Fleiri fréttir

Enn frekari einkarekstur

Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að koma heilbrigðisþjónustunni út úr þeim ógöngum sem hún er í með því að leyfa enn frekari einkarekstur. Þetta kom fram á málþingi sem Samfylkingin stóð fyrir þar sem rætt var um einkarekstur í íslensku heilbrigðiskerfi.

Ekkert annað en vísir að her

Það er alltaf slæmt að heyra af mannfalli og slysförum hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar sem eiga í hlut," segir Stefán Pálsson, formaður félags herstöðvaandstæðinga, um sjálfsmorðsárásina í Kabúl þar sem þrír Íslendingar særðust.

Karzai forseti

Hamid Karzai, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Afganistan, verður að öllum líkindum næsti forseti Afganistans. Verður hann þar með sá fyrsti sem kosinn er í landinu með lýðræðislegum hætti.

51 hermaður drepinn

Lík 51 írasks hermanns fundust á afskekktum vegi í austurhluta Íraks í gær, skammt frá írönsku landamærunum

21 fórst í Japan

Að minnsta kosti 21 fórst og um tvö þúsund manns slösuðust í mikilli jarðskjálftahrinu í Japan sem hófst á laugardagskvöld. Í gær var talið að von væri á öðrum stórum skjálfta.

Fær stuðning Washington Post

Hið áhrifaríka dagblað, Washington Post, hefur lýst yfir stuðningi á demókratanum John Kerry í framboði hans til forseta Bandaríkjanna

Flutti 12 fanga í laumi frá Írak

Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur flutt tólf fanga í laumi út úr Írak á síðustu sex mánuðum til yfirheyrslna.

Vændishringir upprættir

Lögreglan í Grikklandi hefur handtekið sex manneskjur úr tveimur vændishringjum fyrir mansal. Fólkið er sakað um að hafa smyglað stúlkum frá Litháen og Rússlandi til landsins og neytt þær til að stunda vændi.

Brasilískur sigurvegari

Pricilla de Almeda, læknanemi frá Brasilíu, var kjörin ungfrú jörð í fegurðarsamkeppni sem haldin var á Filippseyjum um helgina.

Bush og Kerry breyta engu

Bandarískir hagfræðingar í einkageiranum telja að engu máli skipti fyrir bandarískan efnahag hvort George W. Bush eða John Kerry verði kjörinn forseti í landinu.

Heilsugæsla sprengd upp

Öflug sprengjuárás var gerð á heilsugæslustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Að sögn talsmanns Bandaríkjahers særðist enginn í árásinni

Fyrsti djöfladýrkandinn

24 ára gamall djöfladýrkandi hefur verið skráður í breska sjóherinn. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur dýrkandi fær þar inngöngu

Útlit ekki aðalmálið hjá leiðtogum

Það er útbreiddur misskilningur að útlit og útgeislun stjórnmálaleiðtoga skipti öllu máli þegar kemur að kjörfylgi. Rannsóknir sýna að það eru málefnin og stjórnmálaflokkurinn sem ræður því hvað fólk kýs.

Lögreglumaður skotinn til bana

Einn lögreglumaður var skotinn til bana af skæruliðum á Haítí, sem eru hliðhollir forsetanum fyrrverandi Jean-Bertrand Aristide.

Öryggisráðið fundaði á Íslandi

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í Odda, byggingu félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, um málefni Ísraels og Palestínu í dag. Illa gekk að ná niðurstöðu sem leysir deiluna.

Samkomulag þarf um gerðardóm

Kennarar útiloka ekki gerðardóm en formaður launanefndar sveitarfélaganna telur þá leið ólíklega til árangurs. Forsætisráðherra hefur boðað deilendur til fundar og kennarar funda sjálfir. Lög á deiluna eru talin ólíkleg.

Nafni breytt með trega

Félag dagabátaeigenda hefur með trega verið knúið til að breyta nafni sínu í <em>Félag kvótabátaeigenda</em> að því er fram kemur í ályktunum félagsins á aðalfundi sem haldinn var í Borgarnesi á laugardag.

Hljóðkútur inn um framrúðu

Hljóðkútur kastaðist af vagni vörubifreiðar og inn um glugga fólksbíls skammt norður af Borgarnesi um miðjan dag í gær.

Erill hjá Keflavíkurlögreglu

Lögreglan í Keflavík handtók fyrir stundu karlmann í bíl í bænum með ætluð fíkniefni og eru yfirheyrslur að hefjast yfir honum. Talið er að hann hafi verið með eitt gramm af amfetamíni í fórum sínum og einhverja sveppi.

13 hið minnnsta látnir

Níu fórust þegar öflug bílsprengja sprakk í morgun við bandarísk-írakska herstöð í vesturhluta Íraks. Ekki færri en fimmtíu særðust í sprengingunni og segja talsmenn sjúkrahússins á staðnum ástæðu til að ætla að tala fallinna muni hækka. Auk þess féllu fjórir í sjálfsmorðsárás á eftirlitsstöð norður af Bagdad fyrir stundu.

Rétt að innheimta skólagjöld

Ungir Sjálfstæðismenn segja rétt að veita ríkisháskólum rétt til innheimtu skólagjalda, enda verði þau lánshæf. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Kosningar í Kósóvó í dag

Kosningar verða í dag haldnar í Kósóvó í annað skipti frá því að Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu héraðið sem sérstakt verndarsvæði. 1,4 milljónir kjósenda eiga rétt á að greiða atkvæði í kosningunum og er meirihluti þeirra af albönsku bergi brotinn.

Eldur í fjölbýlishúsi í Kópavogi

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út laust fyrir klukkan 10 í morgun vegna elds í fjölbýlishúsi við Þverbrekku 4 í Kópavogi. Minni hætta reyndist þó á ferðum en virtist í fyrstu, því reyk lagði upp úr þaki hússins.

Öflugir jarðskjálftar í Japan

Einn fórst í öflugum jarðskálftum sem skóku Japan í morgun. Fyrsti skjálftinn reið yfir Tókýó í morgun og reyndist hann 6,8 að styrkleika. Hann átti upptök sín um 250 kílómetra norður af Tókýó. Engar skemmdir munu hafa orðið í fyrsta skjálftanum, enda eru byggingar í Japan reistar með hliðsjón af því að jarðskjálftar eru mjög tíðir.

Eldri borgarar afskiptir?

Eru eldri borgarar afskiptir í tannlæknaþjónustu? spyr Tannlæknafélag Íslands en félagið stendur fyrir málþingi um það í dag. Í tilkynningu frá félaginu segir að fjárframlag ríkisins til tannlækninga taki ekki mið af þeirri þróun að eldri borgurum með eigin tennur fjölgi sífellt.

Fyrsti heiðursdoktorinn

Brautskráningar verða bæði hjá Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands í dag. Meðal annars útskrifast fyrsti meistaraneminn úr heilsuhagfræði og tilkynnt verður um kjör fyrsta heiðusdoktorsins í viðskipta- og hagfræðideild, sem og kjöri heiðursdoktors í heimspekideild.

Bush með 2% forskot

George Bush er með tveggja prósentustiga forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby sem birt var á tólfta tímanum. Þetta er annar dagurinn í röð sem Bush mælist með forskot hjá Reuters og Zogby en hann nýtur fylgis 47 prósenta aðspurðra og Kerry 45 prósenta.

Eldur í fjölbýlishúsi

Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna bruna í fjölbýlishúsi í Þverbrekku í Kópavogi skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Eldur kom upp í ruslageymslu hússins og reyndist auðvelt að ráða niðurlögum hans.

Wilde tekinn af lífi

Spánnýr söngleikur um skáldið Oscar Wilde var frumsýndur í Lundúnum í gærkvöld. Fimm hundruð frumsýningargestir fylgdust með frumflutningi verksins sem fékk svo skelfilega dóma hjá gagnrýnendum í morgun að annað eins hefur ekki sést.

Serbar sniðganga kosningarnar

Mikil spenna einkennir kosningar sem fram fara í Kósóvó í dag. Serbar sniðganga kosningarnar sem líklegt er að muni leiða til aðskilnaðar Kósóvó frá Serbíu.

Tannlæknar vilja ábyrga stefnu

Tannlæknar kalla eftir ábyrgri stefnu stjórnvalda í tannheilsumálum. Á málþingi sem Tannlæknafélag Íslands gekkst fyrir í morgun var fjallað um eldri borgara og þeirri spurningu velt upp hvort að þeir væru afskiptir í tannlæknaþjónustu.

Álögur á bjór verði lækkaðar

Dönsk skattayfirvöld segja meira hagræði í að lækka skatta á áfengi enn frekar í stað þess að lækka áfengisgjald á bjór. Bjórframleiðendur telja það ekki sanngjarnt að sitja ekki við sama borð og vínframleiðendur.

Íslendingar særðust í sprengjuárás

Tveir íslenskir friðargæsluliðar særðust í sprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag og einn hlaut minniháttar skrámur í árásinni. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fjórum handsprengjum hafi verið kastað hópi sem mennirnir voru í og að þrjár þeirra hafi sprungið.

Innbrot í leikskóla á Ólafsfirði

Brotist var inn í leikskóla á Ólafsfirði aðfaranótt föstudags, innvolsið hreinsað úr tveimur tölvum og taka geisladrif, harðan disk og fleira úr þriðju tölvunni. Auk þess var stafræn myndavél tekin og fleira lauslegt.

Fjórir látnir og 400 slasaðir

Fjórir hið minnsta létust og 400 slösuðust í jarðskjálftunum sem riðu yfir Japan í dag. Auk þess er talið að a.m.k. fimm manneskjur séu grafnar undir rústum.

Framsal glæpahöfundar til Ítalíu

Jean Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, skrifaði í dag undir framsal Cesares Battistis til Ítalíu. Battisti, sem á árum áður var herskár vinstri skæruliði en hefur síðan getið sér orð sem glæpasagnahöfundur, hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis fyrir morð sem framin voru á áttunda áratug síðustu aldar.

Tónlistarnemum fjölgar mjög

Nemum við tónlistarskóla í Reykjavík fjölgaði eftir að borgin hætti að greiða með nemendum úr öðrum sveitarfélögum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Stefáni Jóni Hafstein, formanni fræðsluráðs.

Írakskur maður hálshöggvinn

Talsmenn hers Ansars al-Sunna, herskárra samtaka, lýstu því yfir í dag að írakskur samverkamaður Bandaríkjahers hefði verið hálshöggvinn í dag og settu myndir á Netið því til staðfestingar. Manninum var rænt í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks.

ETA talin ábyrg fyrir sprengingu

Sprenging varð á skrifstofum fasteignafélags í miðborg Bilbaó á Spáni í dag. Enginn særðist í sprengingunni, sem ekki var mjög öflug, en minnir á aðra sem varð í síðustu viku. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, eru talin hafa staðið á bak við hana.

Rannsókn lokið í Hagamelsmálinu

Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á því þegar móðir varð dóttur sinni að bana á heimili þeirra við Hagamel í sumar. Dóttirin var á tólfta ári og var henni banað þar sem hún lá í rúmi sínu og eldri bróðir hennar særður.

Ræðumaraþon í Kringlunni

Kvenréttindafélag Íslands efndi til ræðumaraþons í Kringlunni í dag í tilefni af kvennafrídeginum, 24. október, en hann á þrjátíu ára afmæli á næsta ári. Fjöldi kvenna úr öllum starfsgreinum samfélagsins lét ljós sitt skína í ræðustól til að minnast framlags kvenna til samfélagsins og kvennafrídagsins.

Skilur ekki ummæli ráðherra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Samtaka sveitarfélaga, segist ekki skilja ummæli menntamálaráðherra í gær en þá sagði hún að skoða mætti hvort ríkið ætti að taka aftur við rekstri grunnskólanna. 

Talíbanar hóta frekari árásum

Þrír íslenskir friðargæsluliðar slösuðust í sjálfsmorðsárás Talíbana í Kabúl í Afganistan í dag. Talíbanar hóta frekari árásum.

Hálfgert neyðarástand

"Ég tel að setja þurfi lög á verkfall kennara leysist deilan ekki fljótlega," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. "Þetta er að verða hálfgert neyðarástand."

Stoðir kjarasamninga eru að bresta

Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin.

Sjá næstu 50 fréttir