Erlent

Páfa veitt síðasta sakramentið

Prestur veitti Jóhannesi Páli II páfa síðasta sakramentið í kvöld. Heilsu páfa hefur hrakað mjög að undanförnu og var prestur kallaður til páfa til að veita honum sakramentið sem kaþólikkum er veitt þegar þeir liggja banaleguna eða glíma við erfið veikindi. Páfi þjáist af þvagfærasýkingu og háum hita. Fyrir skömmu staðfesti páfagarður að hann fengi næringu í gegnum slöngu þar sem hann gæti ekki nærst með eðlilegum hætti. Heilsa páfa hefur verið mjög bág síðustu tvo mánuði og hefur hann tvívegis verið lagður inn á sjúkrahús í Róm, í fjórar vikur samanlagt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×