Fleiri fréttir

Skítlega eðlið ekki vítt

Salome Þorkelsdóttir vítti aldrei menn í forsetatíð sinni en beitti þess í stað mildari aðferðum til að hafa hemil á orðljótum þingmönnum. "Ég benti mönnum heldur á að gæta orða sinna," segir Salome en viðurkennir að í eitt skipti hefði mátt beita vítum. "Það kom upp eitt alvarlegt atvik sem orkaði tvímælis um hvort ég hefði ekki átt að nota þetta sterka orð; vítur."

Tíu þúsund bófar gómaðir

Á aðeins einni viku hafa lögreglusveitir um gervöll Bandaríkin klófest 10.340 glæpamenn sem voru eftirlýstir fyrir margvísleg brot.

Tíu þúsund bófar gómaðir

Á aðeins einni viku hafa lögreglusveitir um gervöll Bandaríkin klófest 10.340 glæpamenn sem voru eftirlýstir fyrir margvísleg brot.

Vilja skýrar reglur

Verkalýðshreyfingin krefst þess af stjórnvöldum að erlendar starfsmannaleigur verði viðurkenndar hér á landi og settar verði skýrar reglur um þær, bæði til þess að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja skekkist ekki og til að ekki sé grafið undan kjarasamningum. </font /></b />

Drottningin varar við trúaröfgum

Margrét Þórhildur Danadrottning segir í nýútkominni ævisögu sinni að Danir verði að sporna við uppgangi heittrúaðra múslima í landinu.

Neita sök

Þingfesting var í máli tveggja Letta, GT verktaka og forsvarsmanns fyrirtækisins í Héraðsdómi Austurlands í gær. Málinu gegn verktakanum var frestað meðan verjandi aflar gagna eða til 20. apríl. Aðalmeðferð í málinu gegn Lettunum mun eiga sér stað 4. maí.

Drottningin varar við trúaröfgum

Margrét Þórhildur Danadrottning segir í nýútkominni ævisögu sinni að Danir verði að sporna við uppgangi heittrúaðra múslima í landinu.

Í stríði gegn fóstureyðingum

Dómstóll í Atlanta í Georgíuríki hefur dæmt Eric Rudolph í ferfalt lífstíðarfangelsi fyrir fjögur sprengjutilræði, þar á meðal sprengingu í almenningsgarði rétt fyrir Ólympíuleikana 1996.

3.000 hjónabönd ógilt

Hæstiréttur Oregonríkis í Bandaríkjunum hefur ógilt næstum 3.000 hjónabönd samkynhneigðra.

Hryðjuverkamenn herða árásir sínar

Hryðjuverkamenn í Írak virðast vera að herða árásir sínar en verulega hafði dregið úr þeim eftir þingkosningarnar í landinu. Fjölmargar skotárásir og sprengjutilræði voru gerð í Írak í dag og státa al-Qaida hryðjuverkasamtökin af því að bera ábyrgðina.

Dæmdir fyrir mútugreiðslur

Bandarískur alríkisdómstóll hefur ákært Breta, Búlgara og Bandaríkjamann fyrir misferli í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak.

Síðbúin stefnuskrá frjálslyndra

Breskt herlið verður kallað heim frá Írak í byrjun næsta árs ef frjálslyndir demókratar komast í valdastöðu. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína fyrir þingkosningarnar í gær, síðastur stóru flokkanna.

Þrír fótboltavellir og knatthús

Heilsu-, íþrótta-, og fræðasetur á um átta hektara svæði rís í Vallakór við Heiðmörk í Kópavogi. Kópavogsbær og Knattspyrnu Akademía Íslands undirrituðu fyrir skömmu viljayfirlýsingu um byggingu byggingu íþróttamannvirkjanna.

Lambasel: Búið að draga

Búið er að draga úr þeim 5700 umsóknum sem bárust í einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík. Þrjátíu nöfn voru dregin út fyrir luktum dyrum hjá Sýslumanninum í Reykjavík í dag og tuttugu til vara, skyldu einhver forföll verða.

Vantreystir Landsvirkjun

Í utandagskrárumræðum um framkvæmdir á Kárahnjúkum í gær spurði Steingrímur J. Sigfússon Valgerði Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hvort Landsvirkjun væri treystandi til að halda byggingu Kárahnjúkastíflu áfram.

Frumvarp dregið til baka

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, dró í gær til baka frumvarp um að leggja niður tryggingadeild útflutningslána sem hún hafði áður mælt fyrir.

Nýtt innflytjendaráð í deiglunni

Stefnt verður að því að stofna innflytjendaráð til að sinna brýnum málefnum innflytjenda og bera ábyrgð á móttöku flóttamanna. Ráðið mun heyra undir félagsmálaráðuneyti, en vera skipað fulltrúum fjögurra ráðuneyta og Sambands sveitarfélaga.

Mun bjóða sig fram

Ágúst Ólafur Ágústsson mun formlega tilkynna í dag að hann muni gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingar á næsta landsfundi.

Vítum mótmælt

Þingflokkur Samfylkingar hefur sent Forsætisnefnd Alþingis bréf, þar sem því er harðlega mótmælt að orð Lúðvíks Bergvinssonar hafi verið af því tagi að forseti Alþingis hefði átt að víta hann á miðvikudag.

Dæmdur fyrir sama brot

Ungur bifhjólamaður, sem lögreglan stöðvaði með því að aka í veg fyrir hann, var í dag sýknaður af því að hafa brotið af sér á þeim tíma. Hann var hins vegar dæmdur fyrir brot fyrr um kvöldið sem annar maður hefur gengist við og gert dómsátt.

Buslað í Elliðaám

Þeir voru hressir guttarnir úr Breiðagerðisskóla sem busluðu í Elliðaánum í gær í sól en einungis fimm gráðu hita. Þeir Gunnar Reynir, Arnar Örn, Guðjón Helgi, Þorsteinn Jón, Erlendur Karl og Jón Hávar eru allir níu og tíu ára gamlir.

Örgjörvakort á markað

Örgjörvakort munu líta dagsins ljós á þessu ári í stað venjubundinna korta með segulrönd. Þetta er gert til að stemma stigu við kortasvindli af ýmsum toga en mun erfiðara, ef gerlegt, verður að afrita kubbinn, að sögn Bergþóru Ketilsdóttur forstöðumanns upplýsingatækni hjá Mastercard.

Vilja ekki hækka leikskólagjöld

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja falla frá hækkunum á leikskólagjöldum sem samþykktar voru af R-listanum fyrir fjórum mánuðum. Þetta kom fram í bókun sem lögð var fram í borgarráði í gær vegna umræðu um gjaldskrá leikskóla á fundinum.

Kort afrituð og seld á markaði

Kortasvindl er víðfemt vandamál sem þekkist alls staðar í heiminum, segir Jón H. B. Snorrason hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir ýmsar aðferðir notaðar til að afrita kort, sem byggist margar á tækniþekkingu.

Málverk af pyntingunum í Írak

Hinn heimsfrægi kólumbíski listmálari, Fernando Botero, hefur málað fimmtíu mynda röð af misþyrmingum fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Botero, sem er einn af ríkustu listamönnum heims, er best þekktur fyrir myndir sínar af þybbnu fólki í friðsælu umhverfi. Fyrir vikið virka myndir hans úr fangelsinu enn sterkari og hrottalegri.

Ný samgönguáætlun

Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, hyggst fljótlega birta nýja samgönguáætlun sér að skapi.

Kárahnjúkar með axlabönd og belti

Formaður Vinstri - grænna sagði það hneyksli að Kárahnjúkavirkjun hefði verið troðið í gegnum Alþingi um leið og viðvaranir vísindamanna um misgengissprungur hefðu verið þaggaðar niður. Iðnaðarráðherra sagðist hins vegar í þingumræðum í dag þess fullviss að engin hætta væri á ferðum og sagði virkjunina með tvenn axlabönd og tvö belti.

Írsk starfsmannaleiga á Íslandi

Írsk starfsmannaleiga hefur opnað útibú hér á landi og hefst starfsemin innan skamms. Forsvarsmaður leigunnar er bjartsýnn á íslenska markaðinn.

Samgönguráðherra skammaður

Formenn stjórnarflokkanna gáfu skýrt loforð fyrir síðustu þingkosningar um að framkvæmdir við Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg yrðu langt komnar á árinu 2004. Hvorugt stóðst og hafa báðir þessir vegir nú verið skornir niður og mátti samgönguráðherrann sitja undir skömmum í þinginu fyrir vikið.

Næsti páfi ítalskur?

Talið er líklegt að margir kardinálar kaþólsku kirkjunnar muni leggja áherslu á að næsti páfi verði ítalskur. Kjör nýs páfa hefst á mánudaginn.

Kona slasast á vélsleða

Ung kona hlaut opið breinbrot þegar hún féll af snjósleða á Lyngdalsheiði, á milli Þingvalla og Rauðavatns, rétt fyrir níu í kvöld.

Fólk má búa í bústað

Hæstiréttur úrskurðaði í gær að fimm manna fjölskylda mætti skrá lögheimili sitt í sumarhús í Bláskógarbyggð. Fjölskyldan flutti í febrúar 2004 í húsið í óþökk sveitarfélagsins þar sem forsvarsmönnum þess þótti of kostnaðarsamt að veita þeim sem það kysu lögbundna þjónustu.

Par stal skarti og réðst á eiganda

Par undir áhrifum fíkniefna lét dólgslega í Gullsmíðaverslun og verkstæði Láru við Skólavörðustíg síðdegis í gær. Maðurinn stal tíu stórum silfurhringjum eftir að hafa hrint gullsmiðnum Láru Magnúsdóttur sem féll og marðist við það illa á baki og stokkbólgnaði á hendi.

Lokunin dapurleg tíðindi

Landbúnaðarráðherra og skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins eru sammála um að lokun kjötmjölsverksmiðjunnar í Hraungerðishreppi séu dapurleg tíðindi og skref aftur á bak. Ráðherra segir að til greina geti komið að leggja úrvinnslugjald á hverja skepnu sem slátrað er.

Ófriðarbálið í Írak magnast á ný

Átján manns biðu bana og 36 særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu nálægt skrifstofum innanríkisráðuneytisins í Bagdad í gærmorgun. Al-Kaída í Írak kveðst bera ábyrgð á tilræðunum.

Níu létust í sprengingu

Níu manns féllu í valinn og fjórir særðust þegar bílsprengja sprakk nærri borginni Kirkuk í Írak í morgun. Allir þeir sem létust voru starfsmenn olíufyrirtækis í nágrenninu. Sprengjan sprakk þegar öryggisverðir fyrirtækisins reyndu að aftengja hana.

25.000 hafa yfirgefið heimili sín

Meira en tuttugu og fimm þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á eyjunni Súmötru á Indónesíu vegna virkni í eldfjallinu Talang. Í morgun voru eldglæringar í fjallinu og eins urðu enn á ný nokkrir litlir jarðskjálftar á svæðinu. Búist er við að enn fleiri íbúar verði fluttir burt frá nágrenni fjallsins þegar líða tekur á daginn.

Dómstóllinn hafnaði beiðninni

Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins um að taka fyrir bótaþátt í dómi Mannréttindadómstólsins í máli íslensks sjómanns gegn ríkinu.

Ákærðir fyrir ætluð hryðjuverk

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært þrjá Breta fyrir að hafa lagt á ráðin um stórfelldar hryðjuverkaárásir í New York, New Jersey og Washington á árunum 2000 og 2001. Mennirnir þrír hafa verið í haldi í Bretlandi síðan í ágúst á síðasta ári þar sem þeirra bíða sambærilegar ákærur og í Bandaríkjunum.

Þjófar hlaupnir uppi

Lögreglumenn úr Reykjavík hlupu uppi tvo innbrotsþjófa sem höfðu brotist inn í tölvufyrirtæki í Mörkinni um klukkan fjögur í nótt. Lögreglan í Reykjavík er þar með búin að góma sjö innbrotsþjófa í vikunni, ýmist á vettvangi eða á flótta, og gera þýfi upptækt í öllum tilvikum.

Málþing um fjölmiðlaskýrsluna

Frjálshyggjufélagið stendur fyrir málþingi um lokaskýrslu fjölmiðlanefndar á morgun,</b /> fimmtudag, klukkan 12 í Iðnó við Vonarstræti 3. Á fundinum mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir halda tölu um það starf sem fjölmiðlanefnd hefur unnið, skýra út helstu álitamál og þau rök sem liggja að baki einstökum atriðum í lokaskýrslunni.

Banvæn veira send fyrir mistök

Fjögur þúsund rannsóknarstofum í átján löndum hefur verið gert að eyða sýnishornum af banvænni inflúensuveiru sem rannsóknarstofunum voru send fyrir mistök. Veiran varð fjórum milljónum manna að bana í lok sjötta áratugar síðustu aldar en hennar hefur ekki orðið vart síðan árið 1968.

Fiskmarkaðurinn sviptur leyfi

Fiskistofa hefur svipt Fiskmarkaðinn á Flateyri svonefndu endurvigtunarleyfi, sem takmarkar starfsemi markaðarins verulega, fyrir brot sem virðast hafa verið framin í tvö ár.

Sambærilegt falli Berlínarmúrsins

Fall styttu Saddams Husseins í Bagdad fyrir tveimur árum er sambærilegt falli Berlínarmúrsins, að mati George Bush Bandaríkjaforseta. Á fundi með bandarískum hermönnum í Texas í gær sagði Bush að talað yrði um fallið á styttu Saddams í Bagdad í sömu andrá og fall Berlínarmúrsins þegar fram líða stundir.

Þýfi á uppboð

"Öllu þýfi sem við gerum upptækt við rannsókn mála er skilað til eigenda sinna en fer annars á hið árlega uppboð," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Árlega nær lögregla til baka miklu af þýfi misyndismanna en það skilar sér ekki alltaf aftur til eigenda sinna.

Sjá næstu 50 fréttir