Erlent

Tíu þúsund bófar gómaðir

Á aðeins einni viku hafa lögreglusveitir um gervöll Bandaríkin klófest 10.340 glæpamenn sem voru eftirlýstir fyrir margvísleg brot. Að sögn CNN eru 162 grunaðir eða dæmdir morðingjar þar á meðal, 553 nauðgarar og 638 menn grunaðir um vopnuð rán. Sumir glæpamannanna höfðu strokið úr fangelsi en aðrir höfðu verið látnir lausir gegn tryggingu og ekki mætt til réttarhaldanna. Nokkrir þeirra eru taldir afar hættulegir og fannst einn í jarðhýsi undir eldhúsi ættingja sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×