Innlent

Örgjörvakort á markað

Örgjörvakort munu líta dagsins ljós á þessu ári í stað venjubundinna korta með segulrönd. Þetta er gert til að stemma stigu við kortasvindli af ýmsum toga en mun erfiðara, ef gerlegt, verður að afrita kubbinn, að sögn Bergþóru Ketilsdóttur forstöðumanns upplýsingatækni hjá Mastercard. Bergþóra segir Evrópulöndin verða fyrst til að fara út í örgjörvakort en hún telur að tæknin muni síðan breiðast út um allan heim á næstu árum. Áfram verður segulrönd á kortinu fyrir gamla kerfið en stefnan er að skipta út öllum búnaði í bönkum, posum og hugbúnaði kassakerfa í búðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×