Innlent

Fiskmarkaðurinn sviptur leyfi

Fiskistofa hefur svipt Fiskmarkaðinn á Flateyri svonefndu endurvigtunarleyfi, sem takmarkar starfsemi markaðarins verulega, fyrir brot sem virðast hafa verið framin í tvö ár. Brotin felast í því að markaðurinn lét ekki bjóða í þann hluta afla tiltekinnar útgerðar sem átti að renna í verkefnasjóð sjávarútvegsins heldur seldi fiskvinnslufyrirtæki, í sömu eigu og útgerðinnar, aflann beint. Brotið er litið alvarlegum augum á Fiskistofu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×