Refsirammi rúmur en dómar of vægir 27. maí 2005 00:01 Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Dómsmálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur að huga að breytingum á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem lúta að nauðgun og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Þessi kafli laganna er þó aðeins þrettán ára gamall. Aðspurður hvort lög sem séu 13 ára gömul séu strax úr sér gengin segir Björn Bjarnason að umræðan í samfélaginu hafi verið á þá leið og á þingi hafi menn komið ár eftir ár fram með hugmyndir um það að nauðsynlegt væri að huga að breytingum á kynferðisbrotakaflanum. Þegar þessir aðilar hafi tekið sig saman, eins og gerst hafi nú, og komið með tillögur að aðgerðaáætlun hafi honum þótt það kjörið tækifæri til að taka í þá hönd og nota tækifærið til að fara rækilega yfir málin. Hann sé ekki búinn að komast að niðurstöðu um það hvað komi út úr vinnunni en hann telji fulla ástæðu til að taka á þessum málum miðað við þá umræðu sem verið hafi um þau. Ragnheiður Bragadóttir hefur undanfarin ár stundað kennslu og rannsóknir á kynferðisbrotum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ný kjörgrein sem kallast Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Lögð hefur verið áhersla á að nemendur nálgist viðfangsefnið með gagnrýnum huga og hvernig mætti breyta lögunum þannig að þau þjóni betur hagsmunum kvenna og barna. Ragnheiður segir að refsiramminn sjálfur sé vel rúmur enda er hægt að dæma fólk sextán ára fangelsi fyrir nauðganir. Hins vegar séu ýmis ákvæði bæði til refsilækkunar og þyngingar sem þurfi að endurskoða. En vill hún þyngja dóma? Ragnheiður segir að dómarnir séu vægir og þá sé spurning hvort eðlilegt sé að snarþyngja þá allt í einu. Í mörgum tilvikum sé mun eðlilegra að það eigi sér stað ákveðin þróun. Ragnheiður segist hins vegar leggja áherslu á það að byggja verkið á rannsóknum á íslenskum rétti, m.a. þeim sem hún stundi núna, en það sé refsiréttarlegur grunnur. Þá verði líka að taka tillit þess sem best hafi verið gert erlendis. Drög að frumvarpi, sem Ragnheiður semur, verður væntanlega tekið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu í haust. Ráðuneytið kynnir það og leggur fram á Alþingi í vetur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Dómsmálaráðherra fól Ragnheiði Bragadóttur að huga að breytingum á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem lúta að nauðgun og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Þessi kafli laganna er þó aðeins þrettán ára gamall. Aðspurður hvort lög sem séu 13 ára gömul séu strax úr sér gengin segir Björn Bjarnason að umræðan í samfélaginu hafi verið á þá leið og á þingi hafi menn komið ár eftir ár fram með hugmyndir um það að nauðsynlegt væri að huga að breytingum á kynferðisbrotakaflanum. Þegar þessir aðilar hafi tekið sig saman, eins og gerst hafi nú, og komið með tillögur að aðgerðaáætlun hafi honum þótt það kjörið tækifæri til að taka í þá hönd og nota tækifærið til að fara rækilega yfir málin. Hann sé ekki búinn að komast að niðurstöðu um það hvað komi út úr vinnunni en hann telji fulla ástæðu til að taka á þessum málum miðað við þá umræðu sem verið hafi um þau. Ragnheiður Bragadóttir hefur undanfarin ár stundað kennslu og rannsóknir á kynferðisbrotum. Fyrir nokkrum árum var tekin upp ný kjörgrein sem kallast Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. Lögð hefur verið áhersla á að nemendur nálgist viðfangsefnið með gagnrýnum huga og hvernig mætti breyta lögunum þannig að þau þjóni betur hagsmunum kvenna og barna. Ragnheiður segir að refsiramminn sjálfur sé vel rúmur enda er hægt að dæma fólk sextán ára fangelsi fyrir nauðganir. Hins vegar séu ýmis ákvæði bæði til refsilækkunar og þyngingar sem þurfi að endurskoða. En vill hún þyngja dóma? Ragnheiður segir að dómarnir séu vægir og þá sé spurning hvort eðlilegt sé að snarþyngja þá allt í einu. Í mörgum tilvikum sé mun eðlilegra að það eigi sér stað ákveðin þróun. Ragnheiður segist hins vegar leggja áherslu á það að byggja verkið á rannsóknum á íslenskum rétti, m.a. þeim sem hún stundi núna, en það sé refsiréttarlegur grunnur. Þá verði líka að taka tillit þess sem best hafi verið gert erlendis. Drög að frumvarpi, sem Ragnheiður semur, verður væntanlega tekið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu í haust. Ráðuneytið kynnir það og leggur fram á Alþingi í vetur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira