Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar 5. janúar 2026 07:00 Einu sinni, fyrir ekki svo margt löngu stóð til að gera hraðbraut gegnum Fossvogsdalinn svo íbúar Breiðholts kæmust fyrr niður í miðbæ. Íbúar Fossvogsdals mótmæltu og bæjarstjórn Kópavogs einnig. Þess vegna eigum við útivistarvin í Fossvogsdal. Nú stendur til að bæta almenningssamgöngur og auka net hjólastíga um höfuðborgarsvæðið. Er það vel. En það er eitt sem skyldi hafa í huga, að það er ekki sama hjól sem fer hratt og það sem hægar ferðast. Nú stendur til að leggja stofnhjólahraðbraut meðfram strandlengjunni á sunnanverðu Kársnesi. Til að fólk sem komi sunnan úr Hafnarfirði, Garðabæ og víðar komist fljótar leiðar sinnar niður í miðbæ Reykjavíkur – og svo væntanlega heim aftur. Í skýrslu Umhverfissviðs Kópavogsbæjar kemur m.a. fram: „Gert er ráð fyrir að með opnun Fossvogsbrúar verði Kárnsnesstígurinn einn umferðarþyngsti hjólastígur höfuðborgarsvæðisins...Búast má við að með tilkomu Fossvogsbrúar aukist hjólaumferð um stíginn það mikið að á álagstímum verði gangandi umferð í víkjandi stöðu“. Strandlengjan er skilgreind sem „ grænt svæði“ og útivistarsvæði skv. aðalskipulagi Kópavogs. Það er hið besta mál að leggja hjólahraðbrautir því þær eru framtíðin. Og ber þær að leggja sem víðast. En þær eiga ekki heima á kyrrðar útivistarsvæðum, því strandlengjan á Kársnesi er aðalútivistarsvæðið hér, friðland hvar fólk á öllum aldri gengur suður með sjó og nýtur útsýnis, kyrrðar og fuglalífs. „Ef lund þín er hrelldþessum fylgdu orðumgakktu með sjó og sittu við eldsvo mælti völvan forðum“ svo segir í þjóðvísu og þannig sé ég strandlengjuna notaða. Þetta er hæglætissvæði, fólk hleypur jú en þarf ekki að eiga það á hættu að vera hjólað niður af hraðhjólamanneskju. Eitt sinn var ég á göngu á Kársnesstígnum með hundinn minn, kemur þá ekki hjólamaður æðandi á fullri ferð öskrandi á mig því ég var fyrir honum og hans hröðu ferð. Ég þurfti næstum að hoppa útí sjó með hundinn í fanginu svo hann þyrfti ekki að hægja á sér. Margir íbúar Kársness hafa lagt til að stofn-hjólabraut verði lögð meðfram Kópavogsbraut sem liggur ofar á nesinu, er breið og rúmar vel slíka hjólabraut sem síðan færi niður að Kópavogsbryggju og þaðan út að Fossvogsbrú. Þannig yrði skapað öruggt umhverfi fyrir hraðhjólafólk. Og athuga skyldi eitt, slíkar hjólabrautir verða að vera vel upplýstar öryggissins vegna – og flóðlýsing á ekki heima í friðlandi. Hinir sem hjóla hægar, ganga, njóta náttúru, spjalla saman eða þegja – gætu þannig áfram notið friðlandsins sem er meðfram strandlengjunni samkvæmt aðalskipulagi. Stofnuð hafa verið útivistarsamtök Kársness sem öllum er frjálst að ganga í. Þar má finna alls kyns fróðleik er varðar útivist, lífsgæði í borg, fuglalíf og fleira. Höfundur er gönguleiðsögumaður og áhugamanneskja um hæglætis útivist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni, fyrir ekki svo margt löngu stóð til að gera hraðbraut gegnum Fossvogsdalinn svo íbúar Breiðholts kæmust fyrr niður í miðbæ. Íbúar Fossvogsdals mótmæltu og bæjarstjórn Kópavogs einnig. Þess vegna eigum við útivistarvin í Fossvogsdal. Nú stendur til að bæta almenningssamgöngur og auka net hjólastíga um höfuðborgarsvæðið. Er það vel. En það er eitt sem skyldi hafa í huga, að það er ekki sama hjól sem fer hratt og það sem hægar ferðast. Nú stendur til að leggja stofnhjólahraðbraut meðfram strandlengjunni á sunnanverðu Kársnesi. Til að fólk sem komi sunnan úr Hafnarfirði, Garðabæ og víðar komist fljótar leiðar sinnar niður í miðbæ Reykjavíkur – og svo væntanlega heim aftur. Í skýrslu Umhverfissviðs Kópavogsbæjar kemur m.a. fram: „Gert er ráð fyrir að með opnun Fossvogsbrúar verði Kárnsnesstígurinn einn umferðarþyngsti hjólastígur höfuðborgarsvæðisins...Búast má við að með tilkomu Fossvogsbrúar aukist hjólaumferð um stíginn það mikið að á álagstímum verði gangandi umferð í víkjandi stöðu“. Strandlengjan er skilgreind sem „ grænt svæði“ og útivistarsvæði skv. aðalskipulagi Kópavogs. Það er hið besta mál að leggja hjólahraðbrautir því þær eru framtíðin. Og ber þær að leggja sem víðast. En þær eiga ekki heima á kyrrðar útivistarsvæðum, því strandlengjan á Kársnesi er aðalútivistarsvæðið hér, friðland hvar fólk á öllum aldri gengur suður með sjó og nýtur útsýnis, kyrrðar og fuglalífs. „Ef lund þín er hrelldþessum fylgdu orðumgakktu með sjó og sittu við eldsvo mælti völvan forðum“ svo segir í þjóðvísu og þannig sé ég strandlengjuna notaða. Þetta er hæglætissvæði, fólk hleypur jú en þarf ekki að eiga það á hættu að vera hjólað niður af hraðhjólamanneskju. Eitt sinn var ég á göngu á Kársnesstígnum með hundinn minn, kemur þá ekki hjólamaður æðandi á fullri ferð öskrandi á mig því ég var fyrir honum og hans hröðu ferð. Ég þurfti næstum að hoppa útí sjó með hundinn í fanginu svo hann þyrfti ekki að hægja á sér. Margir íbúar Kársness hafa lagt til að stofn-hjólabraut verði lögð meðfram Kópavogsbraut sem liggur ofar á nesinu, er breið og rúmar vel slíka hjólabraut sem síðan færi niður að Kópavogsbryggju og þaðan út að Fossvogsbrú. Þannig yrði skapað öruggt umhverfi fyrir hraðhjólafólk. Og athuga skyldi eitt, slíkar hjólabrautir verða að vera vel upplýstar öryggissins vegna – og flóðlýsing á ekki heima í friðlandi. Hinir sem hjóla hægar, ganga, njóta náttúru, spjalla saman eða þegja – gætu þannig áfram notið friðlandsins sem er meðfram strandlengjunni samkvæmt aðalskipulagi. Stofnuð hafa verið útivistarsamtök Kársness sem öllum er frjálst að ganga í. Þar má finna alls kyns fróðleik er varðar útivist, lífsgæði í borg, fuglalíf og fleira. Höfundur er gönguleiðsögumaður og áhugamanneskja um hæglætis útivist.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun