Fleiri fréttir Jólainnkaupin dýrt spaug Afborganir fólks vegna jólainnkaupanna eru meðal ástæðna þess að yfirdráttarlán Íslendinga hafa aukist mikið fyrstu tvo mánuði ársins. 30.3.2005 00:01 Kona og barn á meðal látinna Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að kastaðist í kekki á milli bandarískra hermanna og hóps andspyrnumanna í borginni Mosul í Írak í dag. Að sögn talsmanns íröksku lögreglunnar er kona og barn á meðal látinna. Auk þeirra sem féllu liggja fimm sárir. 30.3.2005 00:01 Hjálparstarf komið í fullan gang Hjálparstarf er komið í fullan gang á Nias-eyju á Indónesíu sem varð hvað verst úti í jarðskjálftanum sem þar reið yfir í fyrradag. Samt sem áður er mikill matarskortur á eynni og enn hefur ekki reynst unnt að bjarga fólki sem er fast í húsarústum. 30.3.2005 00:01 Átján félög BHM sátt við kjörin Átján af 24 félögum Bandalags háskólamanna hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við ríkið. 30.3.2005 00:01 Öryggi um Suðurlandsveg óviðunandi Öryggi farþega um Suðurlandsveg á milli Reykjavíkur og Selfoss verður ekki viðunandi fyrr en stjórnvöld breyta honum í tveir plús einn veg, þar sem vegrið aðskilur veghelminga. 30.3.2005 00:01 Deilunni um Schiavo ekki lokið Deilunni um líf og limi Terri Schiavo er hvergi nærri lokið. Foreldrar hennar binda nú vonir við að enn ein áfrýjunin muni leiða til þess að lífi dóttur þeirra verði bjargað því áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum féllst á það í dag að fjalla um málið á nýjan leik. 30.3.2005 00:01 Upptaka evru til skoðunar Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. 30.3.2005 00:01 Íranar sýna inn í kjarnorkuver Stjórnvöld í Íran sýndu umheiminum inn í umdeilt kjarnorkuver í gær þegar sjálfur forseti landsins, Mohammed Khatami, leiddi þrjátíu blaðamenn þvers og kruss um Natanz-kjarnorkuverið. Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt Íransstjórn fyrir kjarnorkuáætlun landsins þar sem grunur leikur á að verið sé að búa til kjarnorkuvopn á laun. 30.3.2005 00:01 Fá fullt nafn skráð í þjóðskrá Innan skamms geta allir Íslendingar verið skráðir fullu nafni í þjóðskrá, sama hversu löng nöfn þeirra eru. Málið var rætt á Alþingi í dag. 30.3.2005 00:01 Johnnie Cochran látinn Bandaríski stjörnulögfræðingurinn Johnnie Cochran lést í gær úr krabbameini, sextíu og sjö ára að aldri. Cochran skaust upp á frægðarhimininn þegar hann fékk leikarann og ruðningshetjuna O.J. Simpson sýknaðan af ákæru um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína. 30.3.2005 00:01 60 milljarðar í yfirdrátt Þjóðin skuldar bönkunum tæpa sextíu milljarða króna í formi yfirdráttarlána. Það þýðir að hver einn og einasti Íslendingur, á aldrinum 18 til 80 ára, sé með um 280 þúsund krónur að láni á hæstu mögulegu vöxtum. 30.3.2005 00:01 Milliríkjadeilur í miðborginni Utanríkisráðuneytið hefur þurft að hafa milligöngu vegna deilna milli borgaryfirvalda og rússneska sendiráðsins vegna 400 fermetra sprengjuhelds húss sem rússneski sendiherrann er að láta reisa í bakgarðinum á sendiráðinu í Garðastræti. Svæðið er rússneskt yfirráðasvæði. 30.3.2005 00:01 Söluferli Símans ófrágengið Ákvörðun um hvernig staðið verður að sölu Símans verður tekin á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríksiráðherra sem fundaði með Halldóri Ásgrímssyni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. 30.3.2005 00:01 Vilja vita ef Fischer fer úr landi Bandaríkjamenn vilja vera látnir vita ef Bobby Fischer ferðast frá Íslandi en hafa ekki ákveðið hvort þeir muni fara fram á framsal hans. Engar líkur eru á að orðið verði við því. Davíð Oddsson segir að Bandaríkjamenn viti vel að samkvæmt íslenskum lögum megi ekki framselja íslenska ríkisborgara. </font /></b /> 30.3.2005 00:01 Össuri þykir til lítið koma Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir ummæli forsætisráðherra um evruna á ársfundi Seðlabankans. 30.3.2005 00:01 Fischer ekki framseldur Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi. 30.3.2005 00:01 Frakkar efins um stjórnarskrá Franska ríkisstjórnin hefur efnt til herferðar til að efla stuðning franskra kjósenda við stjórnarskrá Evrópusambandsins. 30.3.2005 00:01 Vargöldin heldur áfram Á annan tug manna týndi lífi í tilræðum víðs vegar um Írak í gær. 30.3.2005 00:01 Síminn: Gengið frá stóru atriðunum Gengið verður frá síðustu stóru atriðunum í sambandi við sölu Símans á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. 30.3.2005 00:01 Móðir jörð í hættu Ný rannsókn sýnir að stór hluti náttúrunnar hefur orðið fyrir verulegum ágangi af völdum mannfólksins. Grípa þarf strax inn í ef ekki á að fara illa. 30.3.2005 00:01 Enn á lífi eftir 36 klukkustundir Manni var bjargað úr húsarústum í Gunung Sitoli á Nias-eyju í gær, 36 klukkustundum eftir að jarðskjálftinn reið þar yfir. Vafi leikur á fjölda látinna en færri virðast þó hafa farist en óttast var í fyrstu. 30.3.2005 00:01 Rannsókninni miðar vel áfram Danska lögreglan hefur lýst eftir tveimur mönnum í tengslum við morðið á leigubílstjóranum Torben Vagn Knudsen. Líkið af honum fannst í pörtum um páskahelgina. 30.3.2005 00:01 Njarðargata lokuð í þrjár vikur Töluverðar framkvæmdir standa nú yfir á mótum Hringbrautar og Njarðargötu. Njarðargata hefur verið lokuð fyrir umferð sunnan Hringbrautar og verður það áfram næstu þrjár vikur að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá Gatnamálastofu Reykjavíkur. 30.3.2005 00:01 Sjö fá starfslaun 10,4 milljónum króna hefur verið úthlutað úr Launasjóði fræðirithöfunda. Samtals bárust 59 umsóknir og fengu sjö rithöfundar starfslaun í sex mánuði. 30.3.2005 00:01 Auðun Georg tekur starfið Auðun Georg Ólafsson kveðst munu taka að sér starf fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Hann vonast til að málið leysist farsællega. Fréttamenn ræða vinnustöðvun ef hann sest í stólinn. Starfsmannasamtök RÚV funda í dag. 30.3.2005 00:01 Vísað frá dómi "Þessi niðurstaða sannar það og sýnir að lögbannið var tilefnislaust með öllu og þeir sem óskuðu eftir því í upphafi sem og þeir sem settu það á okkur mega skammast sín," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. 30.3.2005 00:01 Evran verður til skoðunar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir aðstæður einstakar í efnahagslífinu nú meðan stóriðjuframkvæmdir standa yfir. Þær eigi sér ekki fordæmi og ekki séu til töfraformúlur til að leysa þau vandamál sem upp kunni að koma, hvort sem litið sé til almennrar hagstjórnar eða þrengri þátta eins og vinnumarkaðar. Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans. 30.3.2005 00:01 Takmarkanir á malbiki Enn eru í gildi þungatakmarkanir á mörgum láglendisvegum og jafnvel malbikuðum leiðum samvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins. Ástæðan er sú að vegir eru mjög viðkvæmir meðan frost fer úr jörðu. Þá er akstur bannaður á fjölmörgum hálendisvegum sem komnir eru upp úr snjó þar sem þeir verða að drullusvaði ef þeir eru eknir. 30.3.2005 00:01 Stjórnarnefnd LSH fagnar Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss fagnar því að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafi tekið af öll tvímæli um lögmæti stjórnskipulags spítalans. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar sem send var fjölmiðlum rétt áðan. 30.3.2005 00:01 Á annað þúsund manns taldir látnir Nú er talið víst að á annað þúsund manns hafi farist þegar öflugur jarðskjálfti skók Súmötru í gær. Yfirvöld í Indónesíu óttast að endanleg tala þeirra sem týndu lífi gæti verið hærri. Fjögurra Svía er saknað eftir skjálftann sem reyndist mun öflugri en skjálftamælar gáfu fyrst til kynna, eða 8,7 á Richter en ekki 8,2. 29.3.2005 00:01 Eldur í atvinnuhúsnæði í Kópavogi Gríðarlegur hiti mætti reykköfurum slökkviliðsins þegar þeir héldu inn í atvinnuhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi um hálffjögurleytið í nótt þar sem eldur logaði innst í húsnæðinu. Þá urðu sprengingar þegar málningarílát og lítill gaskútur sprungu en engan slökkviliðsmann sakaði og tókst þeim að slökkva eldinn þegar þeir komust loks að honum. 29.3.2005 00:01 Noregskonunugur í hjartaaðgerð Haraldur Noregskonungur var lagður inn á norska ríkissjúkrahúsið í morgun þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Sonja drottning fylgdi eiginmanni sínum til sjúkrahússins. Gríðarlegur fjöldi blaðamanna beið konungshjónanna á staðnum en konungurinn vildi ekkert tjá sig um sjúkrahúsdvölina. 29.3.2005 00:01 Fleiri greinast með fuglaflensu Heil fjölskylda hefur greinst með fuglaflensu í Víetnam. Um er að ræða hjón og þrjú börn þeirra og greindust þau með H5N1-stofn vírusins sem reynst hefur mönnum banvænn. Fólkið er frá héraði þar sem töluvert hefur verið um fuglaflensu í kjúklingum og er talið að þau hafi borðað kjöt af sýktum fugli. 29.3.2005 00:01 Búist við gagnrýni á Annan Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, má búast við harðri gagnrýni þegar skýrsla um áætlun samtakanna um olíu fyrir mat í Írak verður birt í dag. Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, stýrði gerð skýrslunnar þar sem hermt er að Annan sé gagnrýndur fyrir að koma ekki í veg fyrir hagsmunaárekstur vegna starfa sonar hans, Kojos, fyrir svissneskt fyrirtæki. 29.3.2005 00:01 Tölvum stolið úr grunnskóla Þjófur eða þjófar stálu sex nýjum fartölvum úr grunnskólanum á Patreksfirði um páskahelgina og varð þess vart í gær þegar skólastjórinn átti leið í skólann. Þjófarnir brutust inn um glugga og brutu síðan upp skáp þar sem tölvurnar voru í hleðslu og höfðu þær á brott með sér. 29.3.2005 00:01 Ofurölvi undir stýri Áfengismagn í blóði manns, sem tekinn var úr umferð á Akranesi í fyrrinótt, reyndist margfalt yfir því hámarki sem miðað er við þegar menn eru sviptir ökuréttindum vegna ölvunaraksturs og líklega eitthvert það mesta sem mælst hefur. Samkvæmt viðurkenndum áfengismæli var áfengismagn í blóði ökumannsins 3,25 en má ekki fara yfir 0,5 til þess að ökumenn séu sviptir réttindum. 29.3.2005 00:01 Mega nota aðrar ásakanir Dómarinn í máli Michaels Jacksons hefur ákveðið að saksóknarar megi nota upplýsingar um þau tilvik þar sem Jackson hefur áður verið sakaður um níðingsskap gagnvart ungum drengjum. Alls er um að ræða fimm drengi sem sakað hafa poppstjörnuna um kynferðisbrot, en vitnin verða fleiri, meðal annars hugsanlega leikarinn Macaulay Culkin. 29.3.2005 00:01 Mótmæla tilnefningu Boltons Fimmtíu og níu fyrrverandi bandarískir erindrekar hafa undirritað bréf þar sem skipun Johns Boltons sem sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum er mótmælt. Diplómatarnir mótmæla orðum Boltons þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar skipti einungis máli þegar þær þjóni hagsmunum Bandaríkjanna og hvetja utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings til að hafna tilnefningu hans. 29.3.2005 00:01 Slösuðust í flugvél yfir Íslandi Sex farþegar slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar Boeing 747 breiðþota frá United Airlines lenti í mikilli ókyrrð yfir Íslandi á leið sinni frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna í síðustu viku, að því er fram kemur á vefsíðu <em>CNN</em>. Þeir sem meiddust voru ekki í sætisbeltum þegar ósköpin dundu yfir. 29.3.2005 00:01 Ómerkileg, óheiðarleg og staðlaus fullyrðing aðstoðarritstjóra "Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón Kaldal birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var," segir Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 í grein sem birtist í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Páll segir Jón Kaldal þverbrjóta siðareglur BÍ með því sem hann kallar ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðingu um vinnubrögð fréttamanna Stöðvar 2. 29.3.2005 00:01 Langur listi yfir hugsanlegt nafn Lögreglan í Kaupmannahöfn er nálægt því að bera kennsl á manninn sem fannst myrtur á hrottalegan hátt í borginni um páskana. Hún hefur nú búið til lista yfir hugsanlegt nafn mannsins og eru alls eru 50 nöfn á listanum. Fæturnir og hönd af manninum fundust á laugardag í Klerkagötu í miðborg Kaupmannahafnar og í gær fannst búkurinn í þremur hlutum í húsasundi við Aðalgötu, nokkur hundruð metra frá Klerkagötu. 29.3.2005 00:01 Rúmenskum blaðamönnum rænt í Írak Þremur rúmenskum blaðamönnum var rænt í Írak í gær. Einn þeirra náði að senda smáskilaboð úr farsíma til fjölskyldu sinnar og vinnufélaga og láta vita af því að þeim hefði verið rænt. Blaðamennirnir voru í Írak af því tilefni að forseti landsins, Traian Basescu, var í örstuttri heimsókn í Írak, en um 800 rúmenskir hermenn eru í landinu. 29.3.2005 00:01 Enn deilt um þingstörf í Írak Enn er allt upp í loft í pólitíkinni í Írak og fresta þurfti þingfundi í dag vegna deilna, meðal annars um það hver ætti að gegna embætti þingforseta. Tveir mánuðir eru síðan gengið var til kosninga en illa gengur að komast að samkomulagi um minnstu smáatriði og mynda ríkisstjórn. 29.3.2005 00:01 Ástandið í Palestínu skelfilegt Þingmennirnir Guðrún Ögmundsdóttir og Þuríður Backman eru nýkomnar frá Palestínu, en þangað fór hópur þingmanna til þess að kynna sér aðstæður í landinu. Þær Guðrún og Þuríður ræddu um förina í Íslandi í bítið í morgun og sögðu þær báðar að ástandið væri miklu verra í landinu en greint væri frá í fjölmiðlum. 29.3.2005 00:01 Hjálpargögn berast til Nias-eyju Flugvélar með hjálpargögn eru komnar til Nias-eyja við Indónesíu en þar er talið að þúsund manns hið minnsta hafi farist í öflugum jarðskjálfta í gærdag. Skjálftinn var stærri en fyrst var talið en það var lán í óláni að þessi skjálfti varð á grunnsævi og því myndaðist ekki flóðbylgja. 29.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Jólainnkaupin dýrt spaug Afborganir fólks vegna jólainnkaupanna eru meðal ástæðna þess að yfirdráttarlán Íslendinga hafa aukist mikið fyrstu tvo mánuði ársins. 30.3.2005 00:01
Kona og barn á meðal látinna Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að kastaðist í kekki á milli bandarískra hermanna og hóps andspyrnumanna í borginni Mosul í Írak í dag. Að sögn talsmanns íröksku lögreglunnar er kona og barn á meðal látinna. Auk þeirra sem féllu liggja fimm sárir. 30.3.2005 00:01
Hjálparstarf komið í fullan gang Hjálparstarf er komið í fullan gang á Nias-eyju á Indónesíu sem varð hvað verst úti í jarðskjálftanum sem þar reið yfir í fyrradag. Samt sem áður er mikill matarskortur á eynni og enn hefur ekki reynst unnt að bjarga fólki sem er fast í húsarústum. 30.3.2005 00:01
Átján félög BHM sátt við kjörin Átján af 24 félögum Bandalags háskólamanna hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við ríkið. 30.3.2005 00:01
Öryggi um Suðurlandsveg óviðunandi Öryggi farþega um Suðurlandsveg á milli Reykjavíkur og Selfoss verður ekki viðunandi fyrr en stjórnvöld breyta honum í tveir plús einn veg, þar sem vegrið aðskilur veghelminga. 30.3.2005 00:01
Deilunni um Schiavo ekki lokið Deilunni um líf og limi Terri Schiavo er hvergi nærri lokið. Foreldrar hennar binda nú vonir við að enn ein áfrýjunin muni leiða til þess að lífi dóttur þeirra verði bjargað því áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum féllst á það í dag að fjalla um málið á nýjan leik. 30.3.2005 00:01
Upptaka evru til skoðunar Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. 30.3.2005 00:01
Íranar sýna inn í kjarnorkuver Stjórnvöld í Íran sýndu umheiminum inn í umdeilt kjarnorkuver í gær þegar sjálfur forseti landsins, Mohammed Khatami, leiddi þrjátíu blaðamenn þvers og kruss um Natanz-kjarnorkuverið. Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt Íransstjórn fyrir kjarnorkuáætlun landsins þar sem grunur leikur á að verið sé að búa til kjarnorkuvopn á laun. 30.3.2005 00:01
Fá fullt nafn skráð í þjóðskrá Innan skamms geta allir Íslendingar verið skráðir fullu nafni í þjóðskrá, sama hversu löng nöfn þeirra eru. Málið var rætt á Alþingi í dag. 30.3.2005 00:01
Johnnie Cochran látinn Bandaríski stjörnulögfræðingurinn Johnnie Cochran lést í gær úr krabbameini, sextíu og sjö ára að aldri. Cochran skaust upp á frægðarhimininn þegar hann fékk leikarann og ruðningshetjuna O.J. Simpson sýknaðan af ákæru um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína. 30.3.2005 00:01
60 milljarðar í yfirdrátt Þjóðin skuldar bönkunum tæpa sextíu milljarða króna í formi yfirdráttarlána. Það þýðir að hver einn og einasti Íslendingur, á aldrinum 18 til 80 ára, sé með um 280 þúsund krónur að láni á hæstu mögulegu vöxtum. 30.3.2005 00:01
Milliríkjadeilur í miðborginni Utanríkisráðuneytið hefur þurft að hafa milligöngu vegna deilna milli borgaryfirvalda og rússneska sendiráðsins vegna 400 fermetra sprengjuhelds húss sem rússneski sendiherrann er að láta reisa í bakgarðinum á sendiráðinu í Garðastræti. Svæðið er rússneskt yfirráðasvæði. 30.3.2005 00:01
Söluferli Símans ófrágengið Ákvörðun um hvernig staðið verður að sölu Símans verður tekin á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríksiráðherra sem fundaði með Halldóri Ásgrímssyni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. 30.3.2005 00:01
Vilja vita ef Fischer fer úr landi Bandaríkjamenn vilja vera látnir vita ef Bobby Fischer ferðast frá Íslandi en hafa ekki ákveðið hvort þeir muni fara fram á framsal hans. Engar líkur eru á að orðið verði við því. Davíð Oddsson segir að Bandaríkjamenn viti vel að samkvæmt íslenskum lögum megi ekki framselja íslenska ríkisborgara. </font /></b /> 30.3.2005 00:01
Össuri þykir til lítið koma Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir ummæli forsætisráðherra um evruna á ársfundi Seðlabankans. 30.3.2005 00:01
Fischer ekki framseldur Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi. 30.3.2005 00:01
Frakkar efins um stjórnarskrá Franska ríkisstjórnin hefur efnt til herferðar til að efla stuðning franskra kjósenda við stjórnarskrá Evrópusambandsins. 30.3.2005 00:01
Vargöldin heldur áfram Á annan tug manna týndi lífi í tilræðum víðs vegar um Írak í gær. 30.3.2005 00:01
Síminn: Gengið frá stóru atriðunum Gengið verður frá síðustu stóru atriðunum í sambandi við sölu Símans á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. 30.3.2005 00:01
Móðir jörð í hættu Ný rannsókn sýnir að stór hluti náttúrunnar hefur orðið fyrir verulegum ágangi af völdum mannfólksins. Grípa þarf strax inn í ef ekki á að fara illa. 30.3.2005 00:01
Enn á lífi eftir 36 klukkustundir Manni var bjargað úr húsarústum í Gunung Sitoli á Nias-eyju í gær, 36 klukkustundum eftir að jarðskjálftinn reið þar yfir. Vafi leikur á fjölda látinna en færri virðast þó hafa farist en óttast var í fyrstu. 30.3.2005 00:01
Rannsókninni miðar vel áfram Danska lögreglan hefur lýst eftir tveimur mönnum í tengslum við morðið á leigubílstjóranum Torben Vagn Knudsen. Líkið af honum fannst í pörtum um páskahelgina. 30.3.2005 00:01
Njarðargata lokuð í þrjár vikur Töluverðar framkvæmdir standa nú yfir á mótum Hringbrautar og Njarðargötu. Njarðargata hefur verið lokuð fyrir umferð sunnan Hringbrautar og verður það áfram næstu þrjár vikur að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá Gatnamálastofu Reykjavíkur. 30.3.2005 00:01
Sjö fá starfslaun 10,4 milljónum króna hefur verið úthlutað úr Launasjóði fræðirithöfunda. Samtals bárust 59 umsóknir og fengu sjö rithöfundar starfslaun í sex mánuði. 30.3.2005 00:01
Auðun Georg tekur starfið Auðun Georg Ólafsson kveðst munu taka að sér starf fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Hann vonast til að málið leysist farsællega. Fréttamenn ræða vinnustöðvun ef hann sest í stólinn. Starfsmannasamtök RÚV funda í dag. 30.3.2005 00:01
Vísað frá dómi "Þessi niðurstaða sannar það og sýnir að lögbannið var tilefnislaust með öllu og þeir sem óskuðu eftir því í upphafi sem og þeir sem settu það á okkur mega skammast sín," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. 30.3.2005 00:01
Evran verður til skoðunar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir aðstæður einstakar í efnahagslífinu nú meðan stóriðjuframkvæmdir standa yfir. Þær eigi sér ekki fordæmi og ekki séu til töfraformúlur til að leysa þau vandamál sem upp kunni að koma, hvort sem litið sé til almennrar hagstjórnar eða þrengri þátta eins og vinnumarkaðar. Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans. 30.3.2005 00:01
Takmarkanir á malbiki Enn eru í gildi þungatakmarkanir á mörgum láglendisvegum og jafnvel malbikuðum leiðum samvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins. Ástæðan er sú að vegir eru mjög viðkvæmir meðan frost fer úr jörðu. Þá er akstur bannaður á fjölmörgum hálendisvegum sem komnir eru upp úr snjó þar sem þeir verða að drullusvaði ef þeir eru eknir. 30.3.2005 00:01
Stjórnarnefnd LSH fagnar Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss fagnar því að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafi tekið af öll tvímæli um lögmæti stjórnskipulags spítalans. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar sem send var fjölmiðlum rétt áðan. 30.3.2005 00:01
Á annað þúsund manns taldir látnir Nú er talið víst að á annað þúsund manns hafi farist þegar öflugur jarðskjálfti skók Súmötru í gær. Yfirvöld í Indónesíu óttast að endanleg tala þeirra sem týndu lífi gæti verið hærri. Fjögurra Svía er saknað eftir skjálftann sem reyndist mun öflugri en skjálftamælar gáfu fyrst til kynna, eða 8,7 á Richter en ekki 8,2. 29.3.2005 00:01
Eldur í atvinnuhúsnæði í Kópavogi Gríðarlegur hiti mætti reykköfurum slökkviliðsins þegar þeir héldu inn í atvinnuhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi um hálffjögurleytið í nótt þar sem eldur logaði innst í húsnæðinu. Þá urðu sprengingar þegar málningarílát og lítill gaskútur sprungu en engan slökkviliðsmann sakaði og tókst þeim að slökkva eldinn þegar þeir komust loks að honum. 29.3.2005 00:01
Noregskonunugur í hjartaaðgerð Haraldur Noregskonungur var lagður inn á norska ríkissjúkrahúsið í morgun þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Sonja drottning fylgdi eiginmanni sínum til sjúkrahússins. Gríðarlegur fjöldi blaðamanna beið konungshjónanna á staðnum en konungurinn vildi ekkert tjá sig um sjúkrahúsdvölina. 29.3.2005 00:01
Fleiri greinast með fuglaflensu Heil fjölskylda hefur greinst með fuglaflensu í Víetnam. Um er að ræða hjón og þrjú börn þeirra og greindust þau með H5N1-stofn vírusins sem reynst hefur mönnum banvænn. Fólkið er frá héraði þar sem töluvert hefur verið um fuglaflensu í kjúklingum og er talið að þau hafi borðað kjöt af sýktum fugli. 29.3.2005 00:01
Búist við gagnrýni á Annan Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, má búast við harðri gagnrýni þegar skýrsla um áætlun samtakanna um olíu fyrir mat í Írak verður birt í dag. Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, stýrði gerð skýrslunnar þar sem hermt er að Annan sé gagnrýndur fyrir að koma ekki í veg fyrir hagsmunaárekstur vegna starfa sonar hans, Kojos, fyrir svissneskt fyrirtæki. 29.3.2005 00:01
Tölvum stolið úr grunnskóla Þjófur eða þjófar stálu sex nýjum fartölvum úr grunnskólanum á Patreksfirði um páskahelgina og varð þess vart í gær þegar skólastjórinn átti leið í skólann. Þjófarnir brutust inn um glugga og brutu síðan upp skáp þar sem tölvurnar voru í hleðslu og höfðu þær á brott með sér. 29.3.2005 00:01
Ofurölvi undir stýri Áfengismagn í blóði manns, sem tekinn var úr umferð á Akranesi í fyrrinótt, reyndist margfalt yfir því hámarki sem miðað er við þegar menn eru sviptir ökuréttindum vegna ölvunaraksturs og líklega eitthvert það mesta sem mælst hefur. Samkvæmt viðurkenndum áfengismæli var áfengismagn í blóði ökumannsins 3,25 en má ekki fara yfir 0,5 til þess að ökumenn séu sviptir réttindum. 29.3.2005 00:01
Mega nota aðrar ásakanir Dómarinn í máli Michaels Jacksons hefur ákveðið að saksóknarar megi nota upplýsingar um þau tilvik þar sem Jackson hefur áður verið sakaður um níðingsskap gagnvart ungum drengjum. Alls er um að ræða fimm drengi sem sakað hafa poppstjörnuna um kynferðisbrot, en vitnin verða fleiri, meðal annars hugsanlega leikarinn Macaulay Culkin. 29.3.2005 00:01
Mótmæla tilnefningu Boltons Fimmtíu og níu fyrrverandi bandarískir erindrekar hafa undirritað bréf þar sem skipun Johns Boltons sem sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum er mótmælt. Diplómatarnir mótmæla orðum Boltons þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar skipti einungis máli þegar þær þjóni hagsmunum Bandaríkjanna og hvetja utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings til að hafna tilnefningu hans. 29.3.2005 00:01
Slösuðust í flugvél yfir Íslandi Sex farþegar slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar Boeing 747 breiðþota frá United Airlines lenti í mikilli ókyrrð yfir Íslandi á leið sinni frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna í síðustu viku, að því er fram kemur á vefsíðu <em>CNN</em>. Þeir sem meiddust voru ekki í sætisbeltum þegar ósköpin dundu yfir. 29.3.2005 00:01
Ómerkileg, óheiðarleg og staðlaus fullyrðing aðstoðarritstjóra "Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón Kaldal birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var," segir Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 í grein sem birtist í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Páll segir Jón Kaldal þverbrjóta siðareglur BÍ með því sem hann kallar ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðingu um vinnubrögð fréttamanna Stöðvar 2. 29.3.2005 00:01
Langur listi yfir hugsanlegt nafn Lögreglan í Kaupmannahöfn er nálægt því að bera kennsl á manninn sem fannst myrtur á hrottalegan hátt í borginni um páskana. Hún hefur nú búið til lista yfir hugsanlegt nafn mannsins og eru alls eru 50 nöfn á listanum. Fæturnir og hönd af manninum fundust á laugardag í Klerkagötu í miðborg Kaupmannahafnar og í gær fannst búkurinn í þremur hlutum í húsasundi við Aðalgötu, nokkur hundruð metra frá Klerkagötu. 29.3.2005 00:01
Rúmenskum blaðamönnum rænt í Írak Þremur rúmenskum blaðamönnum var rænt í Írak í gær. Einn þeirra náði að senda smáskilaboð úr farsíma til fjölskyldu sinnar og vinnufélaga og láta vita af því að þeim hefði verið rænt. Blaðamennirnir voru í Írak af því tilefni að forseti landsins, Traian Basescu, var í örstuttri heimsókn í Írak, en um 800 rúmenskir hermenn eru í landinu. 29.3.2005 00:01
Enn deilt um þingstörf í Írak Enn er allt upp í loft í pólitíkinni í Írak og fresta þurfti þingfundi í dag vegna deilna, meðal annars um það hver ætti að gegna embætti þingforseta. Tveir mánuðir eru síðan gengið var til kosninga en illa gengur að komast að samkomulagi um minnstu smáatriði og mynda ríkisstjórn. 29.3.2005 00:01
Ástandið í Palestínu skelfilegt Þingmennirnir Guðrún Ögmundsdóttir og Þuríður Backman eru nýkomnar frá Palestínu, en þangað fór hópur þingmanna til þess að kynna sér aðstæður í landinu. Þær Guðrún og Þuríður ræddu um förina í Íslandi í bítið í morgun og sögðu þær báðar að ástandið væri miklu verra í landinu en greint væri frá í fjölmiðlum. 29.3.2005 00:01
Hjálpargögn berast til Nias-eyju Flugvélar með hjálpargögn eru komnar til Nias-eyja við Indónesíu en þar er talið að þúsund manns hið minnsta hafi farist í öflugum jarðskjálfta í gærdag. Skjálftinn var stærri en fyrst var talið en það var lán í óláni að þessi skjálfti varð á grunnsævi og því myndaðist ekki flóðbylgja. 29.3.2005 00:01