Innlent

Par stal skarti og réðst á eiganda

Par undir áhrifum fíkniefna lét dólgslega í Gullsmíðaverslun og verkstæði Láru við Skólavörðustíg síðdegis í gær. Maðurinn stal tíu stórum silfurhringjum eftir að hafa hrint gullsmiðnum Láru Magnúsdóttur sem féll og marðist við það illa á baki og stokkbólgnaði á hendi. Lögreglan yfirheyrði par í gærkvöldi sem ekki hafði játað. Lára var að afgreiða konu þegar parið gekk inn og krafðist þess að fá demantsgullhring. Lára skipað parinu að fara út. "Þegar ég gekk fram fyrir búðarborðið varð maðurinn illur. Hann hrinti mér allharkalega þannig að ég steyptist aftur fyrir mig," segir Lára sem undrast að parið skuli ekki hafa látið ferðamenn sem stóðu fyrir utan verslunina eða konuna inni stoppa sig. Lára segir manninn hafa tryllst er honum var sagt að loka sýningarskáp sem hann opnaði. "Hann skellti hurðinni þannig að tvær rúður brotnuðu og náði þá að hrifsa til sín tíu hringi," segir Lára. Ferðamennirnir fyrir utan náðu niður númerinu á bíl parsins og afhentu það lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×