Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar 9. janúar 2026 09:01 Það er ljóst að breytingar í leikskólakerfinu eru óumflýjanlegar. En áður en rætt er um gjaldskrár, opnunartíma eða skipulagsbreytingar þurfum við að staldra við og spyrja okkur: Hvert erum við eiginlega að stefna sem samfélag? Ef nútímasamfélag á að þýða að við gleymum grunnþörfum barna, þá er það samfélag á rangri leið. Í umræðunni um leikskólamál er sífellt vísað í hugmyndir um „nútímasamfélag“ og „jafnrétti“. En ef þetta á að vera nútíminn – samfélag þar sem grunnþarfir barna eru settar til hliðar – þá erum við ekki að þróast áfram, heldur aftur á bak. Það er óásættanlegt að slagorð séu látin ganga framar velferð þeirra sem minnst geta varið sig. Þarfir barna eru ekki samningsatriði. Þau þurfa öryggi, ró og fullorðna sem hafa tíma til að sinna þeim. Í dag er það einfaldlega ekki hægt. Deildir eru undirmannaðar, álagið er mikið -Þetta er ekki faglegt umhverfi – þetta er neyðarástand. Samt er talað um jafnrétti eins og það réttlæti allt. En hvar er jafnréttið fyrir börnin? Fyrir starfsfólkið sem brennur út? Það er hræsni að tala um jafnrétti á meðan kerfið sjálft stendur og fellur á því að börn séu látin aðlagast aðstæðum sem eru þeim ekki til heilla. Ef við viljum raunverulegar lausnir, þá verðum við að byrja á því sem skiptir mestu máli: að lengja fæðingarorlof. Það myndi bæði minnka álag á leikskólakerfið og tryggja að börn fái þann tíma með foreldrum sínum sem þau raunverulega þurfa á fyrstu og viðkvæmustu árum lífsins. Að minnka daglega vistun barna í leikskóla niður væri líka skref í rétta átt. Það myndi bæta líðan barna, létta á starfsfólki og færa kerfið nær því sem raunhæft og heilbrigt er. Það er ekki hægt að tala um nútímasamfélag eða jafnrétti á meðan við gleymum þeim sem þurfa mest á okkur að halda. Ef við ætlum að byggja upp heilbrigt leikskólakerfi, þá verðum við að hætta að fegra stöðuna og byrja að laga hana. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að breytingar í leikskólakerfinu eru óumflýjanlegar. En áður en rætt er um gjaldskrár, opnunartíma eða skipulagsbreytingar þurfum við að staldra við og spyrja okkur: Hvert erum við eiginlega að stefna sem samfélag? Ef nútímasamfélag á að þýða að við gleymum grunnþörfum barna, þá er það samfélag á rangri leið. Í umræðunni um leikskólamál er sífellt vísað í hugmyndir um „nútímasamfélag“ og „jafnrétti“. En ef þetta á að vera nútíminn – samfélag þar sem grunnþarfir barna eru settar til hliðar – þá erum við ekki að þróast áfram, heldur aftur á bak. Það er óásættanlegt að slagorð séu látin ganga framar velferð þeirra sem minnst geta varið sig. Þarfir barna eru ekki samningsatriði. Þau þurfa öryggi, ró og fullorðna sem hafa tíma til að sinna þeim. Í dag er það einfaldlega ekki hægt. Deildir eru undirmannaðar, álagið er mikið -Þetta er ekki faglegt umhverfi – þetta er neyðarástand. Samt er talað um jafnrétti eins og það réttlæti allt. En hvar er jafnréttið fyrir börnin? Fyrir starfsfólkið sem brennur út? Það er hræsni að tala um jafnrétti á meðan kerfið sjálft stendur og fellur á því að börn séu látin aðlagast aðstæðum sem eru þeim ekki til heilla. Ef við viljum raunverulegar lausnir, þá verðum við að byrja á því sem skiptir mestu máli: að lengja fæðingarorlof. Það myndi bæði minnka álag á leikskólakerfið og tryggja að börn fái þann tíma með foreldrum sínum sem þau raunverulega þurfa á fyrstu og viðkvæmustu árum lífsins. Að minnka daglega vistun barna í leikskóla niður væri líka skref í rétta átt. Það myndi bæta líðan barna, létta á starfsfólki og færa kerfið nær því sem raunhæft og heilbrigt er. Það er ekki hægt að tala um nútímasamfélag eða jafnrétti á meðan við gleymum þeim sem þurfa mest á okkur að halda. Ef við ætlum að byggja upp heilbrigt leikskólakerfi, þá verðum við að hætta að fegra stöðuna og byrja að laga hana. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun