Innlent

Skoða nýja flugvél fyrir Gæsluna

Þrír fulltrúar Landhelgisgæslunnar eru farnir til Kanada til að skoða deHavilland Dash-8 skrúfuþotu sem mun hugsanlega leysa gömlu Fokker-gæsluvélina af hólmi. Vélin er háþekja eins og Fokkerinn og álíka stór. Hún hefur um árabil verið notuð til strandgæslu víða um heim. Hún getur flogið á allt að 500 kílómetra hraða og tæplega tvö þúsund kílómetra leið án þess að taka eldsneyti og getur flogið í allt að 25 þúsund feta hæð enda með jafnþrýstibúnað. Gæslumenn hafa skoðað fleiri vélar í sama augnamiði að undanförnu en Dash-vélin mun vera í hópi þeirra sem helst koma til greina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×