Innlent

Ný samgönguáætlun

Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, hyggst fljótlega birta nýja samgönguáætlun sér að skapi. "Ég tel að fjármagni til vegamála á Íslandi sé misskipt. Það er of lítið af þeim fjármunum sem fara til höfuðborgarsvæðisins," segir hann. Gunnar segir að hann eigi ekki von á öðru en samgönguáætlun hans hljóti stuðning, en hann vill ekki greina frá því hvaða breytingar hann geri í nýju áætluninni frá þeirri opinberu: "Það kemur í ljós."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×