Þingmenn hafi fært til fjármagn 19. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð. Með Suðurstrandarvegi er ætlunin að tengja Grindavík og Þorlákshöfn. Fyrir síðustu kosningar gáfu formenn stjórnarflokkanna skýrt loforð fyrir miklum framkvæmdum við þennan veg á næstu átján mánuðum. Þá sagði Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra, aðspurður að menn kæmust langt með að klára Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg á þeim tíma. Jafnframt hygðu menn að lagfæringum á Hellisheiði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir um málið nú að þingmenn á Suðurlandi hafi tekið þá ákvörðun að flytja hluta af því fjármagni sem ætlað hafi verið í Suðurstrandarveg í Hellisheiði. Þeir hafi komið fram með ný sjónarmið og það sé ástæðan fyrir því að fjármagnið hafi verið flutt. Aðspurður hvort ekki sé þá von á veginum á næstu árum og áratugum segiur Halldór að hann telji að farið verði í veginn á næstu árum. Ljúka þurfi veginum eins og öðrum. Það hafi verið sagt að það yrði gert og að sjálfsögðu verði að standa við það. Þegar ráðherra er bent á að því hafi verið lofað að veginum yrði lokið að mestu innan átján mánaða frá því að loforðin voru gefin segir hann þingmenn Suðurlands hafa ákveðið að taka hluta af fjármagninu í Hellisheiði. Komið hafi upp ný sjónarmið og áherslur og þannig hafi það alltaf verið í vegamálum. Spurður hvort það væri þá þingmönnum Suðurlands um að kenna að ekki hefði verið staðið við loforðið sagði Halldór að hann ætlaði ekki að kenna neinum þetta en þetta væru hins vegar staðreyndir. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir fullyrðingar Halldórs alrangar. Í fyrsta lagi hafi loforðið verið gefið, í öðru lagi hafi ríkisstjórnin tekið helminginn af fénu til baka fljótlega eftir kosningar og í þriðja lagi hafi ráðstöfunin á þeim 500 milljónum sem teknar hefðu verið út fyrir sviga vegna kjördæmabreytinga aldrei komið inn á borð þingmannahópsins í aðdraganda samgönguáætlunarinnar. Ríkisstjórnin beri því fulla ábyrgð á samgönguáætluninni og þeim niðurskurði sem orðið hafi á Suðurstrandarvegi og því að hafa tekið þessa sérstöku fjárveitingu til baka. Það megi vera að ríkisstjórnin hafi rætt við stjórnarþingmenn en í aðdraganda þess að samgönguáætlunin var lögð fram á þinginu hafi aldrei verið leitað til þingmannahópsins þótt hópurinn hafi fundað mjög oft. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð. Með Suðurstrandarvegi er ætlunin að tengja Grindavík og Þorlákshöfn. Fyrir síðustu kosningar gáfu formenn stjórnarflokkanna skýrt loforð fyrir miklum framkvæmdum við þennan veg á næstu átján mánuðum. Þá sagði Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra, aðspurður að menn kæmust langt með að klára Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg á þeim tíma. Jafnframt hygðu menn að lagfæringum á Hellisheiði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir um málið nú að þingmenn á Suðurlandi hafi tekið þá ákvörðun að flytja hluta af því fjármagni sem ætlað hafi verið í Suðurstrandarveg í Hellisheiði. Þeir hafi komið fram með ný sjónarmið og það sé ástæðan fyrir því að fjármagnið hafi verið flutt. Aðspurður hvort ekki sé þá von á veginum á næstu árum og áratugum segiur Halldór að hann telji að farið verði í veginn á næstu árum. Ljúka þurfi veginum eins og öðrum. Það hafi verið sagt að það yrði gert og að sjálfsögðu verði að standa við það. Þegar ráðherra er bent á að því hafi verið lofað að veginum yrði lokið að mestu innan átján mánaða frá því að loforðin voru gefin segir hann þingmenn Suðurlands hafa ákveðið að taka hluta af fjármagninu í Hellisheiði. Komið hafi upp ný sjónarmið og áherslur og þannig hafi það alltaf verið í vegamálum. Spurður hvort það væri þá þingmönnum Suðurlands um að kenna að ekki hefði verið staðið við loforðið sagði Halldór að hann ætlaði ekki að kenna neinum þetta en þetta væru hins vegar staðreyndir. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir fullyrðingar Halldórs alrangar. Í fyrsta lagi hafi loforðið verið gefið, í öðru lagi hafi ríkisstjórnin tekið helminginn af fénu til baka fljótlega eftir kosningar og í þriðja lagi hafi ráðstöfunin á þeim 500 milljónum sem teknar hefðu verið út fyrir sviga vegna kjördæmabreytinga aldrei komið inn á borð þingmannahópsins í aðdraganda samgönguáætlunarinnar. Ríkisstjórnin beri því fulla ábyrgð á samgönguáætluninni og þeim niðurskurði sem orðið hafi á Suðurstrandarvegi og því að hafa tekið þessa sérstöku fjárveitingu til baka. Það megi vera að ríkisstjórnin hafi rætt við stjórnarþingmenn en í aðdraganda þess að samgönguáætlunin var lögð fram á þinginu hafi aldrei verið leitað til þingmannahópsins þótt hópurinn hafi fundað mjög oft.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira