Erlent

Tíu sakfelldir fyrir kynferðisbrot

Tíu voru sakfelldir í Frakklandi í dag fyrir misnotkun á börnum á árunum 1995 til 2000. Sá sem þyngsta dóminn hlaut þarf að sitja tuttugu ár í fangelsi. Sjö voru sýknaðir og segjast þeir hafa misst trú á réttarkerfi Frakklands. Málið hefur vakið mikinn óhug í Frakklandi undanfarnar vikur, ekki síst vegna fjölda þess fólks sem ákærður var. Höfuðpaurar hópsins eru Myriam Delay og eiginmaður hennar sem eru foreldrar fjögurra barna sem voru misnotuð. Þau fengu þyngstu dómana sem féllu, hann 20 ár í fangelsi og hún 15. Delay var lykilvitni í málinu og vegna vitnisburðar hennar hafa þrettán aðrir nú setið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjú ár. Nokkrir þeirra sem hún sagði hafa tekið þátt í athæfinu með sér og manni sínum voru sýknaðir í dag. Verjandi barnanna, Thierry Normand, sagist ekki líta svo á að börnin og verjendurnir hafi unnið sigur í málinu því það hafi aldrei verið ætlunin á þessum forsendum. „Mikilvægast er að við teljumst fórnarlömb,“ sagði Normand eftir að dómur féll í málinu. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×