Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar 1. desember 2025 09:03 Í dag fögnum við merkum áfanga í samskiptum Íslands og Spánar við opnun sendiráðs Íslands í Madrid. Hér er ekki eingöngu um formlegan áfanga að ræða heldur felst í opnuninni táknræn staðfesting á vináttu, trausti og sívaxandi tengslum tveggja þjóða sem eru nánari en margir ætla, þrátt fyrir að um þrjúsund kílómetrar skilji okkur að. Ákvörðun um að opna sendiráð er ekki tekin á einni nóttu. Um málið var fjallað á Alþingi og niðurstaðan afgerandi; brýn þörf var komin á sendiráð á Spáni. Undirbúningurinn hefur staðið yfir um nokkurt skeið og þegar einn af reyndustu sendiherrum Íslands, Kristján Andri Stefánsson, afhenti Felipe VI. Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í september, var kunngjörð yfirlýsing okkar um trú á framtíðarsambandi Íslands og Spánar. Árið 2019 opnaði Spánn sendiskrifstofu á Íslandi sem undirrituð hefur starfað mikið með allar götur síðan. Gagnkvæmni hefur verið meginregla í samskiptum ríkjanna tveggja og tímabært að við opnum sendiráð í þessu mikla vinaríki okkar til áratuga. Viðskipti, menning og ferðamennska Samband Íslands og Spánar nær miklu lengra aftur í tímann en elstu menn muna og saga þess hefur lengstum verið farsæl og góð. Efnahagsleg og fjárhagsleg tengsl Íslands og Spánar hafa á síðustu árum orðið fjölbreyttari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fyrir löngu skapað sér sess á spænskri grundu enda hafa viðskipti landanna löngum byggst á viðskiptum með sjávarafurðir, vín og í seinni tíma lyf og ál. Þúsundir Íslendinga eiga nú húsnæði á Spáni og sú tala fer vaxandi. Þessi fjöldi sýnir að Spánn er ekki bara sumardvalarstaður í huga Íslendinga heldur í síauknum mæli heimili að heiman, fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem kjósa sól, hlýju og fjölbreytta menningu. Nýtt sendiráð í Madrid mun auðvelda laga- og stjórnsýsluleg samskipti fyrir þá Íslendinga sem eiga eignir og/eða eru í viðskiptum á Spáni og veita þeim aðgang að þjónustu og stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem er mikilvægt skref til að efla öryggi og stuðning þeirra sem tengjast Spáni. Fyrir utan íslenska fasteignaeigendur á Spáni, dvelja þar árlega þúsundir íslenskra ríkisborgara til lengri og skemmri tíma. Með opnun sendiráðsins mun utanríkisþjónustan geta styrkt hagsmunagæslu og eflt þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki þar í landi. Á milli landsins okkar hér í norðri og Spánar í suðri hefur ferðamennska löngum verið ein sterkasta brúin. Ef marka má nýjustu tölur hefur fjöldi spænskra gesta á Íslandi aldrei verið meiri. Árið 2024 komu til landsins rúmlega 70 þúsund spænskir ferðamenn og sú tala er hærri í ár. Að sama skapi hefur Spánn jafnan verið efst á lista þeirra sem ferðast úr landi frá Íslandi. Með opnun sendiráðs fær ferðamannastraumurinn nýja stoð, einfaldari samskipti, betri stuðning og aukna möguleika. Við styrkjum enn frekar þann vettvang sem gerir okkur kleift að efla samvinnu og auka þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki á Spáni. Nágrannar í anda Ísland og Spánn eru ekki aðeins samstarfsríki, þau eru vinir. Þessi vinátta byggist á gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum gildum. Með þessari opnun horfum við fram á enn bjartari framtíð í samvinnu landanna tveggja. Ég óska íslenska ríkinu og sendiráðinu í Madrid innilegrar farsældar. Megi það verða hornsteinn áframhaldandi velgengni og brú á milli fólksins okkar, menningar og viðskipta. Til hamingju með þennan merka dag! Muchas gracias. Höfundur er kjörræðismaður Spánar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sendiráð Íslands Spánn Utanríkismál Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Inga Lind Karlsdóttir Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við merkum áfanga í samskiptum Íslands og Spánar við opnun sendiráðs Íslands í Madrid. Hér er ekki eingöngu um formlegan áfanga að ræða heldur felst í opnuninni táknræn staðfesting á vináttu, trausti og sívaxandi tengslum tveggja þjóða sem eru nánari en margir ætla, þrátt fyrir að um þrjúsund kílómetrar skilji okkur að. Ákvörðun um að opna sendiráð er ekki tekin á einni nóttu. Um málið var fjallað á Alþingi og niðurstaðan afgerandi; brýn þörf var komin á sendiráð á Spáni. Undirbúningurinn hefur staðið yfir um nokkurt skeið og þegar einn af reyndustu sendiherrum Íslands, Kristján Andri Stefánsson, afhenti Felipe VI. Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í september, var kunngjörð yfirlýsing okkar um trú á framtíðarsambandi Íslands og Spánar. Árið 2019 opnaði Spánn sendiskrifstofu á Íslandi sem undirrituð hefur starfað mikið með allar götur síðan. Gagnkvæmni hefur verið meginregla í samskiptum ríkjanna tveggja og tímabært að við opnum sendiráð í þessu mikla vinaríki okkar til áratuga. Viðskipti, menning og ferðamennska Samband Íslands og Spánar nær miklu lengra aftur í tímann en elstu menn muna og saga þess hefur lengstum verið farsæl og góð. Efnahagsleg og fjárhagsleg tengsl Íslands og Spánar hafa á síðustu árum orðið fjölbreyttari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fyrir löngu skapað sér sess á spænskri grundu enda hafa viðskipti landanna löngum byggst á viðskiptum með sjávarafurðir, vín og í seinni tíma lyf og ál. Þúsundir Íslendinga eiga nú húsnæði á Spáni og sú tala fer vaxandi. Þessi fjöldi sýnir að Spánn er ekki bara sumardvalarstaður í huga Íslendinga heldur í síauknum mæli heimili að heiman, fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem kjósa sól, hlýju og fjölbreytta menningu. Nýtt sendiráð í Madrid mun auðvelda laga- og stjórnsýsluleg samskipti fyrir þá Íslendinga sem eiga eignir og/eða eru í viðskiptum á Spáni og veita þeim aðgang að þjónustu og stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem er mikilvægt skref til að efla öryggi og stuðning þeirra sem tengjast Spáni. Fyrir utan íslenska fasteignaeigendur á Spáni, dvelja þar árlega þúsundir íslenskra ríkisborgara til lengri og skemmri tíma. Með opnun sendiráðsins mun utanríkisþjónustan geta styrkt hagsmunagæslu og eflt þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki þar í landi. Á milli landsins okkar hér í norðri og Spánar í suðri hefur ferðamennska löngum verið ein sterkasta brúin. Ef marka má nýjustu tölur hefur fjöldi spænskra gesta á Íslandi aldrei verið meiri. Árið 2024 komu til landsins rúmlega 70 þúsund spænskir ferðamenn og sú tala er hærri í ár. Að sama skapi hefur Spánn jafnan verið efst á lista þeirra sem ferðast úr landi frá Íslandi. Með opnun sendiráðs fær ferðamannastraumurinn nýja stoð, einfaldari samskipti, betri stuðning og aukna möguleika. Við styrkjum enn frekar þann vettvang sem gerir okkur kleift að efla samvinnu og auka þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki á Spáni. Nágrannar í anda Ísland og Spánn eru ekki aðeins samstarfsríki, þau eru vinir. Þessi vinátta byggist á gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum gildum. Með þessari opnun horfum við fram á enn bjartari framtíð í samvinnu landanna tveggja. Ég óska íslenska ríkinu og sendiráðinu í Madrid innilegrar farsældar. Megi það verða hornsteinn áframhaldandi velgengni og brú á milli fólksins okkar, menningar og viðskipta. Til hamingju með þennan merka dag! Muchas gracias. Höfundur er kjörræðismaður Spánar á Íslandi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun