Fleiri fréttir

Átök í Afganistan

Bandarískir hermenn drápu 12 uppreisnarmenn í Afganistan í vikunni. Samkvæmt talsmönnum Bandaríkjahers er um að ræða upreisnarmenn sem leiddir eru af Talibönum.

Röng sök

Börn færeyskra hjóna sem komu hingað til lands árið 2000 og voru tekin af foreldrum sínum viðurkenna að hafa borið móður sína og stjúpföður rangri sök.

Úkraínumaðurinn ákærður

Úkraínumaðurinn sem stakk stuðningsmann enska landsliðsins til bana í Lissabon hefur verið ákærður fyrir morð.

Grjóthnullungum rigndi

Fjórar rúður brotnuðu í húsi Ríkiskaupa og lítill fólksbíll skemmdist þegar sprenging byggingaverktaka við Borgartún fór úrskeiðis. Ekki er óalgengt að slíkt gerist og því reynt að sprengja þegar umgangur er lítill.

Skortir matvæli

Mikið álag hefur verið á starfsemi Fjölskylduhjálparinnar undanfarna daga þar sem hún er eina félagið sem nú hjálpar efnalitlum fjölskyldum.

Albatros á áætlun

Skemmtiferðaskipið Albatros er komið aftur til landsins á áætlun. Skipið varð fyrir neðarsjávarskemmd í síðustu ferð og gistu farþegarnir í Reykjavík tveimur dögum lengur en áætlað var

Ófriðarástand í Súdan

Ríkistjórn Súdans segist ætla að afvopna arabíska herflokka sem þröngvað hafa tugþúsundir manna til að yfirgefa heimili sín í Darfur-héraði í vesturhluta landsins.

Yfirtóku sprengiverksmiðju

Bandarískir hermenn hafa yfirtekið sprengjuverksmiðju í Bagdad að sögn BBC. Lagt var hald á tæki til sprengjugerðar, vopn og skotfæri í áhlaupinu á verksmiðjuna og nokkra aðra staði.

Skortur á matvælum

<font face="Helv">Mikið álag hefur verið á starfsemi Fjölskylduhjálparinnar undanfarna daga þar sem hún er eina félagið sem nú hjálpar efnalitlum fjölskyldum.</font><font face="Helv"></font>

Albatros á áætlun

Skemmtiferðaskipið Albatros er komið aftur til landsins á áætlun. Skipið varð fyrir neðarsjávarskemmd í síðustu ferð og gistu farþegarnir í Reykjavík tveimur dögum lengur en áætlað var.

Ófriðarástand í Súdan

Ríkistjórn Súdans segist ætla að afvopna arabíska herflokka sem þröngvað hafa tugþúsundir manna til að yfirgefa heimili sín í Darfur-héraði í vesturhluta landsins.

Yfirtóku sprengjuverksmiðju

Bandarískir hermenn hafa yfirtekið sprengjuverksmiðju í Bagdad að sögn BBC. Lagt var hald á tæki til sprengjugerðar, vopn og skotfæri í áhlaupinu á verksmiðjuna og nokkra aðra staði.

Pólitísk hefnd?

Yukos rambar á barmi gjaldþrots. Samkvæmt BBC fylgir aðgerðin gegn olíufélaginu í kjölfar kröfu þess um að stjórnvöld leyfðu fyrirtækinu að fá aðgang að frystum bankareikningum sínum til að borga 3,4 milljarða dollara skuld við ríkið vegna meintra skattsvika árið 2000.

Fannst á siglingu

Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út á þriðja tímanum í gær vegna báts sem dottið hafði út úr sjálfvirku tilkynningarskyldunni

Framsókn ætlar ekki að gefa eftir

Það skýrist í kvöld hvort stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Svo virðist sem mikið beri í milli. Framsóknarmenn vilja alls ekki fara yfir 30 prósenta mörkin.

Enn ríkir óvissa

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reyna að ná samkomulagi um þátttökuskilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnarfundur í dag. Þingmenn Framsóknar harðir á sínu.

Rúmra tveggja ára hitatími

Hitinn í Reykjavík hefur nú verið fyrir ofan meðallag í 27 mánuði samfellt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist hitinn í júní 10,5 stig sem er 1,5 stigum ofan meðallags. Alls voru 199 sólskinsstundir í höfuðborginni í mánuðinum sem er um 38 stundum meira en í meðalári. Úrkoman var 10 prósent undir meðallagi.

Sextán hrefnur hafa veiðst

Sextán hrefnur hafa veiðst síðan hrefnuveiðar í vísindaskyni voru hafnar á ný í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnuninni. Ekki er enn vitað hvenær veiðunum lýkur en heimilað hefur verið að veiða 25 dýr á árinu.

Fjölmenni á Landsmóti hestamanna

Átta þúsund manns eru komnir á Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu til að fylgjast með þeim átta hundruð hestum sem keppa á mótinu í ár. Mótið er það viðamesta sem haldið hefur verið hingað til; hrossin eru góð og gestir láta vel af mótinu.

Ósammála um leyfisveitingu

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, neitar að hafa veitt Gunnars majónes leyfi til þess að reisa þriggja metra háa majónesdós við Suðurlandsveg, rétt vestan Þjórsár.

Viðbótarhúsnæði fyrir skólana

Bæta á við húsnæði þriggja framhaldsskóla til að koma öllum nýnemum að í haust. Til meiri vandræða í húsnæðismálefnum framhaldsskólanna horfir að ári verði ekki byggt við skólana.

Annir hjá lögreglunni á Suðurlandi

Miklar annir eru hjá lögreglunni á Suðurlandi en þangað liggur nú straumurinn frá borginni. Þar segjast menn vera viðbúnir öllu þessa helgi. Ríkislögreglustjóri hefur lagt til mannafla og tækjabúnað en öflugar öryggismyndavélar eru notaðar við löggæslu á landsmótssvæðinu á Gaddstaðaflötum.

Vill rannsókn á kynferðisbrotum

Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, vill að fram fari opinber rannsókn á hversu stór hópur heyrnarlausra barna hafi verið misnotaður kynferðislega.

Tíu sakfelldir fyrir kynferðisbrot

Tíu voru sakfelldir í Frakklandi í dag fyrir misnotkun á börnum á árunum 1995 til 2000. Sá sem þyngsta dóminn hlaut þarf að sitja tuttugu ár í fangelsi. Sjö voru sýknaðir og segjast þeir hafa misst trú á réttarkerfi Frakklands.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar stækkar

Nýr þúsund fermetra innritunarsalur var formlega tekinn í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Nýi salurinn verður bylting fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, forstjóra flugstöðvarinnar.

Majonesdós í bága við lög

Risastór majonesdós við vegkantinn í Villingaholtshreppi brýtur í bága við lög um náttúruvernd og byggingar að mati sýslumannsins á Selfossi. Skiptir þá engu hvort dósin er talin minnisvarði eða auglýsing fyrir majones.

Marlon Brando allur

Stórleikarinn Marlon Brando er látinn, áttræður að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp en Brando var nýbúinn að ná sér af lungnabólgu þegar hann dó.

Sjá næstu 50 fréttir