Biskup bíður 26. apríl 2005 00:01 Stuðningsmenn séra Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknarprests í Garðasókn, hyggjast í dag reyna að ná tali af Birni Bjarnasyni kirkjumálaráðherra til að leita eftir stuðningi hans við sóknarprestinn, til dæmis við að koma sóknarnefndinni frá. Þeir hafa sent frá sér yfirlýsingu um að hann sé farsæll prestur sem reynt sé að bregða fæti fyrir. Ljóst er að ráðherra hefur lagalega heimild til að grípa inn í deiluna en ólíklegt þykir að hann geri það þar sem kirkjan hefur sjálfstæða stöðu sem ráðherra hefur hingað til virt. Leitað hefur verið til ráðherra í svipuðu máli áður og sendi hann þá biskupi bréf þar sem hann studdi ákvörðun hans. Annað kvöld verður haldinn safnaðarfundur þar sem úrskurður úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar verður útskýrður og málin rædd. Búast má við fjölmenni á þeim fundi. Sóknarpresturinn hefur frest fram til 5. maí til að áfrýja úrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Á meðan bíður biskup með ákvörðun sína. Deilur sóknarprestsins og fjórmenninganna í sókninni, Nönnu Guðrúnar Zoega djákna og séra Friðriks J. Hjartar auk Matthíasar G. Péturssonar, formanns sóknarnefndar, og Arthurs Farestveit varaformanns halda því áfram. Margir velta fyrir sér hvaða ástæður eru fyrir þeim samskiptavanda sem upp er kominn. Ljóst er að vandinn er gamall og hefur verið að krauma um langt skeið. Mikil átök urðu í sókninni fyrir rúmum sjö árum þegar þeir tókust á um embætti sóknarprests séra Örn Bárður Jónsson sem nú er sóknarprestur í Neskirkju og séra Hans Markús Hafsteinsson, sem þá hafði starfað sem lögreglumaður um 25 ára skeið og var nýútskrifaður prestur. Séra Hans Markús bar sigur úr býtum í kosningum. Fyrir í sókninni var Nanna Guðrún Zoega djákni, ráðin af sóknarnefndinni en séra Friðrik J. Hjartar var ráðinn prestur eftir að séra Hans Markús kom til starfa og meðal annars fyrir atbeina séra Hans Markúsar. Í sóknarnefndinni voru fyrir Matthías G. Pétursson sem nú er formaður sóknarnefndar og Arthur Farestveit sem nú er varaformaður. Stuðningsmenn séra Hans Markúsar telja að þeir hafi verið stuðningsmenn séra Arnar Bárðar og þar sé meðal annars rót vandans. Þeir reyni nú að koma sóknarprestinum frá. Söfnuðurinn og sóknarnefndin skiptist í tvær fylkingar og ganga ásakanir á víxl. Stuðningsmenn séra Hans Markúsar hafa opnað vefsíðu til að safna undirskriftum honum til stuðnings. Þeir telja sóknarprestinn hafa staðið sig vel í starfi en reynt sé að bola honum frá að ósekju. Réttast sé að halda aðalsafnaðarfund og leyfa söfnuðinum að ráða um þróunina. Séra Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún Zoega djákni kvarta hinsvegar undan samskiptavanda við sóknarprestinn. Sérstaklega virðist samskiptavandinn vera milli Nönnu Guðrúnar og séra Hans Markúsar sem ekki hefur haft við hana samráð. Upp úr sauð þegar Nanna Guðrún kvaddi sér hljóðs í ársbyrjun 2004 og las upp kvörtunarbréf um samskiptavandann á sóknarnefndarfundi. Kjarni bréfsins er sá skilningur Nönnu Guðrúnar að séra Hans Markús taki geðþóttaákvarðanir um störf hennar án samstarfs og samráðs við hana og ætlast til þess að hún hlaupi til fyrirvaralaust eftir hans hentugleikum án þess að ræða við hana áður. Og það þó að hún heyri ekki undir hann heldur heyri beint undir sóknarnefndina. Séra Hans Markús hefur sagt að gagnrýni Nönnu Guðrúnar hafi komið sér í opna skjöldu. Hann hafi ekki vitað um óánægju hennar og hún hafi ekki kvartað áður yfir samstarfinu við hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur Nanna Guðrún sig hinsvegar hafa rætt þetta við hann en hann ekki tekið mark á því. Þá hafa makar beggja látið málið til sín taka með sms-sendingum og ýmsum bréfaskrifum. Margt smátt gerir eitt stórt. Svo virðist sem samskiptavandinn kristallist í mörgu. Þannig olli það spennu þegar sóknarpresturinn gekk gegn vilja organista, kórfólks og samþykkt sóknarnefndar um tilraunafærslu á orgeli. Kjarni málsins er kannski sá að sóknarpresturinn þykir ekki hafa vilja til sátta. Það var að minnsta kosti niðurstaða vinnusálfræðings sem biskup fékk til að ná sáttum í Garðasókn. Það er því beðið eftir ákvörðun biskups. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Stuðningsmenn séra Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknarprests í Garðasókn, hyggjast í dag reyna að ná tali af Birni Bjarnasyni kirkjumálaráðherra til að leita eftir stuðningi hans við sóknarprestinn, til dæmis við að koma sóknarnefndinni frá. Þeir hafa sent frá sér yfirlýsingu um að hann sé farsæll prestur sem reynt sé að bregða fæti fyrir. Ljóst er að ráðherra hefur lagalega heimild til að grípa inn í deiluna en ólíklegt þykir að hann geri það þar sem kirkjan hefur sjálfstæða stöðu sem ráðherra hefur hingað til virt. Leitað hefur verið til ráðherra í svipuðu máli áður og sendi hann þá biskupi bréf þar sem hann studdi ákvörðun hans. Annað kvöld verður haldinn safnaðarfundur þar sem úrskurður úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar verður útskýrður og málin rædd. Búast má við fjölmenni á þeim fundi. Sóknarpresturinn hefur frest fram til 5. maí til að áfrýja úrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Á meðan bíður biskup með ákvörðun sína. Deilur sóknarprestsins og fjórmenninganna í sókninni, Nönnu Guðrúnar Zoega djákna og séra Friðriks J. Hjartar auk Matthíasar G. Péturssonar, formanns sóknarnefndar, og Arthurs Farestveit varaformanns halda því áfram. Margir velta fyrir sér hvaða ástæður eru fyrir þeim samskiptavanda sem upp er kominn. Ljóst er að vandinn er gamall og hefur verið að krauma um langt skeið. Mikil átök urðu í sókninni fyrir rúmum sjö árum þegar þeir tókust á um embætti sóknarprests séra Örn Bárður Jónsson sem nú er sóknarprestur í Neskirkju og séra Hans Markús Hafsteinsson, sem þá hafði starfað sem lögreglumaður um 25 ára skeið og var nýútskrifaður prestur. Séra Hans Markús bar sigur úr býtum í kosningum. Fyrir í sókninni var Nanna Guðrún Zoega djákni, ráðin af sóknarnefndinni en séra Friðrik J. Hjartar var ráðinn prestur eftir að séra Hans Markús kom til starfa og meðal annars fyrir atbeina séra Hans Markúsar. Í sóknarnefndinni voru fyrir Matthías G. Pétursson sem nú er formaður sóknarnefndar og Arthur Farestveit sem nú er varaformaður. Stuðningsmenn séra Hans Markúsar telja að þeir hafi verið stuðningsmenn séra Arnar Bárðar og þar sé meðal annars rót vandans. Þeir reyni nú að koma sóknarprestinum frá. Söfnuðurinn og sóknarnefndin skiptist í tvær fylkingar og ganga ásakanir á víxl. Stuðningsmenn séra Hans Markúsar hafa opnað vefsíðu til að safna undirskriftum honum til stuðnings. Þeir telja sóknarprestinn hafa staðið sig vel í starfi en reynt sé að bola honum frá að ósekju. Réttast sé að halda aðalsafnaðarfund og leyfa söfnuðinum að ráða um þróunina. Séra Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún Zoega djákni kvarta hinsvegar undan samskiptavanda við sóknarprestinn. Sérstaklega virðist samskiptavandinn vera milli Nönnu Guðrúnar og séra Hans Markúsar sem ekki hefur haft við hana samráð. Upp úr sauð þegar Nanna Guðrún kvaddi sér hljóðs í ársbyrjun 2004 og las upp kvörtunarbréf um samskiptavandann á sóknarnefndarfundi. Kjarni bréfsins er sá skilningur Nönnu Guðrúnar að séra Hans Markús taki geðþóttaákvarðanir um störf hennar án samstarfs og samráðs við hana og ætlast til þess að hún hlaupi til fyrirvaralaust eftir hans hentugleikum án þess að ræða við hana áður. Og það þó að hún heyri ekki undir hann heldur heyri beint undir sóknarnefndina. Séra Hans Markús hefur sagt að gagnrýni Nönnu Guðrúnar hafi komið sér í opna skjöldu. Hann hafi ekki vitað um óánægju hennar og hún hafi ekki kvartað áður yfir samstarfinu við hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur Nanna Guðrún sig hinsvegar hafa rætt þetta við hann en hann ekki tekið mark á því. Þá hafa makar beggja látið málið til sín taka með sms-sendingum og ýmsum bréfaskrifum. Margt smátt gerir eitt stórt. Svo virðist sem samskiptavandinn kristallist í mörgu. Þannig olli það spennu þegar sóknarpresturinn gekk gegn vilja organista, kórfólks og samþykkt sóknarnefndar um tilraunafærslu á orgeli. Kjarni málsins er kannski sá að sóknarpresturinn þykir ekki hafa vilja til sátta. Það var að minnsta kosti niðurstaða vinnusálfræðings sem biskup fékk til að ná sáttum í Garðasókn. Það er því beðið eftir ákvörðun biskups.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira