Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 27. nóvember 2025 12:02 Iðnnám Íslendinga Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár. Að námi loknu þegar nemi hefur útskrifast úr verkmenntaskóla getur hann sótt um að fara í sveinspróf, sem er í höndum atvinnulífsins. Að loknu sveinsprófi er formlegu iðnnámi lokið og neminn orðin nýsveinn í sinni iðn. En það eru nokkur varúðarflögg komin á loft hér á Íslandi sem brýnt er að bregðast við. Þeirra á meðal eru aðkoma skrifstofunnar ENIC/NARIC (E/N), sem tekur að sér að meta erlent iðnnám, þekkingarleysi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við að kanna réttmæti gagna og svonefnd Ferilbók sem býður upp þá freistingu nemenda að stytta sitt starfsnám, þótt bókin segi annað. ENIC/NARIC E/N skrifstofan hefur um áraraðir tekið að sér að meta erlent akademískt nám á háskólastigi. Eftir að Menntamálastofnun var lögð niður tímabundið var mat á erlendu iðnnámi fært yfir til E/N en mat á því var áður hjá Menntamálastofnun. Að mati E/N er leiðin að sveinsréttindum í Austur-Evrópu sú sama og hér á Íslandi þó svo að inntak og lengd námsins sé langt í frá að vera sambærilegt við íslenska iðnnámið. Víða í Austur-Evrópu nægir að sýna fram á að þú hafir unnið við tiltekið fag í þrjú ár og þá færðu sveinsréttindi í því fagi. Einstaklingar frá Austur-Evrópu framvísa þessum pappírum hér á landi og fá þá metna til jafns við íslensk sveinsréttindi. Það er brot á lögum og reglugerðum. Þeim sem unnið hefur við sitt fag hér á Íslandi og vill fá það metið til að öðlast sveinsréttindi stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem hæfni viðkomandi er metin. Í raunfærnimati er metið hvaða áfanga viðkomandi þarf ekki að taka í skóla. Aðrir áfangar eru ekki metnir. Það veldur því að umræddur aðili þarf alltaf að taka eitthvað í skóla. Að námi loknu þarf viðkomandi að fara í sveinspróf. Hér er augljós mismunun og þeim sem tekur námið á Íslandi er mismunað sakir þjóðernis. Sveinsréttindin eru mikilvæg réttindi sem veita sveinum aðgegni að háskóla og meistaraskóla. E/N þarf að fara að lögum. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um vankunnáttu E/N við að meta erlenda iðnmenntun. Það hefur ekki treyst sér til að meta réttmæti gagna þó svo að ítrekað sé búið að benda embættinu á hlutverk þess samkvæmt lögum um handiðnað. Það er að meta réttmæti gagna og leita álits hjá landssamtökum iðnmeistara til að fá þeirra álit á álitaefnum þessu tengdu. Ferilbókin Ferilbókin er á ábyrgð iðnnema þar sem þeir eiga að merkja við þá hæfni sem þeir hafa náð í þeim verkþáttum sem þeim er uppálagt að vinna við. Ferilbókin á að varða leiðina í iðnnáminu og tryggja að iðnneminn fái víðtæka reynslu. Gallinn við Ferilbókina er að það er enginn lágmarkstími starfsnáms heldur eingöngu hámarkstími. Nemendur freistast til að merkja við hæfni sem þeir telja sig hafa náð í öllu á mjög skömmum tíma. Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð því öllu á einum degi. Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Vandinn er sá að margir meistarar taka ekki slaginn af ótta við að missa efnilega iðnnema. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu. Festa þarf í sessi lágmarkstíma sem krafist er til að öðlast tiltekna verklega hæfni. Kerfið fyrir Ferilbókina var að iðnnemi þurfti að vinna við fagið í tæp tvö ár á námssamningi hjá meistara. Hann þurfti einnig að skila inn yfirliti frá lífeyrissjóði því til staðfestingar að iðnneminn hafi þegið laun hjá umræddu fyrirtæki. Gamla fyrirkomulagið var skilvirkara þar sem komið var á samningi milli iðnnema og iðnmeistara sem var trygging fyrir báða aðila um tveggja ára samstarf. Iðnnám Ljóst er að þeir sem mest hafa vit á uppbyggingu iðnnáms eru þeir sem hafa sjálfir farið í gegnum iðnnám. Það er því brýnt að snúa frá þeirra þróun sem er að eiga sér stað varðandi iðnnám Íslendinga. Þeir sem ekki hafa hlotið iðnmenntun eiga ekki að vera að breyta iðnnámi sem hefur virkað vel svo árum skiptir. Með lögum skal land byggja. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnnám Íslendinga Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár. Að námi loknu þegar nemi hefur útskrifast úr verkmenntaskóla getur hann sótt um að fara í sveinspróf, sem er í höndum atvinnulífsins. Að loknu sveinsprófi er formlegu iðnnámi lokið og neminn orðin nýsveinn í sinni iðn. En það eru nokkur varúðarflögg komin á loft hér á Íslandi sem brýnt er að bregðast við. Þeirra á meðal eru aðkoma skrifstofunnar ENIC/NARIC (E/N), sem tekur að sér að meta erlent iðnnám, þekkingarleysi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við að kanna réttmæti gagna og svonefnd Ferilbók sem býður upp þá freistingu nemenda að stytta sitt starfsnám, þótt bókin segi annað. ENIC/NARIC E/N skrifstofan hefur um áraraðir tekið að sér að meta erlent akademískt nám á háskólastigi. Eftir að Menntamálastofnun var lögð niður tímabundið var mat á erlendu iðnnámi fært yfir til E/N en mat á því var áður hjá Menntamálastofnun. Að mati E/N er leiðin að sveinsréttindum í Austur-Evrópu sú sama og hér á Íslandi þó svo að inntak og lengd námsins sé langt í frá að vera sambærilegt við íslenska iðnnámið. Víða í Austur-Evrópu nægir að sýna fram á að þú hafir unnið við tiltekið fag í þrjú ár og þá færðu sveinsréttindi í því fagi. Einstaklingar frá Austur-Evrópu framvísa þessum pappírum hér á landi og fá þá metna til jafns við íslensk sveinsréttindi. Það er brot á lögum og reglugerðum. Þeim sem unnið hefur við sitt fag hér á Íslandi og vill fá það metið til að öðlast sveinsréttindi stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem hæfni viðkomandi er metin. Í raunfærnimati er metið hvaða áfanga viðkomandi þarf ekki að taka í skóla. Aðrir áfangar eru ekki metnir. Það veldur því að umræddur aðili þarf alltaf að taka eitthvað í skóla. Að námi loknu þarf viðkomandi að fara í sveinspróf. Hér er augljós mismunun og þeim sem tekur námið á Íslandi er mismunað sakir þjóðernis. Sveinsréttindin eru mikilvæg réttindi sem veita sveinum aðgegni að háskóla og meistaraskóla. E/N þarf að fara að lögum. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um vankunnáttu E/N við að meta erlenda iðnmenntun. Það hefur ekki treyst sér til að meta réttmæti gagna þó svo að ítrekað sé búið að benda embættinu á hlutverk þess samkvæmt lögum um handiðnað. Það er að meta réttmæti gagna og leita álits hjá landssamtökum iðnmeistara til að fá þeirra álit á álitaefnum þessu tengdu. Ferilbókin Ferilbókin er á ábyrgð iðnnema þar sem þeir eiga að merkja við þá hæfni sem þeir hafa náð í þeim verkþáttum sem þeim er uppálagt að vinna við. Ferilbókin á að varða leiðina í iðnnáminu og tryggja að iðnneminn fái víðtæka reynslu. Gallinn við Ferilbókina er að það er enginn lágmarkstími starfsnáms heldur eingöngu hámarkstími. Nemendur freistast til að merkja við hæfni sem þeir telja sig hafa náð í öllu á mjög skömmum tíma. Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð því öllu á einum degi. Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Vandinn er sá að margir meistarar taka ekki slaginn af ótta við að missa efnilega iðnnema. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu. Festa þarf í sessi lágmarkstíma sem krafist er til að öðlast tiltekna verklega hæfni. Kerfið fyrir Ferilbókina var að iðnnemi þurfti að vinna við fagið í tæp tvö ár á námssamningi hjá meistara. Hann þurfti einnig að skila inn yfirliti frá lífeyrissjóði því til staðfestingar að iðnneminn hafi þegið laun hjá umræddu fyrirtæki. Gamla fyrirkomulagið var skilvirkara þar sem komið var á samningi milli iðnnema og iðnmeistara sem var trygging fyrir báða aðila um tveggja ára samstarf. Iðnnám Ljóst er að þeir sem mest hafa vit á uppbyggingu iðnnáms eru þeir sem hafa sjálfir farið í gegnum iðnnám. Það er því brýnt að snúa frá þeirra þróun sem er að eiga sér stað varðandi iðnnám Íslendinga. Þeir sem ekki hafa hlotið iðnmenntun eiga ekki að vera að breyta iðnnámi sem hefur virkað vel svo árum skiptir. Með lögum skal land byggja. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar