Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 11:01 Snævar Örn Kristmannsson, sundkappi úr Breiðabliki er íþróttamaður ársins 2025 hjá ÍF Vísir Snævar Örn Kristmannsson, íþróttamaður ársins 2025 hjá Íþróttasambandi fatlaðra, sló þrjátíu og þrjú Íslandsmet, fimm Evrópumet og eitt heimsmet á árinu sem nú er að líða. Hann stefnir á að gera allt sem hann gerði í lauginni í ár, enn þá hraðar á næsta ári. Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Snævar átti magnað ár, setti þrjátíu og þrjú Íslandsmet, fimm Evrópumet og á Íslandsmóti SSÍ setti hann hvorki meira né minna en nýtt heimsmet í 50 metra flugsundi. Á heimsmeistaramóti Virtus í Tælandi vann hann svo þrenn silfurverðlaun. „Ég er mjög ánægður og stoltur af sjálfum mér,“ sagði Snævar Örn í samtali við íþróttadeild. „Það er bara mjög mikill heiður að fá að vera hérna.“ Klippa: Snævar heimsmethafi og íþróttamaður ársins Á svona tímamótum er margs að þakka og er Snævar afar þakklátur fyrir alla þjálfara sem hann hefur haft fram að þessum tímapunkti, þeim liðum sem hann æfir með sem og fólkinu sem stendur að baki Íþróttasambandi fatlaðra. „Svo vil ég þakka mömmu og pabba.“ Heimsmetið í 50 metra flugsundi í flokki s19 er klárlega einn af hápunktunum á ári Snævars til þessa. Það setti hann á Íslandsmóti SSÍ. „Ég fékk að vita það fyrir sundið að ef ég myndi bæta tímann minn um ákveðið mikið þá gæti ég sett heimsmet. Það var mitt markmið komandi inn í sundið. Ég náði því og fékk það síðar staðfest, var reyndar á leiðinni í boðsund þá. Þetta var svakalegt.“ Er það ekki virkilega stórt fyrir mann sem íþróttamann að eiga heimsmet? „Jú, ég í raun get ekki útskýrt það.“ Stórt ár að renna sitt skeið fyrir Snævar en hvernig horfir hann á framhaldið? „Ég vil gera allt sem ég gerði á þessi ári hraðar,“ svaraði Snævar lunkinn. „Það eru nokkur mót framundan og þar af leiðandi fleiri tækifæri til þess að gera allt það sem ég geri hraðar.“ Sund Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira
Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Snævar átti magnað ár, setti þrjátíu og þrjú Íslandsmet, fimm Evrópumet og á Íslandsmóti SSÍ setti hann hvorki meira né minna en nýtt heimsmet í 50 metra flugsundi. Á heimsmeistaramóti Virtus í Tælandi vann hann svo þrenn silfurverðlaun. „Ég er mjög ánægður og stoltur af sjálfum mér,“ sagði Snævar Örn í samtali við íþróttadeild. „Það er bara mjög mikill heiður að fá að vera hérna.“ Klippa: Snævar heimsmethafi og íþróttamaður ársins Á svona tímamótum er margs að þakka og er Snævar afar þakklátur fyrir alla þjálfara sem hann hefur haft fram að þessum tímapunkti, þeim liðum sem hann æfir með sem og fólkinu sem stendur að baki Íþróttasambandi fatlaðra. „Svo vil ég þakka mömmu og pabba.“ Heimsmetið í 50 metra flugsundi í flokki s19 er klárlega einn af hápunktunum á ári Snævars til þessa. Það setti hann á Íslandsmóti SSÍ. „Ég fékk að vita það fyrir sundið að ef ég myndi bæta tímann minn um ákveðið mikið þá gæti ég sett heimsmet. Það var mitt markmið komandi inn í sundið. Ég náði því og fékk það síðar staðfest, var reyndar á leiðinni í boðsund þá. Þetta var svakalegt.“ Er það ekki virkilega stórt fyrir mann sem íþróttamann að eiga heimsmet? „Jú, ég í raun get ekki útskýrt það.“ Stórt ár að renna sitt skeið fyrir Snævar en hvernig horfir hann á framhaldið? „Ég vil gera allt sem ég gerði á þessi ári hraðar,“ svaraði Snævar lunkinn. „Það eru nokkur mót framundan og þar af leiðandi fleiri tækifæri til þess að gera allt það sem ég geri hraðar.“
Sund Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira