Innlent

Ungir öryrkjar fjölmargir hér

Öryrkjar 19 ára og yngri eru 136 prósentum fleiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, kynnti í dag ásamt heilbrigðisráðherra. Skýrslan nefnist Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að Íslendingar virðist líklegri til að þiggja bætur fram að fertugu en nágrannaþjóðir okkar. Á milli fertugs og fimmtugs virðist hlutfall öryrkja vera svipað hér og annars staðar á Norðurlöndum en eftir fimmtugt snýst dæmið við og þá verður örorka mun algengari hér en í nágrannalöndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×