Fleiri fréttir

Fjölmenni á Landsmót hestamanna

Ellefu þúsund manns mættu á Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu sem lauk nú síðdegis. Fólk virðist hafa skemmt sér konunglega en fjöldi þeirra fíkniefnamála sem upp hafa komið í tengslum við mótið vekur undrun.

Uppgjöf og endir við hæfi

"Þetta er uppgjöf ríkisstjórnarinnar í þessu máli og endir við hæfi," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Harrison heillaði konurnar

Uppi var fótur og fit meðal þroskaðra kvenna þegar Hollywoodstjarnan Harrison Ford fór á pöbbarölt í Reykjavík um helgina.

Þrír létust í Írak

Þrír fórust í sjálfsmorðsárás fyrir utan ráðningarstöð hers Íraka í Baqouba í dag. Í suðurhluta Bagdad sprakk einnig sprengja við heimili starfsmanns menntamálaráðuneytisins.

Óvissa hjá Yukos

Talsmaður olíufélagsins Yukos neitar sögusögnum um að rússnesk yfirvöld hafi í gær fjarlægt mikilvæg forrit úr höfuðstöðvum fyrirtækisins. Hann segir lögreglumenn hins vegar hafa haft á brott með sér persónulega muni starfsmanna og ýmis gögn.

Uppbygging Frelsisturnsins hefst

Uppbygging Frelsisturnsins í New York hófst með formlegum hætti í dag. Turninn mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður og verður hæsta bygging veraldar.

Úr viðjum vanans

Alheimsborgari framdi gerning í Reykjavík í gær um samband manna við skepnur og þörfina á því að losna úr viðjum vanans, hugarfarsins og úrelts, ofmetins samskiptaforms.

Uppgjöf stjórnarflokkanna

"Uppgjöf stjórnarflokkanna og valdafíkn réði niðurstöðu þeirrar krísu sem varð milli stjórnarflokkanna nú um helgina. Ríkisstjórnin hékk á bláþræði, en límið í ráðherrastólunum réð úrslitum," segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar meðal annars í nýjasta pistli sínum.

Gert að greiða milljón í tryggingu

Sýslumannsembætti Sauðárkróks hefur sent Landsmótsnefnd bréf og óskað eftir því að þeir greiði eina milljón króna í tryggingu fyrir löggæslukostnað fyrir mótið sem hefst á fimmtudag. Landsmótshöldurum er gert að greiða rétt tæplega 2,4 milljónir í löggæslu fyrir bæði Landsmótið og Unglingalandsmótið á Sauðárkróki.

Hlíðavöllur stækkaður

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar og Golfklúbburinn Kjölur hafa undirritað samkomulag um stækkun Hlíðavallar í úr níu holum í átján. Auk þess að stækka völlinn verður byggt nýtt æfingasvæði og nýtt áhalda- og starfsmannahús.

Portadown-ganga stöðvuð

Lögregla hindraði för um 2.000 mótmælenda um kaþólska hluta Portadown í árlegri göngu Óraníureglunnar í gær. Þetta er sjöunda árið í röð sem gangan er stöðvuð á þessum stað.

Ráða Moore og Clinton úrslitum?

Heit umræða er í Bandaríkjunum um hugsanleg áhrif poppmenningar á forsetakosningarnar í nóvember. Myndin Fahrenheit 9/11 og bókin My Life eru mjög gagnrýnar á störf George W. Bush. <em><strong>Trausti Hafliðason blaðamaður fjallar um áhrif poppmenningar á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.</strong></em>

Japaninn fær samkeppni

Japaninn veikbyggði, Takeru Kobayashi, hefur fengið samkeppni á toppi heimslistans yfir sterkustu keppendur í kappáti. Bandarísk kona á fertugsaldi veitir honum nú harða samkeppni þótt hún vegi aðeins 45- 50 kíló, eftir því hversu mikið hún hefur borðað.

Arabar bjóða Írökum aðstoð

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar Zebari, hefur sagt að hann muni þiggja hernaðaraðstoð arabaríkja sem ekki eiga landamæri að Írak og sem starfa undir merkjum Sameinuðu þjóðanna.

Tyrkir kalla eftirlitsmenn heim

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa ákveðið að kalla heim síðustu eftirlitsmennina frá norðurhluta Íraks. Tyrkneskir eftirlitsmenn hafa verið í landinu allt frá árinu 1997 og hafa þeir haft yfirsýn yfir vopnahlé stríðandi fylkinga Kúrda á svæðinu.

Zapatero endurkjörinn

Spænski forsætisráðherrann Jose Luis Rodriguez Zapatero þakkaði flokksmönnum sínum fyrir að endurkjósa hann sem leiðtoga Sósíalistaflokksins til næstu fjögurra ára á ársþingi flokksins.

Skaginn skrýddur

Listaverkið Hringrás eftir Ingu S. Ragnarsdóttur vann samkeppni um útilistaverk á lóð Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Akraness. Alls höfðu 30 listamenn sent inn umsókn um þátttöku og voru þrír þeirra valdir til að fullvinna hugmyndir sínar.

Ástandið hvergi jafnslæmt

Í 21 ár hefur borgarastyrjöld verið ríkjandi í Súdan, á milli arabískra múslima í norðurhluta landsins, sem einnig eru í meirihluta ríkisstjórnar landsins og svartra afríkubúa í suðurhlutanum, sem eru að megninu til andatrúar eða kristnir. Á þessum tíma hafa rúmlega tvær milljónir manna látið lífið, meirihlutinn úr hungri.

Meðferð tillagna í nefnd gagnrýnd

Átakshópur Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð gagnrýnir harðlega meðferð sem miðlunartillögur hópsins að endurbótum að framkvæmdaáætlun vegna færslu Hringbrautar fengu í samgöngunefnd Reykjavíkurborgar.

Furðuleg ósvífni

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin sé sigur fyrir andstæðinga laganna og staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar.

Stjórnarfundur væntanlega í dag

Ríkisstjórnin stefnir að því að halda aukafund í dag til að útkljá deilu ríkisstjórnarflokkanna um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ekki hefur þó verið boðað til fundarins en margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru fjarverandi.

Skotárás í kjötpökkunarverksmiðju

Fimm manns létu lífið í skotárás í mötuneyti kjötpökkunarverksmiðju í Kansas í morgun. Óánægður starfsmaður verksmiðjunnar tók upp byssu í kaffihléi, skaut fjóra til bana og særði þrjá aðra áður en hann svipti sjálfan sig lífi.

10 þúsund manns á Gaddstaðaflötum

Talið er að um 10 þúsund manns séu á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu og mikil ölvun var á mótssvæðinu í nótt. Að sögn lögreglu er fjöldi fíkniefnamála og það magn sem lagt hefur verið hald á ákveðið áhyggjuefni.

Spengjuverksmiðja í Bagdad

Bandaríski herinn hefur fundið sprengjuverksmiðju í suðurhluta Bagdad að því er fram kemur í tilkynningu frá hernum. Tæki til sprengjugerðar, vopn, skotfæri og umtalsverð upphæð af peningum fundust á staðnum og hefur 51 maður verið handtekinn í kjölfarið og færður til yfirheyrslu.

Þingmenn frá Brimum hér á landi

Sendinefnd frá fylkisþinginu í Brimum (Bremen) í Þýskalandi kemur í opinbera heimsókn hingað til lands í dag í boði Alþingis. Heimsóknin hefst á Akureyri þar sem fylkisþingmennirnir dvelja í tvo daga áður en þeir halda til Reykjavíkur. Þeir munu meðal annars kynna sér sjávarútvegs- og viðskiptamál.

Vopnavald gegn ljósmyndara

Vopnaður hermaður á jeppabifreið frá herlögreglunni á Keflavíkurflugvelli gerði athugasemd við störf ljósmyndara Víkurfrétta þar sem hann var við fréttamyndatöku á Reykjanesbraut ofan við Grænás síðdegis í gær. Hermaðurinn hélt um skotvopn sitt á meðan hann yfirheyrði ljósmyndarann í vegarkantinum.

Ranglega dæmd fyrir kynferðisbrot?

Karl og kona í Færeyjum kunna að hafa verið ranglega dæmd fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Áfrýjunardómstóll í Danmörku hefur ákveðið að málið verði tekið fyrir aftur. Hin dæmdu hafa hins vegar afplánað dóma sína, annars vegar tveggja ára og hins vegar níu mánaða fangelsi, sem felldir voru fyrir fjórum árum.

„Líkami fyrir lífið?“

Þeir sem séð hafa myndir frá réttarhöldunum yfir Saddam Hussein hafa eflaust komið auga á ákveðnar útlitsbreytingar á forsetanum fyrrverandi. Saddam hefur nefnilega lést um 6 kílógrömm á síðastliðnum mánuðum og ástæðan er ekki bara álagið sem fylgir því að vera kallaður fyrir rétt.

Enginn fundur enn

Ríkisstjórnin hefur enn ekki verið kölluð saman til aukafundar til að útkljá deilu ríkisstjórnarflokkanna um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í gær að fundur yrði líklega boðaður aftur í dag, frekar en á morgun.

Eldar loga í Írak

Miklir eldar loga í suðurhluta Íraks eftir að olíuleiðsla var sprengd þar upp í morgun. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem skemmdarverk eru unnin á olíuleiðslunni.

Rannsaka misnotkun á heyrnarlausum

Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, vill að fram fari opinber rannsókn á hversu stór hópur heyrnarlausra barna hafi verið beittur kynferðislegu ofbeldi.

Tundurdufl í togara

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fjarlægðu í gær tundurdufl úr togaranum Brettingi og eyddu sprengiefninu úr því, 227 kílóum af TNT.

Ísland með flestar kindur og hesta

Tvisvar sinnum fleiri kindur eru í Noregi en á öllum hinum Norðurlöndunum til samans. Flestar eru kindurnar hins vegar - miðað við höfðatöluna sígildu - á Íslandi. Þetta kemur fram í Norrænu hagtölunum sem birtar voru í gær.

Lögregla ræðst inn hjá Yukos

Sérsveitir rússnesku lögreglunnar réðust í dag inn í aðalstöðvar Yukos-olíufyrirtækisins að sögn talsmanns Yukos. Aðgerðirnar eiga sér stað aðeins fáeinum dögum eftir neitun yfirvalda um að afhenda Yukos eigur sínar á nýjan leik en þær voru frystar fyrir nokkru síðan.

Sprenging í Borgartúni

Spenging átti sér stað á vinnusvæði við Borgartún 7 rétt áðan. Flestar rúður hússins eru sagðar hafa brotnað en Ríkiskaup eru þar til húsa. Ekki er vitað nánar um tildrög atviksins að svo stöddu.

9 ára gamall drengur drepinn

Níu ára gamall palestínskur drengur var skotinn af ísraelskum hersveitum í Gaza-borg í dag, að sögn Palestínumanna í borginni. Yfirmaður í ísraelska hernum segist ekki hafa fengið neinar fregnir af slíku atviki innan hersins. 

Grjóti rigndi í Reykjavík

Nokkurt eignatjón hlaust af mistökum við sprengingu neðarlega í Borgartúni nú síðdegis þegar grjóti rigndi yfir hús og bifreið og hnullungar þeyttust allt að hundrað metrum. Enginn slasaðist.

Ríkisstjórnarfundur á morgun

Ríkisstjórnarfundur verður haldinn á morgun, sunnudag, klukkan 18 þar sem stefnt er að því að afgreiða lagafrumvarp um þjóðaratkvæðgreiðslur. Á vef Morgunblaðsins segir að Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafi hist í dag til að ljúka gerð frumvarpsins.

Tekjur kvenna hækka meira

Tekjur kvenna hér á landi hækkuðu meira en tekjur karla á síðasta ári. Meðalatvinnutekjur Íslendinga árið 2003 voru 2 milljónir 636 þúsund krónur. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofu Íslands.

Sómabáturinn fannst

Sómabátur, sem datt úr sjálfvirku kerfi Tilkynningaskyldunnar, fannst fyrir tæpri klukkstund norðvestur af Snæfellsnesi.

Féll í Reykjavíkurhöfn

Maður féll í Reykjavíkurhöfn fyrir skömmu. Lögregla og sjúkralið var á leiðinni á staðinn síðast þegar fréttist. Ekki er vitað hvort maðurinn hafi stokkið sjálfviljugur í sjóinn eður ei.  

Heimili fyrir veik og fötluð börn

Fyrsta hátíðin á nýju heimili Rjóðurs, hjúkrunarheimilis fyrir langveik og fötluð börn, var haldin í dag. Þar voru skemmtiatriði af besta tagi, farið í leiki og spilað á gítar. Rjóðrið er fyrsta heimili sinnar tegundar hér á landi. Börnin dvelja þar skamma hríð svo að fjölskyldur þeirra fái hvíld.

Fjöldamorðingi vísar á lík

Lögregla í Frakklandi leitar að líkum tveggja fórnarlamba franska fjöldamorðingjans Michels Fourniret undir gömlu sveitasetri í Norður-Frakklandi. Fourniret, sem viðurkenndi í liðinni viku að hafa framið níu morð, benti lögreglu sjálfur á staðinn.

Ranglega dæmd fyrir kynferðisbrot

Áfrýjunardómstóll í Færeyjum þarf að taka upp mál færeyskra hjóna sem dæmd voru í fangelsi fyrir sifjaspell. Börnin, sem hafa búið hér á landi undanfarin ár, hafa viðurkennt að hafa haft hjónin fyrir rangri sök. Stjúpmóðirin býr einnig hér á landi hún hefur verið ákærð fyrir að beita börnin ofbeldi.

Tundurdufl í togara

Landhelgisgæslan eyddi í gær bresku tundurdufli úr seinna stríði sem komið hafði í vörpuna á Brettingi. Sprengjan hafði fallið niður í fiskmóttökuna en þar gerðu sérfræðingar gæslunnar hana óvirka áður en togarinn lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Duflið var svo flutt á afvikinn stað þar sem sprengiefnið, tæplega 230 kíló af TNT, var brennt.

Sjá næstu 50 fréttir