Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar 5. janúar 2026 07:00 Einu sinni, fyrir ekki svo margt löngu stóð til að gera hraðbraut gegnum Fossvogsdalinn svo íbúar Breiðholts kæmust fyrr niður í miðbæ. Íbúar Fossvogsdals mótmæltu og bæjarstjórn Kópavogs einnig. Þess vegna eigum við útivistarvin í Fossvogsdal. Nú stendur til að bæta almenningssamgöngur og auka net hjólastíga um höfuðborgarsvæðið. Er það vel. En það er eitt sem skyldi hafa í huga, að það er ekki sama hjól sem fer hratt og það sem hægar ferðast. Nú stendur til að leggja stofnhjólahraðbraut meðfram strandlengjunni á sunnanverðu Kársnesi. Til að fólk sem komi sunnan úr Hafnarfirði, Garðabæ og víðar komist fljótar leiðar sinnar niður í miðbæ Reykjavíkur – og svo væntanlega heim aftur. Í skýrslu Umhverfissviðs Kópavogsbæjar kemur m.a. fram: „Gert er ráð fyrir að með opnun Fossvogsbrúar verði Kárnsnesstígurinn einn umferðarþyngsti hjólastígur höfuðborgarsvæðisins...Búast má við að með tilkomu Fossvogsbrúar aukist hjólaumferð um stíginn það mikið að á álagstímum verði gangandi umferð í víkjandi stöðu“. Strandlengjan er skilgreind sem „ grænt svæði“ og útivistarsvæði skv. aðalskipulagi Kópavogs. Það er hið besta mál að leggja hjólahraðbrautir því þær eru framtíðin. Og ber þær að leggja sem víðast. En þær eiga ekki heima á kyrrðar útivistarsvæðum, því strandlengjan á Kársnesi er aðalútivistarsvæðið hér, friðland hvar fólk á öllum aldri gengur suður með sjó og nýtur útsýnis, kyrrðar og fuglalífs. „Ef lund þín er hrelldþessum fylgdu orðumgakktu með sjó og sittu við eldsvo mælti völvan forðum“ svo segir í þjóðvísu og þannig sé ég strandlengjuna notaða. Þetta er hæglætissvæði, fólk hleypur jú en þarf ekki að eiga það á hættu að vera hjólað niður af hraðhjólamanneskju. Eitt sinn var ég á göngu á Kársnesstígnum með hundinn minn, kemur þá ekki hjólamaður æðandi á fullri ferð öskrandi á mig því ég var fyrir honum og hans hröðu ferð. Ég þurfti næstum að hoppa útí sjó með hundinn í fanginu svo hann þyrfti ekki að hægja á sér. Margir íbúar Kársness hafa lagt til að stofn-hjólabraut verði lögð meðfram Kópavogsbraut sem liggur ofar á nesinu, er breið og rúmar vel slíka hjólabraut sem síðan færi niður að Kópavogsbryggju og þaðan út að Fossvogsbrú. Þannig yrði skapað öruggt umhverfi fyrir hraðhjólafólk. Og athuga skyldi eitt, slíkar hjólabrautir verða að vera vel upplýstar öryggissins vegna – og flóðlýsing á ekki heima í friðlandi. Hinir sem hjóla hægar, ganga, njóta náttúru, spjalla saman eða þegja – gætu þannig áfram notið friðlandsins sem er meðfram strandlengjunni samkvæmt aðalskipulagi. Stofnuð hafa verið útivistarsamtök Kársness sem öllum er frjálst að ganga í. Þar má finna alls kyns fróðleik er varðar útivist, lífsgæði í borg, fuglalíf og fleira. Höfundur er gönguleiðsögumaður og áhugamanneskja um hæglætis útivist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Skoðun Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Einu sinni, fyrir ekki svo margt löngu stóð til að gera hraðbraut gegnum Fossvogsdalinn svo íbúar Breiðholts kæmust fyrr niður í miðbæ. Íbúar Fossvogsdals mótmæltu og bæjarstjórn Kópavogs einnig. Þess vegna eigum við útivistarvin í Fossvogsdal. Nú stendur til að bæta almenningssamgöngur og auka net hjólastíga um höfuðborgarsvæðið. Er það vel. En það er eitt sem skyldi hafa í huga, að það er ekki sama hjól sem fer hratt og það sem hægar ferðast. Nú stendur til að leggja stofnhjólahraðbraut meðfram strandlengjunni á sunnanverðu Kársnesi. Til að fólk sem komi sunnan úr Hafnarfirði, Garðabæ og víðar komist fljótar leiðar sinnar niður í miðbæ Reykjavíkur – og svo væntanlega heim aftur. Í skýrslu Umhverfissviðs Kópavogsbæjar kemur m.a. fram: „Gert er ráð fyrir að með opnun Fossvogsbrúar verði Kárnsnesstígurinn einn umferðarþyngsti hjólastígur höfuðborgarsvæðisins...Búast má við að með tilkomu Fossvogsbrúar aukist hjólaumferð um stíginn það mikið að á álagstímum verði gangandi umferð í víkjandi stöðu“. Strandlengjan er skilgreind sem „ grænt svæði“ og útivistarsvæði skv. aðalskipulagi Kópavogs. Það er hið besta mál að leggja hjólahraðbrautir því þær eru framtíðin. Og ber þær að leggja sem víðast. En þær eiga ekki heima á kyrrðar útivistarsvæðum, því strandlengjan á Kársnesi er aðalútivistarsvæðið hér, friðland hvar fólk á öllum aldri gengur suður með sjó og nýtur útsýnis, kyrrðar og fuglalífs. „Ef lund þín er hrelldþessum fylgdu orðumgakktu með sjó og sittu við eldsvo mælti völvan forðum“ svo segir í þjóðvísu og þannig sé ég strandlengjuna notaða. Þetta er hæglætissvæði, fólk hleypur jú en þarf ekki að eiga það á hættu að vera hjólað niður af hraðhjólamanneskju. Eitt sinn var ég á göngu á Kársnesstígnum með hundinn minn, kemur þá ekki hjólamaður æðandi á fullri ferð öskrandi á mig því ég var fyrir honum og hans hröðu ferð. Ég þurfti næstum að hoppa útí sjó með hundinn í fanginu svo hann þyrfti ekki að hægja á sér. Margir íbúar Kársness hafa lagt til að stofn-hjólabraut verði lögð meðfram Kópavogsbraut sem liggur ofar á nesinu, er breið og rúmar vel slíka hjólabraut sem síðan færi niður að Kópavogsbryggju og þaðan út að Fossvogsbrú. Þannig yrði skapað öruggt umhverfi fyrir hraðhjólafólk. Og athuga skyldi eitt, slíkar hjólabrautir verða að vera vel upplýstar öryggissins vegna – og flóðlýsing á ekki heima í friðlandi. Hinir sem hjóla hægar, ganga, njóta náttúru, spjalla saman eða þegja – gætu þannig áfram notið friðlandsins sem er meðfram strandlengjunni samkvæmt aðalskipulagi. Stofnuð hafa verið útivistarsamtök Kársness sem öllum er frjálst að ganga í. Þar má finna alls kyns fróðleik er varðar útivist, lífsgæði í borg, fuglalíf og fleira. Höfundur er gönguleiðsögumaður og áhugamanneskja um hæglætis útivist.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun