Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 3. desember 2025 21:15 Danielle Rodriguez, leikmaður Njarðvíkur í leik gegn Val fyrr á tímabilinu. Vísir/Anton Brink Njarðvík tók á móti Stjörnunni í IceMar höllinni í Njarðvík þegar tíunda umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni í kvöld. Leikur sem fyrir fram átti að vera spennandi en varð það aldrei og Njarðvík fór með öruggan sigur 95-74. Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt og bæði lið opnuðu á þrist og var mjög jafnt með liðum fyrst um sinn. Njarðvík tók svo öll völd eftir því sem leið á leikhlutann og Stjarnan átti fá svör við frábæru spili frá heimakonum sem náðu 13-0 kafla og stigu risastór skref fram úr Stjörnunni. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 29-15 Njarðvík í vil. Stjarnan spilaði pressuvörn lengi vel og Njarðvík átti ekki í neinum vandræðum með að leysa það. Njarðvík náði mest 24 stiga mun áður en Stjarnan skipti aðeins um gír. Stjarnan breytti örlitlu í varnarleiknum hjá sér og fóru að ná stoppum sem voru ekki til staðar lengst af. Njarðvík fór þó með örugga forystu inn í hálfleikinn 53-34. Stjarnan opnaði seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu og leit út fyrir að þær væru að mæta með krafti út í þriðja leikhluta. Allt kom hinsvegar fyrir ekki og Njarðvík keyrði á Stjörnuna og sótti sér gott forskot sem best náði 27 stigum. Stjarnan náði að stilla saman strengi fyrir lok leikhlutans og saxaði vel á. Njarðík fór með átján stiga forystu inn í fjórða leikhluta 75-57. Njarðvík skoraði fyrstu fimm stig fjórða leikhluta og eftir það voru úrslitin svo gott sem ráðin. Njarðvík gat rúllað sínu liði og þær fóru að lokum með öruggan sigur 95-74. Atvik leiksins Frábær kafli í öðrum leikhluta þar sem Njarðvík skoraði nánast af vild og kláruðu leikinn nánast bara þar. Stjörnur og skúrkar Dani Rodriguez var mjög góð í kvöld og endaði með 25 stig og gaf sex stoðsendingar að auki. Hulda María Agnarsdóttir, Brittany Dinkins, Paulina Hersler og lengi mætti telja voru líka öflugar í liði Njarðvíkur. Virkilega góð frammistaða hjá liðinu í heild. Fanney María Freysdóttir nýtti tækifærið vel í liði Stjörnunnar fannst mér og var með 16 stig. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Guðmundur Ragnar Björnsson voru á flautunni hér í kvöld. Ekki endilega erfiður leikur að dæma og komst teymið allt í lagi frá þessu. Stemingin og umgjörð Umgjörðin í Njarðvík er alltaf til fyrirmyndar. Ágætlega mætt í stúkunni og stemningin góð. Viðtöl Einar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir „Við settum bara tóninn snemma leiks“ „Ánægður með kraftinn í okkur í dag og við settum bara tóninn snemma leiks“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum einhverjum 20 stiga forystu í hálfleik og smá niðursveifla á okkur í þriðja. Óþarflega margir tapaðir boltar í dag en á sama tíma er bara margt gott“ „Við vorum ekkert að hitta kannski frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna en hreyfðum boltann vel og 26 stoðsendingar og bara góður sigur“ Njarðvík átti erfiða síðustu umferð þar sem þær töpuðu illa fyrir Haukum og var Einar ángæður með svarið sem hann fékk frá sínu liði í kvöld. „Við ætluðum okkur að spila öflugri varnarleik og hafa bara meiri ákefð í því sem að við vorum að gera. Mér fannst það klárlega vera staðan í dag og það er eitthvað til þess að taka með okkur inn í þrusu næstu viku“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari StjörnunnarVísir/Paweł „Hræðir mann þegar við erum alltaf að tönglast á sömu hlutunum“ „Fyrri hálfleikurinn alveg ofboðslega dapur“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Stjörnunar eftir tapið í kvöld. „Ég get alveg tapað leikjum, það er allt í lagi en þegar við erum svona ragar og framtakið einhvernveginn lélegt og við gerum mistök í hlutum sem að við erum að gera á hverri einustu æfingu og ég tala ekki um sömu hlutina aftur og aftur“ „Það hræðir mann þegar við erum alltaf að tönglast á sömu hlutunum og við einhvernveginn komumst ekki yfir þá. Það er alveg óþolandi“ „Frammistaðan töluvert betri í seinni hálfleik og við gerum töluvert betur en þá er leikurinn svo gott sem farin“ Greeta Uprus var ekki með Stjörnuliðinu í dag en hún hefur verið leyst undan samningi hjá Stjörnunni. „Hún er farin heim og við erum bara að leita af öðrum leikmanni. Markaðurinn er bara ekkert sérstaklega góður en á meðan hún er ekki eða einhver önnur þá þurfum við bara hver og ein að stíga upp og gera betur heldur en við gerðum í dag“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Stjarnan
Njarðvík tók á móti Stjörnunni í IceMar höllinni í Njarðvík þegar tíunda umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni í kvöld. Leikur sem fyrir fram átti að vera spennandi en varð það aldrei og Njarðvík fór með öruggan sigur 95-74. Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt og bæði lið opnuðu á þrist og var mjög jafnt með liðum fyrst um sinn. Njarðvík tók svo öll völd eftir því sem leið á leikhlutann og Stjarnan átti fá svör við frábæru spili frá heimakonum sem náðu 13-0 kafla og stigu risastór skref fram úr Stjörnunni. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 29-15 Njarðvík í vil. Stjarnan spilaði pressuvörn lengi vel og Njarðvík átti ekki í neinum vandræðum með að leysa það. Njarðvík náði mest 24 stiga mun áður en Stjarnan skipti aðeins um gír. Stjarnan breytti örlitlu í varnarleiknum hjá sér og fóru að ná stoppum sem voru ekki til staðar lengst af. Njarðvík fór þó með örugga forystu inn í hálfleikinn 53-34. Stjarnan opnaði seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu og leit út fyrir að þær væru að mæta með krafti út í þriðja leikhluta. Allt kom hinsvegar fyrir ekki og Njarðvík keyrði á Stjörnuna og sótti sér gott forskot sem best náði 27 stigum. Stjarnan náði að stilla saman strengi fyrir lok leikhlutans og saxaði vel á. Njarðík fór með átján stiga forystu inn í fjórða leikhluta 75-57. Njarðvík skoraði fyrstu fimm stig fjórða leikhluta og eftir það voru úrslitin svo gott sem ráðin. Njarðvík gat rúllað sínu liði og þær fóru að lokum með öruggan sigur 95-74. Atvik leiksins Frábær kafli í öðrum leikhluta þar sem Njarðvík skoraði nánast af vild og kláruðu leikinn nánast bara þar. Stjörnur og skúrkar Dani Rodriguez var mjög góð í kvöld og endaði með 25 stig og gaf sex stoðsendingar að auki. Hulda María Agnarsdóttir, Brittany Dinkins, Paulina Hersler og lengi mætti telja voru líka öflugar í liði Njarðvíkur. Virkilega góð frammistaða hjá liðinu í heild. Fanney María Freysdóttir nýtti tækifærið vel í liði Stjörnunnar fannst mér og var með 16 stig. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Guðmundur Ragnar Björnsson voru á flautunni hér í kvöld. Ekki endilega erfiður leikur að dæma og komst teymið allt í lagi frá þessu. Stemingin og umgjörð Umgjörðin í Njarðvík er alltaf til fyrirmyndar. Ágætlega mætt í stúkunni og stemningin góð. Viðtöl Einar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir „Við settum bara tóninn snemma leiks“ „Ánægður með kraftinn í okkur í dag og við settum bara tóninn snemma leiks“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum einhverjum 20 stiga forystu í hálfleik og smá niðursveifla á okkur í þriðja. Óþarflega margir tapaðir boltar í dag en á sama tíma er bara margt gott“ „Við vorum ekkert að hitta kannski frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna en hreyfðum boltann vel og 26 stoðsendingar og bara góður sigur“ Njarðvík átti erfiða síðustu umferð þar sem þær töpuðu illa fyrir Haukum og var Einar ángæður með svarið sem hann fékk frá sínu liði í kvöld. „Við ætluðum okkur að spila öflugri varnarleik og hafa bara meiri ákefð í því sem að við vorum að gera. Mér fannst það klárlega vera staðan í dag og það er eitthvað til þess að taka með okkur inn í þrusu næstu viku“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari StjörnunnarVísir/Paweł „Hræðir mann þegar við erum alltaf að tönglast á sömu hlutunum“ „Fyrri hálfleikurinn alveg ofboðslega dapur“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Stjörnunar eftir tapið í kvöld. „Ég get alveg tapað leikjum, það er allt í lagi en þegar við erum svona ragar og framtakið einhvernveginn lélegt og við gerum mistök í hlutum sem að við erum að gera á hverri einustu æfingu og ég tala ekki um sömu hlutina aftur og aftur“ „Það hræðir mann þegar við erum alltaf að tönglast á sömu hlutunum og við einhvernveginn komumst ekki yfir þá. Það er alveg óþolandi“ „Frammistaðan töluvert betri í seinni hálfleik og við gerum töluvert betur en þá er leikurinn svo gott sem farin“ Greeta Uprus var ekki með Stjörnuliðinu í dag en hún hefur verið leyst undan samningi hjá Stjörnunni. „Hún er farin heim og við erum bara að leita af öðrum leikmanni. Markaðurinn er bara ekkert sérstaklega góður en á meðan hún er ekki eða einhver önnur þá þurfum við bara hver og ein að stíga upp og gera betur heldur en við gerðum í dag“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson.