Enski boltinn

Mætti brjálaður í við­tal og hjólaði í stjórnin

Aron Guðmundsson skrifar
Glasner yfirgefur Crystal Palace eftir yfirstandandi tímabil en stóra spurningin eftir viðtal dagsins er hvort hann muni einfaldlega skilja við félagið fyrr.
Glasner yfirgefur Crystal Palace eftir yfirstandandi tímabil en stóra spurningin eftir viðtal dagsins er hvort hann muni einfaldlega skilja við félagið fyrr. Vísir/Getty

Oliver Glasner, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace er allt annað en sáttur við forráðamenn félagsins og lét óánægju sína í ljós í viðtali eftir tap gegn Sunderland í dag.

Í aðdraganda leiksins hefur margt gerst hjá Crystal Palace. Nýlega er búið að greina frá því að Glasner muni yfirgefa félagið eftir yfirstandandi tímabili og degi fyrir leikinn gegn Sunderland var honum greint frá því að búið væri að selja fyrirliða hans hjá Palace, Marc Guehi til Manchester City. 

Klippa: Mætti brjálaður í viðtal eftir leik

Glasner gerði enga breytingu á liði sínu í leik dagsins og var varamannabekkur Crystal Palace í dag að miklu leiti til skipaður ungum leikmönnum þar sem liðið er einnig að glíma við meiðslavandræði.

Stjórinn mætti auðsjáanlega brjálaður í viðtal eftir leik þar sem að hann nýtti tækifærið til þess að hjóla í forráðamenn Crystal Palace.

„Þetta er það sem gerist þegar að hjarta liðsins er í tvígang rifið úr liðinu á sama ári,“ sagði Glasner en auk þess að selja Guehi degi fyrir leik, seldu forráðamenn Crystal Palace Eberechi Eze, sem hafði leikið lykilhlutverk í liðinu, til Arsenal degi fyrir leik fyrr á tímabilinu. 

„Ég bara skil þetta ekki. Á mínum þrjátíu ára ferli í fótbolta hef ég aldrei upplifað annað eins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×