Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar 5. janúar 2026 07:00 Einu sinni, fyrir ekki svo margt löngu stóð til að gera hraðbraut gegnum Fossvogsdalinn svo íbúar Breiðholts kæmust fyrr niður í miðbæ. Íbúar Fossvogsdals mótmæltu og bæjarstjórn Kópavogs einnig. Þess vegna eigum við útivistarvin í Fossvogsdal. Nú stendur til að bæta almenningssamgöngur og auka net hjólastíga um höfuðborgarsvæðið. Er það vel. En það er eitt sem skyldi hafa í huga, að það er ekki sama hjól sem fer hratt og það sem hægar ferðast. Nú stendur til að leggja stofnhjólahraðbraut meðfram strandlengjunni á sunnanverðu Kársnesi. Til að fólk sem komi sunnan úr Hafnarfirði, Garðabæ og víðar komist fljótar leiðar sinnar niður í miðbæ Reykjavíkur – og svo væntanlega heim aftur. Í skýrslu Umhverfissviðs Kópavogsbæjar kemur m.a. fram: „Gert er ráð fyrir að með opnun Fossvogsbrúar verði Kárnsnesstígurinn einn umferðarþyngsti hjólastígur höfuðborgarsvæðisins...Búast má við að með tilkomu Fossvogsbrúar aukist hjólaumferð um stíginn það mikið að á álagstímum verði gangandi umferð í víkjandi stöðu“. Strandlengjan er skilgreind sem „ grænt svæði“ og útivistarsvæði skv. aðalskipulagi Kópavogs. Það er hið besta mál að leggja hjólahraðbrautir því þær eru framtíðin. Og ber þær að leggja sem víðast. En þær eiga ekki heima á kyrrðar útivistarsvæðum, því strandlengjan á Kársnesi er aðalútivistarsvæðið hér, friðland hvar fólk á öllum aldri gengur suður með sjó og nýtur útsýnis, kyrrðar og fuglalífs. „Ef lund þín er hrelldþessum fylgdu orðumgakktu með sjó og sittu við eldsvo mælti völvan forðum“ svo segir í þjóðvísu og þannig sé ég strandlengjuna notaða. Þetta er hæglætissvæði, fólk hleypur jú en þarf ekki að eiga það á hættu að vera hjólað niður af hraðhjólamanneskju. Eitt sinn var ég á göngu á Kársnesstígnum með hundinn minn, kemur þá ekki hjólamaður æðandi á fullri ferð öskrandi á mig því ég var fyrir honum og hans hröðu ferð. Ég þurfti næstum að hoppa útí sjó með hundinn í fanginu svo hann þyrfti ekki að hægja á sér. Margir íbúar Kársness hafa lagt til að stofn-hjólabraut verði lögð meðfram Kópavogsbraut sem liggur ofar á nesinu, er breið og rúmar vel slíka hjólabraut sem síðan færi niður að Kópavogsbryggju og þaðan út að Fossvogsbrú. Þannig yrði skapað öruggt umhverfi fyrir hraðhjólafólk. Og athuga skyldi eitt, slíkar hjólabrautir verða að vera vel upplýstar öryggissins vegna – og flóðlýsing á ekki heima í friðlandi. Hinir sem hjóla hægar, ganga, njóta náttúru, spjalla saman eða þegja – gætu þannig áfram notið friðlandsins sem er meðfram strandlengjunni samkvæmt aðalskipulagi. Stofnuð hafa verið útivistarsamtök Kársness sem öllum er frjálst að ganga í. Þar má finna alls kyns fróðleik er varðar útivist, lífsgæði í borg, fuglalíf og fleira. Höfundur er gönguleiðsögumaður og áhugamanneskja um hæglætis útivist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Einu sinni, fyrir ekki svo margt löngu stóð til að gera hraðbraut gegnum Fossvogsdalinn svo íbúar Breiðholts kæmust fyrr niður í miðbæ. Íbúar Fossvogsdals mótmæltu og bæjarstjórn Kópavogs einnig. Þess vegna eigum við útivistarvin í Fossvogsdal. Nú stendur til að bæta almenningssamgöngur og auka net hjólastíga um höfuðborgarsvæðið. Er það vel. En það er eitt sem skyldi hafa í huga, að það er ekki sama hjól sem fer hratt og það sem hægar ferðast. Nú stendur til að leggja stofnhjólahraðbraut meðfram strandlengjunni á sunnanverðu Kársnesi. Til að fólk sem komi sunnan úr Hafnarfirði, Garðabæ og víðar komist fljótar leiðar sinnar niður í miðbæ Reykjavíkur – og svo væntanlega heim aftur. Í skýrslu Umhverfissviðs Kópavogsbæjar kemur m.a. fram: „Gert er ráð fyrir að með opnun Fossvogsbrúar verði Kárnsnesstígurinn einn umferðarþyngsti hjólastígur höfuðborgarsvæðisins...Búast má við að með tilkomu Fossvogsbrúar aukist hjólaumferð um stíginn það mikið að á álagstímum verði gangandi umferð í víkjandi stöðu“. Strandlengjan er skilgreind sem „ grænt svæði“ og útivistarsvæði skv. aðalskipulagi Kópavogs. Það er hið besta mál að leggja hjólahraðbrautir því þær eru framtíðin. Og ber þær að leggja sem víðast. En þær eiga ekki heima á kyrrðar útivistarsvæðum, því strandlengjan á Kársnesi er aðalútivistarsvæðið hér, friðland hvar fólk á öllum aldri gengur suður með sjó og nýtur útsýnis, kyrrðar og fuglalífs. „Ef lund þín er hrelldþessum fylgdu orðumgakktu með sjó og sittu við eldsvo mælti völvan forðum“ svo segir í þjóðvísu og þannig sé ég strandlengjuna notaða. Þetta er hæglætissvæði, fólk hleypur jú en þarf ekki að eiga það á hættu að vera hjólað niður af hraðhjólamanneskju. Eitt sinn var ég á göngu á Kársnesstígnum með hundinn minn, kemur þá ekki hjólamaður æðandi á fullri ferð öskrandi á mig því ég var fyrir honum og hans hröðu ferð. Ég þurfti næstum að hoppa útí sjó með hundinn í fanginu svo hann þyrfti ekki að hægja á sér. Margir íbúar Kársness hafa lagt til að stofn-hjólabraut verði lögð meðfram Kópavogsbraut sem liggur ofar á nesinu, er breið og rúmar vel slíka hjólabraut sem síðan færi niður að Kópavogsbryggju og þaðan út að Fossvogsbrú. Þannig yrði skapað öruggt umhverfi fyrir hraðhjólafólk. Og athuga skyldi eitt, slíkar hjólabrautir verða að vera vel upplýstar öryggissins vegna – og flóðlýsing á ekki heima í friðlandi. Hinir sem hjóla hægar, ganga, njóta náttúru, spjalla saman eða þegja – gætu þannig áfram notið friðlandsins sem er meðfram strandlengjunni samkvæmt aðalskipulagi. Stofnuð hafa verið útivistarsamtök Kársness sem öllum er frjálst að ganga í. Þar má finna alls kyns fróðleik er varðar útivist, lífsgæði í borg, fuglalíf og fleira. Höfundur er gönguleiðsögumaður og áhugamanneskja um hæglætis útivist.
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar