Fleiri fréttir

Út af geðdeild og rændi bílum

Ungur karlmaður, nýkominn af geðdeild Landsspítalans, stofnaði lífi vegfarenda í hættu um hádegisbil í gær. Hann rændi tveimur bílum með því að ógna ökumönnum þeirra.

Mjótt á mununum í formannskjöri

Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að lítill munur er á fylgi þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar þegar litið er til svara stuðningsmanna allra flokka. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast þó heldur hallast að Ingibjörgu.

Kvartmilljón mótmælti

250 þúsund manns mótmæltu stefnu stjórnvalda á fjöldafundi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu í gær. <font face="Helv"></font>

Neita að sleppa föngum

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu ekki sleppa fleiri Palestínumönnum úr fangelsi fyrr en palestínska heimastjórnin hefði gripið til harðari aðgerða gegn herskáum hreyfingum Palestínumanna en nú er.

Ólga í Mjanmar

Mikill viðbúnaður er í Mjanmar eftir að ellefu manns biðu bana og 162 særðust í þremur sprengjutilræðum á laugardaginn. Sprengingarnar urðu á fjölförnum stöðum, í verslunarkjörnum og ráðstefnumiðstöð.

700 þúsund fá atvinnuleyfi

Spænska stjórnin hefur ákveðið að veita 700 þúsund ólöglegum innflytjendum atvinnu- og búsetuleyfi. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagngerrar uppstokkunar í málefnum innflytjenda.

Sjónvarpsstöð enska boltans

Enski boltinn mun ekki trufla dagskrá Skjás eins næsta vetur því stofnuð verður sérstök áskriftarstöð tileinkuð honum á breiðbandinu.

Mannréttindaráðherrann hættur

Enn og aftur er komið babb í bátinn í írösku stjórnarmynduninni. Þegar útlit var fyrir að skipað hefði verið í öll ráðherraembætti neitaði eitt ráðherraefnanna að taka við stöðu sinni.

Hjálpa á veiku fólki

Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, segir slys á borð við að fólki sé hleypt of snemma út af geðdeild allt of tíð. Hann bendir á að nýju úrræði fyrir erfiðustu sjúklingana hafi verið komið á fót á Kleppsspítala og það eigi að nota.

Tony Blair hvattur til afsagnar

Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra.

Iðgjöld lækkuð með ökuritum

Innan skamms mun ökumönnum verða gert kleift að lækka iðgjöld ökutækja sinna með notkun svokallaðra svartra kassa. Svarti kassinn er ökuriti sem skráir meðal annars hraða, aksturlag og staðsetningu ökutækis.

Aukaverkanir sjaldgæfar

Aukaverkanir af bólusetningum eru sjaldgæfar og langtum minni en aukaverkanir af þeim sjúkdómum sem bólusett er gegn, segir sérfræðingur hjá Landlækni. Þá bendi ekkert til að samsett bólusetning gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt valdi einhverfu, eins og haldið hefur verið fram.

Hundruð flóttamanna á hverri nóttu

Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn.

Ingibjörg með meira fylgi en Össur

Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í gæer er lítill munur á fylgi Össurar og Ingibjargar Sólrúnar þegar tekið er mið af öllum svöurm. Össun nýtur hins vegar bara stuðnings um fjórðungs þeirra sem segjast kjósa Samfylkingunna.

Fundu fjöldagröf í Írak

Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Íraks. Talið er að líkamsleifarnar séu af Kúrdum sem voru hraktir frá heimilum sínum seint á níunda áratug síðustu aldar. Flest fórnarlambanna voru konur og börn sem var stillt upp á grafarbakkanum og skotin með AK-47 hríðskotariflum.

Ungmenni gripin með kannabisefni

Þrjú ungmenni á tvítugsaldri voru tekin með lítið magn af kanabisefni í Hveragerði um miðnætti í nótt. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi var fólkið flutt í fangageymslur lögreglunnar þar sem það gisti. Skýrsla verður tekin af því nú í morgunsárið og mun rannsókna á málinu fara fram í dag.

Á 180 km hraða á Kringlumýrarbraut

Maður var stöðvaður á mótorhjóli sínu á 180 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í Reykjavík um tvöleytið í nótt en hámarkshraði á þeirri götu er aðeins 80 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og segir lögreglan manninn verða ákærðan og að hann fái að öllum líkindum háa sekt, en hversu há hún verður fer eftir ferli mannsins í umferðinni til þessa.

Þing greiði atkvæði um stríðsaðild

Þingið en ekki forsætisráðherra ætti að taka af skarið um hvort að Bretland tekur þátt í stríðsrekstri, segir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í viðtali sem birtist í morgun. Hann kveðst þar styðja að framvegis verði stuðst við fordæmi sem sett var fyrir Íraksstríðið þar sem þingheimur fékk að greiða atkvæði um hvort fara ætti í stríð.

Beindi flugvél inn á lokaða braut

Litlu munaði að illa færi á alþjóðaflugvellinum við Tókýó í morgun þegar að flugumferðarstjóri sagði flugmönnum farþegavélar að lenda á flugbraut sem lokað hafði verið vegna viðhalds. Vélin lenti á brautinni en svo vel vildi til að engar vinnuvélar eða annar búnaður var á brautinni á því augnabliki.

Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína

Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, en henni var synjað um fjárstuðning frá utanríkisráðuneytinu í vikunni. Í ályktuninni hvetur stjórn BRSB stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjárstuðning við Mannréttindaskrifstofuna og tryggja henni traustan starfsgrundvöll.

Slösuðust í sprengingu í Tyrklandi

Fimm tyrkneskir lögreglumenn slösuðust í sprengingu í ferðamannabænum Kusadasi í vesturhluta Tyrklands í morgun. Lögreglumennirnir höfðu verið kallaðaðir að styttu í bænum til þess að rannsaka grunsamlegan pakka sem var þar og voru að girða svæðið af þegar sprengjan sprakk. Einn lögreglumannanna missti handlegg í sprengingunni en allir fimm voru fluttir á sjúkrahús. Ekki er ljóst hver stóð á bak við tilræðið.

Kynna íslenska eldhúsið ytra

Er íslenska eldhúsið næsta útflutningsafurð Íslendinga? Íslenskir matreiðslumenn vinna nú að verkefni sem ber þetta nafn og gengur út á að hefja íslenskt eldhús til vegs og virðingar. Markmiðið er að nota gott hráefni og eftir atvikum hráefni úr villtri náttúru og viðhafa vandaða matreiðslu en rík áhersla er lögð á hreinleika afurða.

Flest líkin af konum og börnum

Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Írak. Flest eru líkin af börnum og konum. Alls hafa um 300 slíkar grafir fundist frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum í landinu.

Deila um lát leyniþjónustumanns

Harðar deilur eru sprottnar á milli Ítala og Bandaríkjamanna um rannsókn á dauða ítalsks leyniþjónustumanns í Írak. Ítalar hafa í kjölfarið skipað ríkissaksóknara landsins að hraða sinni rannsókn.

Andstæðingum stjórnarskrár fækkar

Andstæðingar stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi eru nú færri en stuðningsmennirnir, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn síðan í mars sem könnun bendir til þessa. Dagblaðið <em>Le Monde</em> birti nýjustu könnunina í morgun og samkvæmt henni eru 52 prósent aðspurðra fylgjandi stjórnarskránni en 48 prósent á móti henni.

Taldi þjóðsögur verk Shakespears

Hvaða eyland í Norður-Atlantshafi er tengt sögum og þjóðsögum frá 13. öld? Flestir Íslendingar gætu líkast til getið sér til um það en ekki landafræðispekingarnir ungu sem tóku þátt í landafræðikeppni <em>National Geographic</em> í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hetjan Jared Martin frá bænum Lititz var viss um að þarna væri átt við Stóra-Bretland og taldi víst að þjóðsögurnar sem um ræddi væru verk Shakespears.

Áform FL Group hafi mikla þýðingu

Það hefði gríðarlega þýðingu fyrir atvinnustarfsemi á Suðurnesjum og framtíð alþjóðaflugvallarins í Keflavík ef FL Group lætur verða af áformum um eigin innflutning á flugvélaeldsneyti, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Hvít jörð á Húsavík

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru komnir á fullt í vorverkunum enda er þetta tíminn sem starfsmenn borgar og bæja hirða poka með garðaúrgangi sem fólk setur út fyrir lóðamörk. Í Reykjavík var farið að bjóða þessa þjónustu í gær og verður hún í boði til 7. maí. Á Húsavík bíða menn hins vegar með vorverkin því þar var jörð hvít þegar menn vöknuðu í morgun.

Einn lést í sprengingu í Kaíró

Einn lést og sjö særðust í sprengingu nærri þjóðminjasafninu í Kaíró í Egyptalandi í dag. Hinn látni var Egypti og það voru þrír hinna slösuðu líka en hinir fjórir voru ferðamenn, tveir þeirra frá Ísrael og hinir frá Ítalíu og Rússlandi. Í fyrstu var talið að sá sem lést væri sjálfsmorðsárásarmaður en Reuters-fréttstofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sprengjunni hafi verið kastað af brú nærri þjóðminjasafninu.

Funda um ofbeldi á þriðjudag

Akureyringar ætla ekki að láta mótmæli gegn ofbeldi og fíkniefnum í bænum í gær nægja því boðað hefur verið til borgarafundar í Ketilshúsinu á þriðjudaginn kemur þar sem ræða á hvernig hægt sé að draga út eða stöðva það ofbeldi og þann vímuefnavanda sem fréttir hafa borist af að undanförnu.

Vatnið verði í eigu þjóðarinnar

Stjórn BSRB ætlar að leggja til við stjórnarskrárnefnd að það verði bundið í stjórnarskrá lýðveldisins að vatnið í landinu verði í eigu þjóðarinnar og að aðgangur að drykkjarvatni verði talinn mannréttindi. Stjórnin hefur sent stjórnarskrárnefndinni tillögu að stjórnarskrárbreytingu þar sem kveðið er á um þetta.

Fjórir borgarar drepnir í Írak

Fjórir óbreyttir borgarar hafa látist og sextán særst í þremur bílsprengjuárásum á hermenn í Bagdad í Írak í dag. Uppreisnarmenn sprengdu sprengju nærri hópi írakskra og bandarískra hermanna í Austur-Bagdad og þar létust tveir óbreyttir borgarar, annar þeirra barn, og tíu særðust. Þá létust einnig tveir óbreyttir borgarar og sex særðust í árás á bandaríska hermenn í eftirlitsleiðangri í borginni.

Huga aftur að auðgun úrans

Íranar greindu frá því í dag að þeir myndu hugsanlega hefja aftur auðgun á úrani í næstu viku, en þeir hafa ekki náð samkomulagi við fulltrúa Evrópusambandsins um framtíð kjarnorkuáætlunnar sinnar. Íranar hafa um nokkurt skeið deilt við Bandaríkjamenn um markmið áætlunarinnar og hafa Bandaríkjamenn sakað þá um að reyna að koma sér upp kjarnavopnum en Íranar segast aðeins ætla að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi.

Skutu á rútu með ferðamönnum

Tvær konur skutu í dag á rútu með ferðamönnum í suðurhluta Kaíróborgar í Egyptalandi án þess þó að drepa eða særa nokkurn. Haft er eftir lögreglu að í kjölfarið hafi önnur þeirra skotið hina og svo sjálfa sig og særðist hún nokkuð við það. Lögregla telur að önnur kvennanna hafi verið eiginkona manns sem eftirlýstur er í tengslum við sprengjuárás á ferðamenn í miðborg Kaíró í upphafi mánaðarins, en þar létust þrír ferðamenn auk sjálfsmorðsárásarmanns.

Má ekki fara í fóstureyðingu

Dómstóll í Flórída í Bandaríkjunum hefur meinað þrettán ára gamalli stúlku að fara í fóstureyðingu á þeim grundvelli að hana skorti þroska til að taka slíka ákvörðun. Stúlkan er komin þrjá mánuði á leið og hugðist láta eyða fóstrinu á þriðjudaginn var en barnaverndaryfirvöld fóru með málið fyrir dómstóla og héldu því fram að stúlkan, sem er á framfæri ríkisins, væri of ung og óþroskuð til þess að taka upplýsta ákvörðun í málinu.

Sjö létust í lestarslysi í Marokkó

Sjö létust og fjórir slösuðust í Marokkó í dag þegar lest og rúta skullu saman. Rútan keyrði fyrir lestina en bílstjóri rútunnar sinnti ekki viðvörunarljósum um að lestin væri að koma og keyrði út á teinana með fyrrgreindum afleiðingum.

Felldu þrjá borgara í Afganistan

Sjö létust, þar af þrír óbreyttir borgarar, í loftárásum Bandaríkjahers á búðir uppreisnarmanna í gær. Frá þessu greindu Bandaríkjamenn í dag. Búðirnar eru í Uruzgan-héraði þar sem uppreisnarmenn úr röðum talibana hafa haldið uppi árásum á bandarískar og afganskar hersveitir.

Meiddist lítillega í veltu

Jeppi ók út af við Ingólfshvoll í Ölfusi um fjögurleytið í dag og valt í kjölfarið. Einn maður var í bílnum og samkvæmt lögreglunni á Selfossi var hann fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl.

Verstu flóð í Rúmeníu í 50 ár

3700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna gríðarlegra flóða í þorpum í vesturhluta Rúmeníu. Úrhelli hefur verið á svæðinu undanfarna daga og herþyrlur og bátar hafa verið notuð til að bjarga fólki í neyð á flóðasvæðunum, en þetta eru verstu flóð í landinu í hálfa öld. Tæplega tvö þúsund manns hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum sem komið hefur verið upp á hálendi í nágrenninu.

Vilja ekki styttingu hjá Blönduósi

Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið.

Ráðist á ferðamenn í Egyptalandi

Röð árása á ferðamenn í Egyptalandi kostaði þrjá lífið í dag. Sjö særðust. Mildi þykir að ekki skyldu fleiri týna lífi.

Ríkið standi aðeins að Rás 1

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, kemst ansi nálægt því að taka undir með þeim félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum sem vilja selja Ríkisútvarpið í pistli á heimasíðu sinni í dag. „Þróunin á fjölmiðlamarkaði og sérstaklega innan ríkisútvarpsins er smátt og smátt að sannfæra mig um, að ríkið eigi í mesta lagi að láta við það eitt sitja að standa fjárhagslega (með framlagi á fjárlögum) að baki rás 1.“

Erla bæjarstjóri í Stykkishólmi

Óli Jón Gunnarsson hættir sem bæjarstjóri í Stykkishólmi 1. ágúst. Stefnt er að því að Erla Friðriksdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, taki við starfinu.

Reykskynjari bjargaði Dalvíkingi

Reykskynjari bjargaði lífi tæplega þrítugs karlmanns þegar eldur kom upp á heimili hans á Dalvík í nótt. Nágranni hans tilkynnti lögreglunni um eldinn og þegar lögreglan kom á staðinn var íbúinn, sem var einn í húsinu, að stökkva út um glugga á annarri hæð. Slölkkvilið var fljótt á staðinn og gekk slökkvistarf vel, en húsið er mikið skemmt.

Keypti íbúð á Reyðarfirði

Karl Heimir Búason seldi íbúðina sína á Eskifirði í haust og hefur nú keypt þriggja herbergja 90 fermetra íbúð á sjöundu hæð í blokk á Reyðarfirði fyrir 14 milljónir króna. Hann fær íbúðina afhenta um miðjan júní.

Sjá næstu 50 fréttir