvið Umhverfisstofnunar eru meðal embætta sem koma að málinu í dag. 23.8.2005 00:01
Tíminn of naumur Formaður stjórnarskrárnefndar Íraks telur þrjá daga ekki nægja til að ná samkomulagi um stjórnskipan landsins. Vera má að plaggið verði borið undir þjóðaratkvæði þrátt fyrir andstöðu súnnía. 23.8.2005 00:01
Brottflutningnum lokið Rýmingu 25 landnemabyggða á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni lauk í gær. Þrátt fyrir mikla andstöðu á meðal heittrúaðra gyðinga kom til mun minni átaka en óttast hafði verið. 23.8.2005 00:01
Launahækkun á frístundaheimilum Foreldrar þurfa að útvega pössun fyrir þau börn sem ekki komast að hjá frístundaheimilum ÍTR vegna manneklu. Tæplega 600 börn eru á biðlista og einungis 10 af 33 frístundaheimilum eru fullmönnuð í dag. 23.8.2005 00:01
Gott bláberjaár Útlit er fyrir gott berjaár og víða er bláberjaspretta með eindæmum góð. Ingólfur Kjartansson á Tálknafirði segir berjasprettu góða út með Snæfjallaströnd, en hann er staðarhaldari í Dalbæ í Unaðsdal yfir sumartímann. 23.8.2005 00:01