Fleiri fréttir Sýrlendingarnir farnir Síðustu sýrlensku hermennirnir sneru heim frá Líbanon í gær. Þar með lýkur tæplega þrjátíu ára langri hersetu Sýrlendinga í landinu. 26.4.2005 00:01 Óvarkárni og reynsluleysi orsökin Nú er talið að 77 hafi týnt lífi í lestarslysinu í Japan í fyrradag. Ljóst þykir að óvarkárni og reynsluleysi lestarstjórans hafi valdið slysinu. 26.4.2005 00:01 Styður ekki Verkamannaflokkinn Brian Sedgemore, þingmaður Verkamannaflokksins til 27 ára, tilkynnti í gær að hann hygðist ganga til liðs við frjálslynda demókrata í mótmælaskyni við meintar lygar Tony Blair forsætisráðherra í Íraksmálinu. 26.4.2005 00:01 Svikamylla afhjúpuð Bresk kona, Jaswinder Gill, af indversku bergi brotin, hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa svikið yfir 120 milljónir króna út úr indverskum körlum í makaleit. 26.4.2005 00:01 Neyðarástand í A-Evrópu í flóðum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í vesturhluta Rúmeníu og um 800 manns hafa þurft að flýja heimili sín í vesturhluta fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu vegna flóða og aurskriðna. Hundruð heimila eru gjörónýt og vegasamgöngur til um sjötíu þorpa og bæja í Georgíu liggja niðri eftir að ár flæddu yfir bakka sína. 26.4.2005 00:01 Vísundar í íbúðahverfi í Baltimore Níu vísundar lögðu leið sína inn í íbúðahverfi í Baltimore í Bandaríkjunum í morgun. Þrettán lögreglubílar, víkingasveit og herþyrla voru í tvær klukkustundir að athafna sig við að safna hjörðinni saman. Vísundarnir voru hinir rólegustu á meðan lögreglan átti í mesta basli enda ekki vön að þurfa að eltast við vísunda í íbúðahverfum dags daglega. 26.4.2005 00:01 Þrír fluttir á slysadeild Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús til skoðunar og frekara eftirlits eftir árekstur fólksbíls og strætisvagns við Listabraut í Reykjavík í gærmorgun. 26.4.2005 00:01 Ársfangelsi og byssa upptæk Maður frá Ólafsfirði hlaut í síðustu viku árfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir aðild að innbrotum, fyrir að hafa átt óskráða loftskammbyssu og fyrir handrukkun á hálfri milljón fyrir þriðja aðila. 26.4.2005 00:01 Axlar ábyrgð en hafnar afsögn Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands og forvígismaður þýskra græningja, tók á sig alla ábyrgð á mistökum síns ráðuneytis í "áritanamálinu" svonefnda, er hann á mánudag sat í tólf tíma fyrir svörum sérskipaðrar rannsóknarnefndar þýska þingsins. 26.4.2005 00:01 Ákalla Frakka um samþykkt sáttmála Leiðtogar Frakklands og Þýskalands, Jacques Chirac forseti og Gerhard Schröder kanslari, sneru saman bökum í gær í átaki til varnar stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. Vöruðu þeir báðir franska kjósendur við því að hafna sáttmálanum er þeir ganga til þjóðaratkvæðis um hann í lok maí. Slíkt myndi skapa mikla kreppu í Evrópusamvinnunni. 26.4.2005 00:01 Reiði í Tógó vegna kosningaúrslita Yfirvöld í Vestur-Afríkuríkinu Tógó lýstu því yfir í gær að sonur einræðisherrans sem stjórnaði landinu í fjóra áratugi væri réttkjörinn arftaki föður síns í embætti forseta landsins. Tilkynningin vakti reiði hjá mörgum Tógómönnum og til háværra mótmæla kom á götum höfuðborgarinnar Lome. 26.4.2005 00:01 Eftirlaunalögum ekki breytt í vor Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun. 26.4.2005 00:01 Nýr öryrki sjöttu hverja stund Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. 26.4.2005 00:01 Úrræði vegna skilorðs endurskoðuð Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að úrræði vegna afbrotamanna á skilorði verði skoðuð þegar lög um meðferð opinberra mála verða endurskoðuð í haust. 26.4.2005 00:01 Eldur í húsi í Hafnarfirði Eldur kom upp í litlu yfirgefnu húsi við Herjólfsbraut í Hafnarfirði nú undir kvöld. Slökkvilið lét húsið brenna til grunna með leyfi bæjaryfirvalda en eldur hafði kviknað þar í gær líka. Nú er unnið að því að slökkva í glæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 var tekist á um það í Hafnarfirði hvort vernda ætti þetta hús eða ekki. 26.4.2005 00:01 Fær ekki styrk í ár Utanríkisráðuneytið hefur synjað beiðni Mannréttindaskrifstofu Íslands um styrk fyrir árið í ár. Áður hefur komið fram að loka þurfi skrifstofunni ef styrkurinn fáist ekki. Utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið hafa óskað eftir breyttri skipan mála áður en hann varð utanríkisráðherra. 26.4.2005 00:01 Vill frekari aðstoð í ópíumbaráttu Ópíumræktun í Afganistan dróst saman um meira en þriðjung á síðasta ári. Forseti landsins biður um frekari alþjóðlega aðstoð svo afganskir bændur geti alfarið sagt skilið við ópíumrækt. 26.4.2005 00:01 Barna sé gætt á hættulegum stöðum Herdís Storgaard, verkefnisstjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð, brýnir fyrir foreldrum að líta aldrei af ungum börnum sínum á stöðum þar sem hættur eru augljósar. Hún segir það skelfilegt að slys hafi orðið að undanförnu þar sem legið hefur við drukknun lítilla barna. 26.4.2005 00:01 Ísum bara meira Grímseyjarferjan Sæfari er komin í slipp og liggja því siglingar milli lands og eyju niðri í um viku. 26.4.2005 00:01 Fundu upp nýstárlega barnagælu Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna. 26.4.2005 00:01 Skákað í skjóli IP-tölu Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar á mánudag þurfa IP-fjarskipti ekki að láta af hendi til lögreglu upplýsingar um ákveðna IP-tölu sem tengist innbroti á heimasíðu tölvuverslunarinnar Task 9. febrúar síðastliðinn. 26.4.2005 00:01 Drengirnir fleiri í leikskólanum Í árslok 2004 sóttu tæplega 17 þúsund börn leikskóla hér á landi að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar. 26.4.2005 00:01 Braut glas á dyraverði Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í gær mann af ákæru um að hafa brotið bjórglas á höfði dyravarðar og rispað hann með því á hægri kinn. Dyravörðurinn krafðist rúmlega 360 þúsund króna í bætur. 26.4.2005 00:01 Áunninn réttur stjórnarskrárvarinn Fordæmi er fyrir skerðingu áunninna réttinda með breytingum á biðlaunarétti ríkisstarfsmanna. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir breytingarnar hafa verið staðfestar af Hæstarétti. Atli Gíslason lögmaður segir lög um lífeyri þingmanna og ráðherra meingölluð. </font /></b /> 26.4.2005 00:01 Má takmarka eftirlaun Í lögfræðiáliti sem Halldór Ásgrímsson lét vinna um breytingar á eftirlaunalögum ráðamanna kemur fram að heimilt er að takmarka eða fella niður eftirlaunaréttindi ráðamanna sem gegna launuðu starfi. Framsókn stefnir á frumvarp fyrir haustþing.</font /> 26.4.2005 00:01 Opinberuðu eignir og tengsl Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur birt opinberlega upplýsingar um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna flokksins í samræmi við reglur sem þingflokkurinn hefur sett sér. Þar kom fram að sjö þingmanna flokksins eiga hlutabréf í fyrirtækjum og fjórir þeirra að auki stofnfjáreign í kaupfélögum. 26.4.2005 00:01 Mannskætt lestarslys í Japan Að minnsta kosti 50 manns fórust þegar farþegalest fór út af sporinu nærri Osaka í Japan í nótt og keyrði utan í íbúðarblokk. Nærri 300 manns slösuðust í árekstrinum, bæði farþegar lestarinnar, vegfarendur í nágrenninu og íbúar í blokkinni sem lestin keyrði utan í. Lestin lenti á bíl þar sem lestarteinarnir liggja yfir veg en ekki er enn ljóst hvort það var fyrir eða eftir að hún fór út af sporinu. 25.4.2005 00:01 Fundað vegna þorskstofns Um klukkan níu hófst svonefndur neyðarfundur í sjávarútvegsnefnd Alþingis vegna lélegs ástands yngstu þorsksárganganna hér við land, að beiðni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fiskifræðings og þingmanns frjálslyndra. Á fundinn koma Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, og Björn Ævar Steinarsson fiskifræðingur. 25.4.2005 00:01 Þeyttist út af Suðurlandsvegi Til allrar hamingju rásaði bíll út af Suðurlandsveginum en ekki inn á öfugan vegarhelming á móti bílum þegar ökumaðurinn, sem var í mikilli fíkniefnavímu, missti stjórn á honum í Lögbergsbrekku í gær. Bíllinn þeyttist 70 metra út af veginum. Lögreglumenn frá Selfossi komu fyrstir á vettvang og handtóku ökumann og farþega þegar ljóst var að þeir voru báðir út úr skakkir af vímuefnum og afhentu þá Kópavogslögreglunni sem hefur lögsögu á svæðinu. 25.4.2005 00:01 Þrýsta á myndun stjórnar í Írak Stjórnvöld í Bandaríkjunum þrýsta nú hart á nýkjörna leiðtoga í Írak að ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Stjórnvöld í Washington lögðu á það ríka áherslu eftir kosningar í Írak að þau myndu ekki skipta sér af innanríkismálum landsins í kjölfarið. 25.4.2005 00:01 Eldur í timburhúsi í Eyjum Elds varð vart í tvílyftu timburhúsi í Vestmannaeyjum undir kvöldið í gær og var þegar kallað á slökkviliðið. Húsráðendur voru ekki heima en verulegar skemmdir urðu á húsinu af völdum elds, reyks og vatns. Hugsanlegt er talið að eldurinn hafi kviknað út frá eldavél. 25.4.2005 00:01 Flutningabíll valt í Námaskarði Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar stór flutningabíll með tengivagni sem flutti tvo lestaða fiskigáma valt í Námaskarði í Mývatnssveit í gær. Ökumaðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Bíllinn var á leið frá Seyðisfirði til Dalvíkur þegar slysið varð í krappri beygju þar sem annar flutningabíll valt nýverið. 25.4.2005 00:01 Abbas tekur öryggissveitir í gegn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur skipað þrjá nýja yfirmenn yfir öyggissveitum landsins. Þá hefur Abbas einnig neytt nokkur hundruð starfsmenn öryggissveita landsins til þess að fara á eftirlaun með nýjum lögum sem kveða á um að starfsmenn sveitanna verði að hætta störfum þegar sextugsaldri er náð. 25.4.2005 00:01 Sneru til baka úr alþjóðageimstöð Rússnesk geimskutla með áhöfn frá alþjóðageimstöðinni lenti í Kasakstan seint í gærkvöldi. Um borð voru Rússi og Bandaríkjamaður sem hafa verið í geimstöðinni síðan í október auk Ítala sem dvaldi þar undanfarna átta daga. Lendingin gekk vel og er áhöfnin við hestaheilsu að eigin sögn. 25.4.2005 00:01 Borgarísjakar fyrir norðan land Skip tilkynnti um borgarísjaka og nokkra smærri jaka 10 til 20 mílur austur af Hornbjargi um miðnætti þar sem þeir gætu verið varasamir skipum. Þá lónar gríðarstór borgarísjaki inni á Húnaflóa en ekki hefur sést til ísbjarna á honum þrátt fyrir eftirgrennslan. 25.4.2005 00:01 Kyrrt eftir skjálfta við Grindavík Engir jarðskjálftar mældust norðaustur af Grindavík í gærkvöldi og í nótt en þar varð skjálfti upp á 3,2 á Richter laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Hann fannst greinilega í Grindavík og síðan urðu nokkrir smáir eftirskjálftar en eftir það hefur allt verið kyrrt á svæðinu. 25.4.2005 00:01 Segir af sér vegna spillingar Stanislav Gross, forsætisráðherra Tékklands, sagði af sér embætti í morgun. Afsögnin kemur í kjölfar þess að upp komst um spillingu Gross við fjármögnun íbúðar sem hann keypti sér fyrir sex árum. Jiri Paroubek, félagi Gross í flokki Sósíaldemókrata, tekur við starfi forsætisráðherra Tékklands á hádegi í dag. 25.4.2005 00:01 Talinn hafa misnotað 445 drengi Finnskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið hnepptur í varðhald grunaður um að hafa beitt 445 taílenska drengi kynferðisofbeldi. Hann hefur farið 26 sinnum til Taílands síðan árið 1989 og í fórum hans fannst nákvæmt bókhald yfir athafnir hans með drengjunum. Þetta er langumsvifamesti barnaníðingur í sögu Finnlands og sjálfsagt þótt víðar væri leitað, en upp komst um hann vegna rannsóknar hollensku lögreglunnar á svipuðu máli Hollendings. 25.4.2005 00:01 Rússar stjórni lýðræðisþróun Rússar ákveða sjálfir hvernig lýðræði þróast í landinu, sagði Vladímír Pútín í ávarpi til þjóðarinnar í gær og svaraði þannig meðal annars gagnrýni Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún gagnrýndi nýlega þróunina í Rússlandi en Pútín þykir í vaxandi mæli minna á valdamikla ráðamenn Sovétríkjanna fyrr á dögum. 25.4.2005 00:01 Versta lestarslys í 40 ár í Japan Fimmtíu hið minnsta týndu lífið þegar farþegalest fór út af sporinu á háannatíma skammt frá borginni Osaka í Japan. Lestin brunaði beint inn í hús skammt frá teinunum. 300 manns slösuðust. 25.4.2005 00:01 Sóknarprestur beri hluta af sök Sóknarpresturinn í Garðasókn á sjálfur að hluta til sök á deilum sem upp eru komnar í sókninni, að mati sálfræðings. Presturinn segist hafa verið ginntur til samstarfs við sálfræðinginn og hafa orðið fyrir einelti af hálfu djákna. 25.4.2005 00:01 Skattayfirvöld hætti ofsóknum Rússar ákveða sjálfir hvernig lýðræði þróast í landinu, sagði Vladímír Pútín í ávarpi til þjóðarinnar í gær. Hann skipaði einnig skattayfirvöldum að hætta ofsóknum á hendur stórfyrirtækjum. 25.4.2005 00:01 Safna fé með göngu á Íslandi Þrjár breskar konur ætla í sumar að ganga frá Reykjavík til Stakkholtsgjár til að safna peningum til styrktar börnum með hvítblæði. Konurnar vonast til að safna rúmlega fimm þúsund dollurum í ferðinni en eiginmaður einnar konunnar greindist með hvítblæði í mars í fyrra. 25.4.2005 00:01 Breytingar ná ekki til skotmanna Breytingar á almennum hegningarlögum sem gerðar voru í fyrra og áttu að tryggja skjótvirkari og skilvirkari úrræði gagnvart afbrotamönnum sem brjóta af sér í reynslulausn ná ekki til ofbeldismannanna sem skutu mörgum sinnum á ungan mann á Akureyri nýverið. 25.4.2005 00:01 Líkfundarmál fyrir Hæstarétti Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. 25.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sýrlendingarnir farnir Síðustu sýrlensku hermennirnir sneru heim frá Líbanon í gær. Þar með lýkur tæplega þrjátíu ára langri hersetu Sýrlendinga í landinu. 26.4.2005 00:01
Óvarkárni og reynsluleysi orsökin Nú er talið að 77 hafi týnt lífi í lestarslysinu í Japan í fyrradag. Ljóst þykir að óvarkárni og reynsluleysi lestarstjórans hafi valdið slysinu. 26.4.2005 00:01
Styður ekki Verkamannaflokkinn Brian Sedgemore, þingmaður Verkamannaflokksins til 27 ára, tilkynnti í gær að hann hygðist ganga til liðs við frjálslynda demókrata í mótmælaskyni við meintar lygar Tony Blair forsætisráðherra í Íraksmálinu. 26.4.2005 00:01
Svikamylla afhjúpuð Bresk kona, Jaswinder Gill, af indversku bergi brotin, hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa svikið yfir 120 milljónir króna út úr indverskum körlum í makaleit. 26.4.2005 00:01
Neyðarástand í A-Evrópu í flóðum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í vesturhluta Rúmeníu og um 800 manns hafa þurft að flýja heimili sín í vesturhluta fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu vegna flóða og aurskriðna. Hundruð heimila eru gjörónýt og vegasamgöngur til um sjötíu þorpa og bæja í Georgíu liggja niðri eftir að ár flæddu yfir bakka sína. 26.4.2005 00:01
Vísundar í íbúðahverfi í Baltimore Níu vísundar lögðu leið sína inn í íbúðahverfi í Baltimore í Bandaríkjunum í morgun. Þrettán lögreglubílar, víkingasveit og herþyrla voru í tvær klukkustundir að athafna sig við að safna hjörðinni saman. Vísundarnir voru hinir rólegustu á meðan lögreglan átti í mesta basli enda ekki vön að þurfa að eltast við vísunda í íbúðahverfum dags daglega. 26.4.2005 00:01
Þrír fluttir á slysadeild Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús til skoðunar og frekara eftirlits eftir árekstur fólksbíls og strætisvagns við Listabraut í Reykjavík í gærmorgun. 26.4.2005 00:01
Ársfangelsi og byssa upptæk Maður frá Ólafsfirði hlaut í síðustu viku árfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir aðild að innbrotum, fyrir að hafa átt óskráða loftskammbyssu og fyrir handrukkun á hálfri milljón fyrir þriðja aðila. 26.4.2005 00:01
Axlar ábyrgð en hafnar afsögn Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands og forvígismaður þýskra græningja, tók á sig alla ábyrgð á mistökum síns ráðuneytis í "áritanamálinu" svonefnda, er hann á mánudag sat í tólf tíma fyrir svörum sérskipaðrar rannsóknarnefndar þýska þingsins. 26.4.2005 00:01
Ákalla Frakka um samþykkt sáttmála Leiðtogar Frakklands og Þýskalands, Jacques Chirac forseti og Gerhard Schröder kanslari, sneru saman bökum í gær í átaki til varnar stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. Vöruðu þeir báðir franska kjósendur við því að hafna sáttmálanum er þeir ganga til þjóðaratkvæðis um hann í lok maí. Slíkt myndi skapa mikla kreppu í Evrópusamvinnunni. 26.4.2005 00:01
Reiði í Tógó vegna kosningaúrslita Yfirvöld í Vestur-Afríkuríkinu Tógó lýstu því yfir í gær að sonur einræðisherrans sem stjórnaði landinu í fjóra áratugi væri réttkjörinn arftaki föður síns í embætti forseta landsins. Tilkynningin vakti reiði hjá mörgum Tógómönnum og til háværra mótmæla kom á götum höfuðborgarinnar Lome. 26.4.2005 00:01
Eftirlaunalögum ekki breytt í vor Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun. 26.4.2005 00:01
Nýr öryrki sjöttu hverja stund Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. 26.4.2005 00:01
Úrræði vegna skilorðs endurskoðuð Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að úrræði vegna afbrotamanna á skilorði verði skoðuð þegar lög um meðferð opinberra mála verða endurskoðuð í haust. 26.4.2005 00:01
Eldur í húsi í Hafnarfirði Eldur kom upp í litlu yfirgefnu húsi við Herjólfsbraut í Hafnarfirði nú undir kvöld. Slökkvilið lét húsið brenna til grunna með leyfi bæjaryfirvalda en eldur hafði kviknað þar í gær líka. Nú er unnið að því að slökkva í glæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 var tekist á um það í Hafnarfirði hvort vernda ætti þetta hús eða ekki. 26.4.2005 00:01
Fær ekki styrk í ár Utanríkisráðuneytið hefur synjað beiðni Mannréttindaskrifstofu Íslands um styrk fyrir árið í ár. Áður hefur komið fram að loka þurfi skrifstofunni ef styrkurinn fáist ekki. Utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið hafa óskað eftir breyttri skipan mála áður en hann varð utanríkisráðherra. 26.4.2005 00:01
Vill frekari aðstoð í ópíumbaráttu Ópíumræktun í Afganistan dróst saman um meira en þriðjung á síðasta ári. Forseti landsins biður um frekari alþjóðlega aðstoð svo afganskir bændur geti alfarið sagt skilið við ópíumrækt. 26.4.2005 00:01
Barna sé gætt á hættulegum stöðum Herdís Storgaard, verkefnisstjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð, brýnir fyrir foreldrum að líta aldrei af ungum börnum sínum á stöðum þar sem hættur eru augljósar. Hún segir það skelfilegt að slys hafi orðið að undanförnu þar sem legið hefur við drukknun lítilla barna. 26.4.2005 00:01
Ísum bara meira Grímseyjarferjan Sæfari er komin í slipp og liggja því siglingar milli lands og eyju niðri í um viku. 26.4.2005 00:01
Fundu upp nýstárlega barnagælu Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna. 26.4.2005 00:01
Skákað í skjóli IP-tölu Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar á mánudag þurfa IP-fjarskipti ekki að láta af hendi til lögreglu upplýsingar um ákveðna IP-tölu sem tengist innbroti á heimasíðu tölvuverslunarinnar Task 9. febrúar síðastliðinn. 26.4.2005 00:01
Drengirnir fleiri í leikskólanum Í árslok 2004 sóttu tæplega 17 þúsund börn leikskóla hér á landi að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar. 26.4.2005 00:01
Braut glas á dyraverði Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í gær mann af ákæru um að hafa brotið bjórglas á höfði dyravarðar og rispað hann með því á hægri kinn. Dyravörðurinn krafðist rúmlega 360 þúsund króna í bætur. 26.4.2005 00:01
Áunninn réttur stjórnarskrárvarinn Fordæmi er fyrir skerðingu áunninna réttinda með breytingum á biðlaunarétti ríkisstarfsmanna. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir breytingarnar hafa verið staðfestar af Hæstarétti. Atli Gíslason lögmaður segir lög um lífeyri þingmanna og ráðherra meingölluð. </font /></b /> 26.4.2005 00:01
Má takmarka eftirlaun Í lögfræðiáliti sem Halldór Ásgrímsson lét vinna um breytingar á eftirlaunalögum ráðamanna kemur fram að heimilt er að takmarka eða fella niður eftirlaunaréttindi ráðamanna sem gegna launuðu starfi. Framsókn stefnir á frumvarp fyrir haustþing.</font /> 26.4.2005 00:01
Opinberuðu eignir og tengsl Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur birt opinberlega upplýsingar um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna flokksins í samræmi við reglur sem þingflokkurinn hefur sett sér. Þar kom fram að sjö þingmanna flokksins eiga hlutabréf í fyrirtækjum og fjórir þeirra að auki stofnfjáreign í kaupfélögum. 26.4.2005 00:01
Mannskætt lestarslys í Japan Að minnsta kosti 50 manns fórust þegar farþegalest fór út af sporinu nærri Osaka í Japan í nótt og keyrði utan í íbúðarblokk. Nærri 300 manns slösuðust í árekstrinum, bæði farþegar lestarinnar, vegfarendur í nágrenninu og íbúar í blokkinni sem lestin keyrði utan í. Lestin lenti á bíl þar sem lestarteinarnir liggja yfir veg en ekki er enn ljóst hvort það var fyrir eða eftir að hún fór út af sporinu. 25.4.2005 00:01
Fundað vegna þorskstofns Um klukkan níu hófst svonefndur neyðarfundur í sjávarútvegsnefnd Alþingis vegna lélegs ástands yngstu þorsksárganganna hér við land, að beiðni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fiskifræðings og þingmanns frjálslyndra. Á fundinn koma Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, og Björn Ævar Steinarsson fiskifræðingur. 25.4.2005 00:01
Þeyttist út af Suðurlandsvegi Til allrar hamingju rásaði bíll út af Suðurlandsveginum en ekki inn á öfugan vegarhelming á móti bílum þegar ökumaðurinn, sem var í mikilli fíkniefnavímu, missti stjórn á honum í Lögbergsbrekku í gær. Bíllinn þeyttist 70 metra út af veginum. Lögreglumenn frá Selfossi komu fyrstir á vettvang og handtóku ökumann og farþega þegar ljóst var að þeir voru báðir út úr skakkir af vímuefnum og afhentu þá Kópavogslögreglunni sem hefur lögsögu á svæðinu. 25.4.2005 00:01
Þrýsta á myndun stjórnar í Írak Stjórnvöld í Bandaríkjunum þrýsta nú hart á nýkjörna leiðtoga í Írak að ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Stjórnvöld í Washington lögðu á það ríka áherslu eftir kosningar í Írak að þau myndu ekki skipta sér af innanríkismálum landsins í kjölfarið. 25.4.2005 00:01
Eldur í timburhúsi í Eyjum Elds varð vart í tvílyftu timburhúsi í Vestmannaeyjum undir kvöldið í gær og var þegar kallað á slökkviliðið. Húsráðendur voru ekki heima en verulegar skemmdir urðu á húsinu af völdum elds, reyks og vatns. Hugsanlegt er talið að eldurinn hafi kviknað út frá eldavél. 25.4.2005 00:01
Flutningabíll valt í Námaskarði Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar stór flutningabíll með tengivagni sem flutti tvo lestaða fiskigáma valt í Námaskarði í Mývatnssveit í gær. Ökumaðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Bíllinn var á leið frá Seyðisfirði til Dalvíkur þegar slysið varð í krappri beygju þar sem annar flutningabíll valt nýverið. 25.4.2005 00:01
Abbas tekur öryggissveitir í gegn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur skipað þrjá nýja yfirmenn yfir öyggissveitum landsins. Þá hefur Abbas einnig neytt nokkur hundruð starfsmenn öryggissveita landsins til þess að fara á eftirlaun með nýjum lögum sem kveða á um að starfsmenn sveitanna verði að hætta störfum þegar sextugsaldri er náð. 25.4.2005 00:01
Sneru til baka úr alþjóðageimstöð Rússnesk geimskutla með áhöfn frá alþjóðageimstöðinni lenti í Kasakstan seint í gærkvöldi. Um borð voru Rússi og Bandaríkjamaður sem hafa verið í geimstöðinni síðan í október auk Ítala sem dvaldi þar undanfarna átta daga. Lendingin gekk vel og er áhöfnin við hestaheilsu að eigin sögn. 25.4.2005 00:01
Borgarísjakar fyrir norðan land Skip tilkynnti um borgarísjaka og nokkra smærri jaka 10 til 20 mílur austur af Hornbjargi um miðnætti þar sem þeir gætu verið varasamir skipum. Þá lónar gríðarstór borgarísjaki inni á Húnaflóa en ekki hefur sést til ísbjarna á honum þrátt fyrir eftirgrennslan. 25.4.2005 00:01
Kyrrt eftir skjálfta við Grindavík Engir jarðskjálftar mældust norðaustur af Grindavík í gærkvöldi og í nótt en þar varð skjálfti upp á 3,2 á Richter laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Hann fannst greinilega í Grindavík og síðan urðu nokkrir smáir eftirskjálftar en eftir það hefur allt verið kyrrt á svæðinu. 25.4.2005 00:01
Segir af sér vegna spillingar Stanislav Gross, forsætisráðherra Tékklands, sagði af sér embætti í morgun. Afsögnin kemur í kjölfar þess að upp komst um spillingu Gross við fjármögnun íbúðar sem hann keypti sér fyrir sex árum. Jiri Paroubek, félagi Gross í flokki Sósíaldemókrata, tekur við starfi forsætisráðherra Tékklands á hádegi í dag. 25.4.2005 00:01
Talinn hafa misnotað 445 drengi Finnskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið hnepptur í varðhald grunaður um að hafa beitt 445 taílenska drengi kynferðisofbeldi. Hann hefur farið 26 sinnum til Taílands síðan árið 1989 og í fórum hans fannst nákvæmt bókhald yfir athafnir hans með drengjunum. Þetta er langumsvifamesti barnaníðingur í sögu Finnlands og sjálfsagt þótt víðar væri leitað, en upp komst um hann vegna rannsóknar hollensku lögreglunnar á svipuðu máli Hollendings. 25.4.2005 00:01
Rússar stjórni lýðræðisþróun Rússar ákveða sjálfir hvernig lýðræði þróast í landinu, sagði Vladímír Pútín í ávarpi til þjóðarinnar í gær og svaraði þannig meðal annars gagnrýni Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún gagnrýndi nýlega þróunina í Rússlandi en Pútín þykir í vaxandi mæli minna á valdamikla ráðamenn Sovétríkjanna fyrr á dögum. 25.4.2005 00:01
Versta lestarslys í 40 ár í Japan Fimmtíu hið minnsta týndu lífið þegar farþegalest fór út af sporinu á háannatíma skammt frá borginni Osaka í Japan. Lestin brunaði beint inn í hús skammt frá teinunum. 300 manns slösuðust. 25.4.2005 00:01
Sóknarprestur beri hluta af sök Sóknarpresturinn í Garðasókn á sjálfur að hluta til sök á deilum sem upp eru komnar í sókninni, að mati sálfræðings. Presturinn segist hafa verið ginntur til samstarfs við sálfræðinginn og hafa orðið fyrir einelti af hálfu djákna. 25.4.2005 00:01
Skattayfirvöld hætti ofsóknum Rússar ákveða sjálfir hvernig lýðræði þróast í landinu, sagði Vladímír Pútín í ávarpi til þjóðarinnar í gær. Hann skipaði einnig skattayfirvöldum að hætta ofsóknum á hendur stórfyrirtækjum. 25.4.2005 00:01
Safna fé með göngu á Íslandi Þrjár breskar konur ætla í sumar að ganga frá Reykjavík til Stakkholtsgjár til að safna peningum til styrktar börnum með hvítblæði. Konurnar vonast til að safna rúmlega fimm þúsund dollurum í ferðinni en eiginmaður einnar konunnar greindist með hvítblæði í mars í fyrra. 25.4.2005 00:01
Breytingar ná ekki til skotmanna Breytingar á almennum hegningarlögum sem gerðar voru í fyrra og áttu að tryggja skjótvirkari og skilvirkari úrræði gagnvart afbrotamönnum sem brjóta af sér í reynslulausn ná ekki til ofbeldismannanna sem skutu mörgum sinnum á ungan mann á Akureyri nýverið. 25.4.2005 00:01
Líkfundarmál fyrir Hæstarétti Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. 25.4.2005 00:01