Innlent

Buslað í Elliðaám

Þeir voru hressir guttarnir úr Breiðagerðisskóla sem busluðu í Elliðaánum í gær í sól en einungis fimm gráðu hita. Þeir Gunnar Reynir, Arnar Örn, Guðjón Helgi, Þorsteinn Jón, Erlendur Karl og Jón Hávar eru allir níu og tíu ára gamlir. Þeim var töluvert kalt eftir tveggja tíma leik í ánni en var þó alveg sama þó þeir yrðu veikir því þá þyrftu þeir ekki að fara í skólann daginn eftir. Sögðu þeir húsverðina í skólanum sínum allt of stranga því þeir leyfi strákunum ekki að fara í hana- og riddaraslag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×