Fleiri fréttir

Fyrsti malbikunaráfangi kominn

Fyrsti malbikunaráfanganum í göngunum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar var lokið í síðustu viku. Þar með hafa 40 prósent af göngunum verið malbikuð frá endanum Fáskrúðsfjarðar megin.

Meningókokkum C útrýmt

Tekist hefur að útrýma meningókokkum C á Íslandi hjá fólki undir tvítugu en bakterían veldur meðal annars heilahimnubólgu og hefur kostað fjölda mannslífa. Þetta er árangur bólusetningar sem hófst fyrir tveimur og hálfu ári. Með bólusetningunni hefur tekist að bjarga fjölda mannslífa.

Íbúar andvígir háhýsi í Túnum

Íbúar við Sóltún, Mánatún og Borgartún í Reykjavík eru ekki sáttir við fyrirhugaða byggingu 12 hæða íbúðarhúsnæðis í hverfinu, sem þeir segja stinga í stúf við aðrar byggingar þar.

Sjóbrotsmaður klárar túrinn

"Ég er hvergi banginn þótt illa hafi farið síðast," segir Kjartan Jakob Hauksson sem hyggst nú klára siglingu sína umhverfis landið. Fyrir tveimur árum gerði hann síðustu tilraun en henni lauk með brotlendingu í Rekavík norður af Bolungarvík en þá hafði hann siglt frá Reykjavík

Urðað fyrir utan Sorpu

"Við erum að finna allt mögulegt fyrir utan stöðina þegar við komum í vinnuna," segir Andrés Garðarsson starfsmaður Sorpustöðvarinnar í Seljahverfi. Þegar hann kom til vinnu sinnar í fyrradag beið hans þrjúhundruð fermetra teppi sem óprúttnir menn höfðu skilið þar eftir til að komast hjá útgjöldum.

Tekinn á 180

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í fyrrinótt ökumann á bifhjóli þar sem hann ók á 180 kílómetra hraða eftir Kringlumýrarbraut en þar er leyfilegur hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund. Hann má búast við ökuleyfissviptingu og háum sektum.

Heppinn að vera á lífi

"Ég vaknaði við reykskynjarann en þar sem hann hafði kvöldið áður vakið mig af tilefnislausu ætlaði ég bara að slökkva á honum," segir Teitur Haraldsson íbúi hússins á Dalvík sem brann í fyrrinótt. "Svo gat ég bara ekki dregið að mér andan og þá var mér ljóst hvernig var."

Þrír eiga hlutabréf

Þingmenn Vinstri-grænna hafa birt lista yfir eignir sínar á heimasíðu sinni. Þrír þeirra eiga hlutabréf.

Minntust loka Víetnamstríðs

Þrjátíu ár eru liðin frá lokum Víetnamstríðsins og þess var minnst í dag. Fjöldi bandarískra hermanna er af því tilefni í Víetnam.

Reykvíkingar sinntu vorverkum

Reykvíkingar voru duglegir við að taka til í görðunum sínum í dag enda veðrið gott þó hitinn hafi ekki verið mikill.

Flest líkin af konum og börnum

Sérfræðingar rannsaka nú fjöldagröf sem fannst í suðurhluta Írak. Þeir telja að þar sé að finna lík 1.500 Kúrda, að mestu kvenna og barna.

Minnast loka stríðsins

Tugþúsundir tóku þátt í hátíðarhöldum í Ho Chi Minh-borg í Víetnam í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan Víetnamstríðinu lauk.

Íranar fá upplýsingar

Þýsku tímaritin Der Spiegel og Focus sögðu í gær að þýskt fyrirtæki lægi nú undir grun um að selja hergögn til Íran.

Árásir á ferðamannasvæðum

Tvennt lést og að minnsta kosti tíu særðust í tveim árásum á vinsælum ferðamannastöðum í Kaíró í Egyptalandi í gær. Talið er að þau bæði sem létust hafi verið árásarfólk. Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar er talið að árásirnar séu tengdar.

Dregur saman með fylkingum

Réttum mánuði áður en Frakkar ganga til atkvæða um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins sýndu niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar í gær að enn hallaðist meirihluti kjósenda að því að hafna sáttmálanum.

Endur í KEA-hretinu

"Þetta er bara hið árlega KEA-hret," sagði lögreglan á Ólafsfirði um snjóinn sem kyngdi niður í gær. Til frekari útskýringa standa margir Norðlendingar í þeirri trú að það snjói alltaf þegar KEA heldur vorfund sinn.

Mannskæðar árásir í Bagdad

Að minnsta kosti átján Írakar hafa fallið í valinn í fjórum bílsprengjuárásum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Nærri 70 manns slösuðust í árásunum sem allar beindust að íröskum her- og lögreglumönnum. Mörgum hinna slösuðu er vart hugað líf og búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert.

Mótmælir sköttum á orkufyrirtæki

Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að fara að leggja tekju- og eignaskatt á orkufyrirtæki, eins og nú liggja fyrir í stjórnarfrumvarpi, myndu leiða til hækkunar á raforkuverði, heitu vatni og vatnsgjaldi til almennings, að mati borgarráðs. Ráðið mótmælti þessum fyrirætlunum ríkisins einróma á fundi sínum í gær og benti meðal annars á að skipulagsbreytingar stjórnvalda á raforkumarkaði hafi nú þegar leitt til hækkunar á raforkuverði.

Vilja veiða við strendur jarða

Samtök eigenda jarða, sem eiga land að sjó, ætla að höfða mál gegn ríkinu þar sem þeir ætla að krefjast réttar til að fá að veiða við strendur sínar eins og þeir hafa haft rétt til öldum saman. Tilefnið er dómur Hæstaréttar í vikunni þar sem hann dæmdi mann í 400 þúsund króna sekt og til að skila andvirði aflans fyrir að hafa veitt án leyfis til veiða í atvinnuskyni og þar með utan kvótakerfisins, en maðurinn hafði leyfi bónda til veiðanna.

Fékk dauðadóm fyrir árás á félaga

Bandarískur hermaður var í gær dæmdur til dauða fyrir að hafa drepið tvo félaga sína í bandaríska hernum á fyrstu dögum innrásarinnar í Írak. Hermaðurinn, sem er múslími, henti handsprengju í átt að félögum sínum og hóf síðan skothríð með þeim afleiðingum að tveir féllu og fjórtán særðust. Saksóknarar segja trúarofstæki ástæðuna fyrir árásinni.

Sofnaði undir stýri og ók út af

Ökumaður slapp með skrámur þegar bíll hans flaug út af veginum í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og skall svo harkalega niður að hluti hjólabúnaðarins sópaðist undan honum. Bensínleiðsla rofnaði líka þannig að eldur kom upp í bílnum en ökumaður flutningabíls sem kom að gat slökkt eldinn með handslökkvitæki. Að sögn lögreglu sofnaði ökumaðurinn undir stýri en hann var að koma austan af Fjörðum eftir að hafa unnið fá því snemma í gærmorgun og síðan lagt upp í þennan langa akstur.

Meiddist í vélhjólaslysi

Kona hlaut slæma byltu þegar hún missti stjórn á mótorhjóli sínu og ók út af þjóðveginum á móts við Tannastaði undir austurhlíðum Ingólfsfjalls síðdegis í gær. Hún var flutt á Landsspítalann til aðhlynningar og rannsóknar. Ekki er vitað um tildrög slyssins og ekki er talið að konan hafi verið á óeðlilega miklum hraða.

Mótmæltu sjálfstæðu Ísraelsríki

Þúsundir strangtrúaðra gyðinga söfnuðust í gær saman fyrir utan ræðismannsskrifstofu Ísraels í New York til þess að mótmæla stefnu Ísraelsstjórnar. Það kann að hljóma undarlega að gyðingar mótmæli stefnu Ísraels en hópur bókstafstrúargyðinga neitar að samþykkja sjálfstætt ríki Ísraels þar sem í Gamla testamentinu segi að gyðingar skuli vera í útlegð uns sjálfur guð komi og frelsi þá.

Hard Rock í Kringlunni lokað

Veitingastaðnum Hard Rock í Kringlunni verður lokað eftir rúman mánuð og var starfsfólkinu tilkynnt um uppsögn í gærkvöldi. Það þótti nokkur viðburður þegar staðurinn var opnaður fyrir átján árum en að undanförnu hefur hann farið halloka í samkeppninni við aðra veitingastaði á svæðinu.

Ráða brátt niðurlögum veiru

Nú hafa meira en 250 manns látist í Angóla af völdum svokallaðrar Marburg-veiru. Sóttvarnarsérfræðingar á svæðinu telja hins vegar stutt í að þeim takist að hefta útbreiðslu veirunnar á svæðinu. Tekist hefur að hafa uppi á flestum þeirra 500 manna sem talið er að hafi ef til vill smitast af fórnarlömbum veirunnar.

Friðargæsluliðum fjölgað í Darfur

Afríkuráðið hefur samþykkt að meira en tvöfalda fjölda friðargæsluliða í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði í Súdan. Sem stendur eru aðeins 2200 hermenn í héraðinu, sem þurfa að gæta svæðis á stærð við Frakkland, en reiknað er með að friðargæsluliðarnir verði 7700 í september næstkomandi og þá gæti þeim jafnvel verið fjölgað í tólf þúsund áður en yfir lýkur.

Vilja 7 milljarða bætur fyrir verk

Borgaryfirvöld í Osló hyggjast fara fram á 700 milljónir norskra króna, andvirði sjö milljarða íslenskra króna, í bætur fyrir málverkin Ópið og Madonnu eftir Edvard Munch, sem stolið var af Munch-safninu í ágúst í fyrra. Málverkin hafa ekki enn fundist en þrír menn sitja í gæsluvarðahaldi vegna gruns um aðild að ráninu.

Samvinna án aðildar Bandaríkjanna

Fidel Castro, forseti Kúbu, og Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvöttu í morgun ríki í Suður-Ameríku til þess að gera með sér fríverslunarsamning án afskipta Bandaríkjanna og án alls samstarfs við Bandaríkjamenn. Leiðtogarnir funduðu í Havana á Kúbu í morgun. Chavez er þar í opinberri heimsókn í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu ríkja sem eru andvíg fríverslunarsamkomulagi sem Bandaríkjamenn fara fyrir.

Múslímar hvattir til frekari árasa

Minnst 22 féllu þegar fjórar bílasprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Leiðtogi al-Qaida í Írak hvetur múslíma til að herða sóknina enn frekar gegn Bandaríkjaher.

Mikill munur á þjónustugjöldum

Verðmunur á þjónustu fasteignasala við sölu á íbúðum getur hlaupið á hundruðum þúsunda og hvetja Neytendasamtökin fólk til að kynna sér verðskrár fasteignasalanna fyrir fram og gera bindandi samninga við þá.

Vanskil minnka hjá Félagsbústöðum

Vanskil skjólstæðinga Félagsbústaða hafa minnkað um rúm tuttugu prósent frá árinu 1997. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða telur ástæðuna vera betri innheimtu og að skjólstæðingar sjái sér ekki annað stætt en að standa í skilum.

Keppast við að mæra frambjóðendur

Stuðningsfylkingum þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hlaupið kapp í kinn og seilast þær æ lengra í samlíkingum sinna frambjóðenda við göfuga menn og málefni.

Orkuskattur leiði til hækkana

Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að leggja tekju- og eignaskatt á orkufyrirtæki, eins og nú liggja fyrir í stjórnarfrumvarpi, myndu leiða til hækkunar á raforkuverði, heitu vatni og vatnsgjaldi til almennings, að mati borgarráðs.

Veltir fyrir sér framboðskostnaði

Áleitnar spurningar hafa komið upp í huga Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra varðandi kostnað við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Davíð upplýsti um þetta á Alþingi í morgun þegar hann flutti munnlega skýrslu um utanríkismál.

Friðargæsluliðar aldrei í fríi

Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra.

Ofbeldi mótmælt á Akureyri

Mótmæli gegn ofbeldi hefjast á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan fimm í dag. En efnt var til mótmælanna í kjölfar hrottalegra líkamsárása sem orðið hafa í bænum að undanförnu og gefa bæjarbúar ofbeldismönnum rauða spjaldið.

Árleg vorhreinsun í borginni hafin

Árleg vorhreinsun í Reykjavík hófst í dag og stendur hún til 7. maí. Starfsmenn Reykjavíkurborgar verða á ferðinni þessa daga og munu fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Nánari upplýsingar um vorhreinsunina er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar á slóðinni <em>rvk.is/fs</em>.

Pútín býður Palestínumönnum aðstoð

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, bauð í dag Palestínumönnum aðstoð við uppbyggingu í landinu, en hann er nú á ferðalagi um Miðausturlönd og fundaði m.a. með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Pútín sagðist einnig styðja umbætur Abbas á öryggissveitum Palestínu og sagði Rússa tilbúna að þjálfa palestínskar öryggissveitir og selja Palestínumönnum þyrlur og samskiptatæki.

Birti myndir af látnum hermönnum

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt tæplega 300 myndir af látnum hermönnum og kistum þeirra, en hermennirnir létust m.a í Írak og Afganistan. Þetta gerði ráðuneytið í kjölfar þess að háskólaprófessorinn Ralph Begleiter lagði fram kæru á hendur því, en hann taldi að samkvæmt upplýsingalögum yrðu bandarísk stjórnvöld að birta myndirnar.

Ber ekki ábyrgð á skráningum

Kosningastjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem býður sig fram til embættis formanns Samfylkingarinnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta undanfarna daga af skráningum í Samfylkinguna í tengslum við formannsslaginn. Þar segir:<strong> „</strong>Vegna frétta í fjölmiðlum undanfarna daga af umdeildum skráningum í Samfylkinguna vill kosningarstjórn Ingibjargar Sólrúnar taka fram að þessar skráningar komu ekki í gegnum okkar kosningamiðstöð.

Fleiri látnir í tilræðum í Bagdad

Tala látinna í bílsprengjutilræðunum í Bagdad í morgun heldur áfram að hækka. Nú eru að minnsta kosti 27 látnir og rúmlega 100 sárir eftir hrinu sprenginga sem beindust gegn írökskum her- og lögreglumönnum í og við höfuðborgina. Enginn hefur lýst tilræðunum á hendur sér en í ávarpi sem birt var á Netinu í dag hvatti al-Qaida leiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi múslíma til að herða árásirnar á bandarískar hersveitir.

Unnið að slitum Húsfélags alþýðu

Félagsfundur Húsfélags alþýðu samþykkti að fela tveimur lögfræðingum að móta tillögur sem laga starfsemi félagsins að áliti kærunefndar um fjöleignahús og lögum um þau.

Vill breytingar á fyrningarfresti

Jónína Bjartmarz alþingismaður vill afnema eða lengja verulega fyrningarfrest í alvarlegri kynferðisbrotum gegn börnum. Hún telur að huga þurfi að breytingum á fyrningarfrumvarpinu sem allsherjarnefnd hefur nú til meðferðar. </font /></b />

Landnemar tókust á við lögreglu

Til átaka kom á milli ísraelskra hermanna og landnema á Vesturbakkanum í dag þegar hermennirnir reyndu að handtaka landnemana fyrir að grýta palestínskan vörubíl. Ísraelskur hermaður særðist lítillega í átökunum en alls voru sjö landnemar handteknir.

Sjá næstu 50 fréttir