Fleiri fréttir

Mjúkir andlitsdrættir eru málið

Þorri kvenna kýs menn með mjúka andlitsdrætti enda segir náttúran að þeir séu betri uppalendur. Fáir kjósa sér rekkjunauta sem líkjast þeim sjálfum enda gæti slíkt leitt af sér úrkynjun. </font /></b />

Engin dagsetning ákveðin

"Við gerðum ráð fyrir að hefja viðræður að nýju í þessum mánuði en engin dagsetning hefur verið ákveðin," segir Davíð Oddssson, utanríkisráðherra, en tafir hafa orðið á viðræðum íslenska og bandarískra embættismanna um framtíð varnarsamnings landanna tveggja.

Bessastaðabóndinn í stjórn

Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi að Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu var kjörin í stjórn Landssambands kúabænda á aðalfundi sambandsins á dögunum.

Athugasemdir við Biblíuna óskast

Hið íslenska biblíufélag hefur sent frá sér athugasemd þar sem minnt er á að sú kynningarútgáfa sem nú liggur fyrir af þýðingu Nýja testamentisins er tillaga en ekki endanlegur texti. Öllum er velkomið að senda inn athugasemdir og hefur frestur til þess verið framlengdur til 5. maí.

Persson skóflar í sig osti

Göran Persson, leiðtogi sænska Verkamannaflokksins, segist skófla í sig osti þegar hann er stressaður. Hann viðurkennir að borða mikinn ost þessa dagana því skoðanakannanir sýna að fylgi flokksins dalar stöðugt.

Umsóknin verði dregin til baka

Samband ungra Sjálfstæðismanna vill að ríkisstjórn Íslands dragi umsókn Íslands um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til baka. Í ályktun sem sambandið var að senda frá sér segir að kostnaðurinn við aðildarferlið, og þá kosningarbaráttu sem heyja þurfi vegna aðildar, sé gríðarlegur.

Borgarstjórinn í hegningarvinnu

John Chikakwiya, borgarstjórinn í Blantyre, höfuðborg Malaví, var í dag dæmdur til þriggja ára hegningarvinnu fyrir að hafa stolið 4.000 dollurum, jafnvirði um 250.000 króna, úr sjóði sem ætlaður var í vegabætur. Mikil herferð gegn spillingu er nú í gangi í Malaví.

Sorpustöðin ekki opnuð að nýju

Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar hafnaði í dag tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að umhverfisráð skyldi leita leiða til að opna að nýju móttöku- og endurvinnslustöð Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Stöðinni var lokað í ársbyrjun við takmarkaða hrifningu Grafarvogsbúa en um 25.000 íbúar eru á svæðinu.

Vill leiða flokkinn áfram

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst áfram bjóða sig fram til formanns á komandi landsþingi flokksins sem haldið verður í október næstkomandi þrátt fyrir erfið veikindi sín undanfarin misseri.

Bann á efedríni ógilt

Dómstóll í Utah í Bandaríkjunum hefur ógilt bann við sölu á fæðubótarefnum sem innihalda efedrín sem verið hefur í gildi í nokkur ár. Bannið var sett á eftir að sýnt þótti að fjöldi fólks hefði látist eftir að hafa tekið inn of stóra skammta af ripped-fuel og fleiri vörum sem innihalda efedrín.

Dregur úr styrk Evrópu

Ef Evrópubúar hafna nýrri stjórnarskrá mun það draga úr styrk Evrópu í alþjóðasamskiptum og gleðja bandaríska íhaldsmenn ósegjanlega, að mati Javiers Solana, yfirmanns utanríkismála hjá Evrópusambandinu.

Engin sátt milli Kína og Japans

Ásakanir gengu í gær áfram á víxl milli Peking og Tókýó vegna and-japanskrar múgæsingar í Kína og þess sem Kínverjar álíta vera tregðu Japana til að fara "rétt" með sögu japanska hernámsins í Kína á dögum síðari heimsstyrjaldar.

Óttast að veiran verði að faraldri

Alþjóða heilbrigðisstarfsmenn í Angóla hafa áhyggjur af því að hin stórhættulega Marburgar-veira geti magnast upp í faraldur. Angólsk yfirvöld hafa sagt að þau hafi fulla stjórn á málum. 235 hafa þegar látist af völdum veirunnar og 22 til viðbótar eru sýktir.

Hvíta reyksins beðið

Kjörfundur hófst í Páfagarði í gær en kardinálunum tókst ekki að komast að samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð. Í predikun fyrir kjörfundinn lýsti Ratzinger kardináli afstæðishyggju sem einni helstu ógn nútímans.

Reykur upp úr strompinum

Þær fréttir voru að berast frá Róm að svartur reykur hefði stigið upp um strompinn á Sixtínsku kapellunni. Það þýðir að þegar hefur verið gengið til einnar atkvæðagreiðslu um nýjan páfa en enginn hefur fengið tilskilinn meirihluta.

Lokahnúturinn á morðrannsókn

Rannsókn lögreglunnar á láti hálfsextugs manns í desember er lokið en niðurstaðna gagna úr rannsókninni er beðið. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir málið verða sent ríkissaksóknara þegar gögnin berist.

Kennarar í Versló án samnings

Kennarasamband Íslands hefur fundað tvisvar með samninganefnd ríkisins vegna kjarasamnings kennara í Verzlunarskóla Íslands sem rann út í lok janúar.

Hetjur hryllilegs stríðs fá orður

Rússneska sendiráðið veitti tveimur íslenskum sjómönnum heiðursorður í gær. Þeir voru á bandarískum skipum og fluttu vistir til sovésku þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni.

Óvíst um heimför flugdólganna

Óvíst er hvernig sex flugfarþegar, sem létu dólgslega í vél Iceland Express á laugardag, munu komast aftur heim til Íslands. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdarstjóri Iceland Express, átti fund með áhöfn flugvélarinnar í morgun og segir hann flugdólgana hafa verið með hótanir í garð starfsfólks flugfélagsins, auk hrópa og kalla sem hafi haft áhrif á aðrar flugfarþega.

Ibarretxe í klemmu

Flokki hófsamra baskneskra þjóðernissinna mistókst að ná meirihluta á löggjafarsamkomu Baskalands í kosningum sem haldnar voru þar á sunnudag.

Eldgos á Kómoreyjum

Þúsundir manna urðu að flýja heimili sín á Kómoreyjum í gær eftir að eldfjallið Karthala byrjaði að gjósa. Ekki er þó talið að nokkur sé í bráðri hættu.

Gæti greitt fyrir Sundabraut

Til greina kemur að ráðstafa hluta af söluandvirði Símans í að fjármagna Sundabraut og önnur samgönguverkefni sem eru ekki í vegaáætlun. Þetta kom fram í svari Halldórs Ásgrímssonar við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, samflokksmanns hans.

Ekki í óþökk heimamanna

Sameining heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður ekki knúin fram með ráðherraskipun. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar í gær.

Sérkennileg uppákoma

Svo virðist sem gíslatakan í smábænum Madain í Írak hafi verið orðum ofaukin. Íraskar öryggissveitir réðust inn í bæinn í gærmorgun en mættu engri mótspyrnu og fundu enga gísla. Í staðinn hittu þeir fyrir íbúa bæjarins sem inntu sín daglegu störf af hendi í friði og spekt.

Ráðningu frestað

Tillögu um að ráða Árnýju Sigurðardóttur sem forstöðumanns heilbrigðiseftirlits var frestað á fundi Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar í gær eftir að sjálfstæðismenn óskuðu eftir áliti borgarlögmanns á nýju skipuriti Umhverfissviðs.

Brottflutningi frestað

Bakslag virðist komið í friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs eftir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að til greina kæmi að fresta brottflutningi landnema frá Gaza-svæðinu í sumar um þrjár vikur svo að hann bæri ekki upp á sérstakri sorgarhátíð gyðinga.

Kosningar á Kúbu

Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Kúbu um helgina. Fidel Castro, forseti landsins, sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar að kosningarnar væru þær lýðræðislegustu í heimi.

Hundrað milljón börn án skólagöngu

Mun færri stúlkur en drengir njóta lágmarksmenntunar og er ástandið sérstaklega bágborið í þróunarlöndunum. Eitt hundrað milljónir barna víða um heim fara á mis við skólagöngu.

Hvar á að rækta íslenskan skóg

Hvar á að rækta skóg á Íslandi í framtíðinni og hvar ekki? Um þetta hefur náðst víðtæk sátt milli stjórnvalda, skógræktarfélaga og annarra umhverfissamtaka og var hún innsigluð í dag.

Varlega í skuldbindingar

"Mér finnst afar varhugaverðar þær raddir sem heyrast að verðgildi Símans geti allt að fimmfaldast að útboði loknu," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra. Hann fagnar þeim áhuga sem almenningur í landinu hefur sýnt á að eignast fyrirtækið en segir að fara verði varlega í ályktanir um stóran hagnað þeirra sem þátt munu taka.

Berlusconi enn í embætti

Mikil óvissa ríkir í ítölskum stjórnmálum þessa stundina um framtíð ríkisstjórnar Silvio Berlusconi.

Tilgangslaust að hitta Kínaforseta

Forsætisráðherra Japans segir tilgangslaust að hitta forseta Kína ef það verði aðeins til þess að þeir skattyrðist. Bæði löndin krefjast þess að hitt biðjist afsökunar.

Kaupa 25 nýja bíla

Gert er ráð fyrir að embætti Ríkislögreglustjóra kaupi 25 nýja lögreglubíla á þessu ári og eyði til þess um hundrað milljónum króna.

Rannsókn á öllum einkavæðingum

Forsætisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún fylgist sérstaklega með söluferli Landssímans. Formaður Vinstri-grænna segir hins vegar að ítarlega opinbera rannsókn þurfi á öllum einkavæðingum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega sölu Búnaðarbankans. 

Ekki vitað um manntjón

Þúsundir íbúa Comoros-eyja flýðu heimili sín í dag þegar eldgos hófst á stærstu eyjunni. Öllu flugi til landsins hefur verið hætt. Ekki er vitað til þess að neitt manntjón hafi orðið.

Ósammála um sameiningu

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að draumur sinn um sameiningu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sé nær því að rætast nú en áður. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir ástæðu fyrir því að flokkarnir séu í tvennu lagi.

Fjölgað um helming í Samfylkingu

Stuðningsmenn Ingibjargar söfnuðu rúmlega þrjú þúsund nýjum Samfylkingarmönnum og stuðningsmenn Össurar tvö þúsund. Tvö þúsund að auki komu í gegnum skrifstofu. Samfylkingarmönnum hefur fjölgað um rúman helming frá áramótum, úr þrettán þúsund í tuttugu. </font /></b />

Bjartsýni á samstarf R-listans

Formenn flokkanna þriggja í Reykjavíkurlistanum, sem og borgarfulltrúar, eru bjartsýnir á áframhaldandi samstarf R-listans. Málefnaviðræður flokkanna hefjast í dag. </font /></b />

Hátt í 200 þingmál bíða afgreiðslu

Þegar aðeins níu fundadagar eru eftir af starfstíma Alþingis fram að sumarleyfi bíða enn hátt í 200 þingmál þess að komast á dagskrá þingsins. Ljóst er að meginþorri þeirra mun ekki ná því að komst í fyrstu umræðu, og er líklegt að reykingafrumvarp Sivjar Friðleifsdóttur verði meðal þeirra sem þau örlög hljóta.

Kosningarnar byggðar á trausti

Tæplega tuttugu þúsund flokksmenn Samfylkingarinnar fá að um það bil viku liðinni senda heim til sín kjörseðla vegna formannskjörsins.

Kaupendur Símans reki hann einnig

Davíð Oddsson utanríkisráðherra er ánægður með þann áhuga sem almenningur sýnir á kaupum í Símanum. Hann vill sjá að þeir fjárfestar sem koma til með að kaupa Símann muni einnig reka fyrirtækið í framtíðinni, en selji það ekki í von um skjótfenginn gróða. Þá segir Davíð að nýja fjölmiðlaskýrslan sé bitlítil.

Borgarstjóri fagnar Kjarvalsmáli

Borgarstjóri segir gott að óvissu um meinta gjöf Kjarvals til borgarinnar verði eytt. Mál barnabarns Kjarvals gegn borginni verður þingfest í héraðsdómi á morgun.

Íslendingum veitt ríkisorða Rússa

Tveimur Íslendingum var í dag veitt ríkisorða Rússlands fyrir að hafa siglt með skipalestum frá Bandaríkjunum til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni.

Sjá næstu 50 fréttir