Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar 31. janúar 2026 08:30 Þegar ég tók mín fyrstu skref á Evrópuráðsþinginu fljótlega eftir síðustu kosningar fann ég fljótt að rödd mín á þessum vettvangi var ómótuð og oft á tíðum óörugg. Það tekur tíma að kynna sér reglur, hefðir og ferla sem hafa mótast allt frá stofnun þingsins fyrir rúmum sjötíu árum. Á vettvangi sem þessum er auðvelt að finna fyrir smæð sinni , bæði persónulega og pólitískt. Evrópuráðsþingið er vettvangur þingmanna yfir fjörutíu ríkja Evrópu og áheyrnarfulltrúa nokkurra annara ríkja. Á Evrópuráðsþinginu eru grunnstoðir lýðræðis til umfjöllunar: Mannréttindi, réttarríkið og lýðræðislegir stjórnarhættir. Í þingsalnum mætast ólík sjónarmið, reynsla og pólitískar áherslur. Markmiðið er hins vegar sameiginlegt; að halda þessum grundvallargildum á lofti, sérstaklega þegar á reynir og það hefur svo sannarlega oft reynt á þessi grunngildi. Það skiptir máli að læra af sögunni, þekkja þær áskoranir sem mætt hafa lýðræðisríkjum allt frá stofnun Evrópuráðsins og þings þess. Þar má leita leiðsagnar og styrks hjá þeim sem áður mótuðu íslenska utanríkisstefnu. í því samhengi má minnast málflutnings Bjarna Benediktssonar eldri og þáverandi utanríkisráðherra. Í útvarpsávarpi Bjarna árið 1950 eftir fyrstu skref hans í Evrópuráðinu lagði hann áherslu á að alþjóðlegt samstarf væri smáríkjum ekki aðeins gagnlegt, heldur nauðsynlegt. Smáríki gætu ekki leyft sér einangrun. Þau þyrftu að vera sýnileg, virk og meðvituð um eigið hlutverk á alþjóðavettvangi. Orð hans undirstrika mikilvægi þátttöku okkar í alþjóðastofnunum þegar mikið liggur við og jafnvel þegar áhrifin eru ekki alltaf mælanleg í skjótri niðurstöðu. Í þessu samhengi flutti ég nýverið ræðu á Evrópuráðsþinginu þar sem ég fjallaði um stöðuna á Grænlandi. Í því umhverfi sem við erum í dag fennir fljótt yfir fyrirsagnir. Þegar Grænland verður ekki lengur í uppslætti fjölmiðla er enn brýnt að staldra við og spyrja sig hvernig Grænlendingum líður eftir að hafa orðið fyrir stórfelldum ágangi stórveldis. Óvissan sem skapast hverfur ekki jafn hratt og fyrirsagnirnar, heldur situr eftir hjá fólkinu sem býr við afleiðingarnar. Einmitt þar getur Evrópuráðsþingið sannað gildi sitt. Störf þingsins snúast ekki aðeins um mikilvægar ályktanir og ræður í þingsal, heldur einnig um samtöl og samskipti utan dagskrár. Í þessari þingfundarviku og á fyrri fundum hef ég átt ítarleg og hreinskiptin samtöl við þingfulltrúa frá Danmörku, öðrum Norðurlöndum og víðar að úr Evrópu. Þessi samtöl hafa styrkt umræðuna og skerpt á sameiginlegum áherslum. Hjálpað okkur við að tala einni röddu um stöðuna og veitt innsýn sem erfitt er að fá með því einu að lesa skýrslur eða fréttir. Þessi samtöl og samvinna breyta fjarlægum alþjóðamálum í persónuleg umræðuefni þar sem reynsla, áhyggjur og ábyrgð styrkja samstöðuna. Það er ekki sjálfgefið að Ísland hafi rödd á alþjóðavettvangi. Rödd Íslands eins og annarra ríkja mótast og styrkist með tímanum. Reynsla verður til með samtölum, með því að hlusta ekki síður en að tala. Í meðvitaðri ákvörðun um að vera til staðar, jafnvel þegar athyglin hefur færst annað. Á vettvangi Evrópuráðsþingsins sæki ég styrk frá sögunni. Frá þeim gildum sem Evrópuráðið var stofnað til að verja og í skilning á því hlutverki sem smáríki gegna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og varaforseti Evrópuráðsþingsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Evrópusambandið Sigurður Helgi Pálmason Grænland Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar ég tók mín fyrstu skref á Evrópuráðsþinginu fljótlega eftir síðustu kosningar fann ég fljótt að rödd mín á þessum vettvangi var ómótuð og oft á tíðum óörugg. Það tekur tíma að kynna sér reglur, hefðir og ferla sem hafa mótast allt frá stofnun þingsins fyrir rúmum sjötíu árum. Á vettvangi sem þessum er auðvelt að finna fyrir smæð sinni , bæði persónulega og pólitískt. Evrópuráðsþingið er vettvangur þingmanna yfir fjörutíu ríkja Evrópu og áheyrnarfulltrúa nokkurra annara ríkja. Á Evrópuráðsþinginu eru grunnstoðir lýðræðis til umfjöllunar: Mannréttindi, réttarríkið og lýðræðislegir stjórnarhættir. Í þingsalnum mætast ólík sjónarmið, reynsla og pólitískar áherslur. Markmiðið er hins vegar sameiginlegt; að halda þessum grundvallargildum á lofti, sérstaklega þegar á reynir og það hefur svo sannarlega oft reynt á þessi grunngildi. Það skiptir máli að læra af sögunni, þekkja þær áskoranir sem mætt hafa lýðræðisríkjum allt frá stofnun Evrópuráðsins og þings þess. Þar má leita leiðsagnar og styrks hjá þeim sem áður mótuðu íslenska utanríkisstefnu. í því samhengi má minnast málflutnings Bjarna Benediktssonar eldri og þáverandi utanríkisráðherra. Í útvarpsávarpi Bjarna árið 1950 eftir fyrstu skref hans í Evrópuráðinu lagði hann áherslu á að alþjóðlegt samstarf væri smáríkjum ekki aðeins gagnlegt, heldur nauðsynlegt. Smáríki gætu ekki leyft sér einangrun. Þau þyrftu að vera sýnileg, virk og meðvituð um eigið hlutverk á alþjóðavettvangi. Orð hans undirstrika mikilvægi þátttöku okkar í alþjóðastofnunum þegar mikið liggur við og jafnvel þegar áhrifin eru ekki alltaf mælanleg í skjótri niðurstöðu. Í þessu samhengi flutti ég nýverið ræðu á Evrópuráðsþinginu þar sem ég fjallaði um stöðuna á Grænlandi. Í því umhverfi sem við erum í dag fennir fljótt yfir fyrirsagnir. Þegar Grænland verður ekki lengur í uppslætti fjölmiðla er enn brýnt að staldra við og spyrja sig hvernig Grænlendingum líður eftir að hafa orðið fyrir stórfelldum ágangi stórveldis. Óvissan sem skapast hverfur ekki jafn hratt og fyrirsagnirnar, heldur situr eftir hjá fólkinu sem býr við afleiðingarnar. Einmitt þar getur Evrópuráðsþingið sannað gildi sitt. Störf þingsins snúast ekki aðeins um mikilvægar ályktanir og ræður í þingsal, heldur einnig um samtöl og samskipti utan dagskrár. Í þessari þingfundarviku og á fyrri fundum hef ég átt ítarleg og hreinskiptin samtöl við þingfulltrúa frá Danmörku, öðrum Norðurlöndum og víðar að úr Evrópu. Þessi samtöl hafa styrkt umræðuna og skerpt á sameiginlegum áherslum. Hjálpað okkur við að tala einni röddu um stöðuna og veitt innsýn sem erfitt er að fá með því einu að lesa skýrslur eða fréttir. Þessi samtöl og samvinna breyta fjarlægum alþjóðamálum í persónuleg umræðuefni þar sem reynsla, áhyggjur og ábyrgð styrkja samstöðuna. Það er ekki sjálfgefið að Ísland hafi rödd á alþjóðavettvangi. Rödd Íslands eins og annarra ríkja mótast og styrkist með tímanum. Reynsla verður til með samtölum, með því að hlusta ekki síður en að tala. Í meðvitaðri ákvörðun um að vera til staðar, jafnvel þegar athyglin hefur færst annað. Á vettvangi Evrópuráðsþingsins sæki ég styrk frá sögunni. Frá þeim gildum sem Evrópuráðið var stofnað til að verja og í skilning á því hlutverki sem smáríki gegna í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og varaforseti Evrópuráðsþingsins
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun