Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 27. nóvember 2025 09:18 Við sem gegnum forystu í Kópavogi komum fram með skýrar áherslur í upphafi kjörtímabils með það að markmiði að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Þessar áherslur endurspeglast í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á síðustu árum. 1. Stórbætt þjónusta með Kópavogsmódelinu Við vorum fyrst sveitarfélaga til að leiða áfram breytingar á leikskólum til að bregðast við mönnunarvanda og þjónusturofi sem hafði fengið að viðgangast í alltof langan tíma. Nú þegar þrjú ár eru liðin frá því við innleiddum Kópavogsmódelið þá er árangurinn skýr: fleiri börn fá leikskólapláss samhliða því sem leikskólar okkar eru nánast fullmannaðir, þjónustan er stöðugri, aldrei hefur þurft að loka sökum manneklu og við erum nú að bjóða börnum allt niður í 12 mánaða aldur leikskólavist. Starfsumhverfið á leikskólunum hefur gjörbreyst og foreldrar leikskólabarna í Kópavogi geta treyst á þá þjónustu sem við bjóðum upp á. 2. Við svörum ákalli nemenda, foreldra og kennara Í grunnskólum erum við að svara ákalli foreldra, nemenda og kennara um skýrari sýn á hvar börn standa í námi. Við höfum innleitt samræmt stöðumat frá 4. bekk og fyrstu prófin verða lögð fyrir nú í mars. Við ætlum einnig að tryggja skýrara námsmat fyrir nemendur, efla móttöku barna sem koma erlendis frá og efla öryggi starfsfólks og nemenda í skólum bæjarins. Þá ætlum við að efla skólabókasöfnin og innleiða metnaðarfulla læsisáætlun af krafti. Allar miðast þessar áherslur okkur við að setja framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti. 3. Breytt hugsun í menningarmálum og metaðsókn Við endurskipulögðum einnig menningarhús bæjarins til að nýta betur skattfé bæjarbúa og hagræddum í rekstri með breyttri forgangsröðun samhliða því sem við jukum þjónustu. Metaðsókn gesta fyrsta sumarið eftir breytingar sýnir að hagræðing og aukin þjónusta geta farið saman til ef rétt er á málum haldið. 4. Lýðheilsa eldri íbúa í forgrunni Verkefnið Virkni og vellíðan á vegum Kópavogsbæjar hefur verið útvíkkað til að þjóna sem flestum. Verkefnið miðar að því að efla andlega, félagslega og líkamlega heilsu eldri bæjarbúa. Aðsókn hefur aukist ár frá ári og í dag eru nálægt 600 iðkendur virkir í verkefninu. s Þá höfum við, og munum áfram, leggja áherslu á öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum. Við ætlum einnig að svara ákalli eldri íbúa og festa í sessi helgaropnun í félagsmiðstöðum þeirra og mæta þannig áskorunum er snúa að félagslegri einangrun. 5. Skattar lækkaðir á Kópavogsbúa Við höfum staðið vörð um ábyrgan rekstur sem er forsenda þess að geta byggt upp innviði og haldið úti þjónustu í samræmi við þarfir. Heildarskuldir og skuldahlutföll hafa lækkað á kjörtímabilinu þrátt fyrir að á sama tíma höfum við ráðist í miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum og öðrum nauðsynlegum innviðum. Þá höfum við hagrætt í rekstri með réttri forgangsröðun og betri nýtingu á skattfé okkar íbúa. Aldrei hefur slík hagræðing komið niður á grunnþjónustu sveitarfélagsins en á kjörtímabilinu hafa framlög til mennta- og velferðarmála aukist mest allra málaflokka eða um 6 milljarða króna. Við höfum lagt ríka áherslu á að skila góðum rekstri til íbúa í formi skattalækkana. Frá upphafi kjörtímabils hefur álagningarprósenta fasteignagjalda í Kópavogi lækkað um 25%. Í krónum talið nemur þessi lækkun samtals 3,7 milljörðum króna – eða um milljarður á hverju ári sem situr þá eftir í vasa heimila. Ákvörðun okkar að lækka skatta á heimilin endurspeglar skýra stefnu okkar sem gegnum forystu í Kópavogi. Árangurinn er skýr, Kópavogsbúar greiða nú lægstu fasteignagjöld meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Samfylkingin vill hækka skatta á heimilin Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin í Kópavogi talað fyrir því að fullnýta lögbundna skatta sveitarfélagsins. Virðist sem flokkurinn líti á fullnýtingu skattheimilda sem náttúrulögmál en virðir að vettugi að slíkar tekjur koma beint úr vasa vinnandi fólks. Þessu til staðfestingar hefur flokkurinn setið hjá eða hafnað því að lækka fasteignaskatta í Kópavogi við gerð fjárhagsáætlunar öll árin á þessu kjörtímabili. Til að setja í samhengi hvaða þýðingu það hefði fyrir heimilin í Kópavogi ef ákveðið yrði að fullnýta skattstofna sveitarfélagsins til heimila, útsvarsprósentuna og fasteignaskattana, þá myndi það þýða rúmlega fimm milljarða króna skattahækkun á heimilin eða 350 þúsund krónur á hvert heimili í Kópavogi - Það er freisting sem skattaglöðum stjórnmálaflokkum gæti reynst erfitt að standast. Við virðum þarfir okkar íbúa, hvort sem þær snúa að bættri þjónustu, öruggum innviðum eða lægri sköttum. Skýrar áherslur, skýr sýn og stöðug stefna gera okkur kleift að bæta lífskjör okkar íbúa. Það höfum við gert sem gegnum forystu í Kópavogi. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Við sem gegnum forystu í Kópavogi komum fram með skýrar áherslur í upphafi kjörtímabils með það að markmiði að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Þessar áherslur endurspeglast í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á síðustu árum. 1. Stórbætt þjónusta með Kópavogsmódelinu Við vorum fyrst sveitarfélaga til að leiða áfram breytingar á leikskólum til að bregðast við mönnunarvanda og þjónusturofi sem hafði fengið að viðgangast í alltof langan tíma. Nú þegar þrjú ár eru liðin frá því við innleiddum Kópavogsmódelið þá er árangurinn skýr: fleiri börn fá leikskólapláss samhliða því sem leikskólar okkar eru nánast fullmannaðir, þjónustan er stöðugri, aldrei hefur þurft að loka sökum manneklu og við erum nú að bjóða börnum allt niður í 12 mánaða aldur leikskólavist. Starfsumhverfið á leikskólunum hefur gjörbreyst og foreldrar leikskólabarna í Kópavogi geta treyst á þá þjónustu sem við bjóðum upp á. 2. Við svörum ákalli nemenda, foreldra og kennara Í grunnskólum erum við að svara ákalli foreldra, nemenda og kennara um skýrari sýn á hvar börn standa í námi. Við höfum innleitt samræmt stöðumat frá 4. bekk og fyrstu prófin verða lögð fyrir nú í mars. Við ætlum einnig að tryggja skýrara námsmat fyrir nemendur, efla móttöku barna sem koma erlendis frá og efla öryggi starfsfólks og nemenda í skólum bæjarins. Þá ætlum við að efla skólabókasöfnin og innleiða metnaðarfulla læsisáætlun af krafti. Allar miðast þessar áherslur okkur við að setja framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti. 3. Breytt hugsun í menningarmálum og metaðsókn Við endurskipulögðum einnig menningarhús bæjarins til að nýta betur skattfé bæjarbúa og hagræddum í rekstri með breyttri forgangsröðun samhliða því sem við jukum þjónustu. Metaðsókn gesta fyrsta sumarið eftir breytingar sýnir að hagræðing og aukin þjónusta geta farið saman til ef rétt er á málum haldið. 4. Lýðheilsa eldri íbúa í forgrunni Verkefnið Virkni og vellíðan á vegum Kópavogsbæjar hefur verið útvíkkað til að þjóna sem flestum. Verkefnið miðar að því að efla andlega, félagslega og líkamlega heilsu eldri bæjarbúa. Aðsókn hefur aukist ár frá ári og í dag eru nálægt 600 iðkendur virkir í verkefninu. s Þá höfum við, og munum áfram, leggja áherslu á öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum. Við ætlum einnig að svara ákalli eldri íbúa og festa í sessi helgaropnun í félagsmiðstöðum þeirra og mæta þannig áskorunum er snúa að félagslegri einangrun. 5. Skattar lækkaðir á Kópavogsbúa Við höfum staðið vörð um ábyrgan rekstur sem er forsenda þess að geta byggt upp innviði og haldið úti þjónustu í samræmi við þarfir. Heildarskuldir og skuldahlutföll hafa lækkað á kjörtímabilinu þrátt fyrir að á sama tíma höfum við ráðist í miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum og öðrum nauðsynlegum innviðum. Þá höfum við hagrætt í rekstri með réttri forgangsröðun og betri nýtingu á skattfé okkar íbúa. Aldrei hefur slík hagræðing komið niður á grunnþjónustu sveitarfélagsins en á kjörtímabilinu hafa framlög til mennta- og velferðarmála aukist mest allra málaflokka eða um 6 milljarða króna. Við höfum lagt ríka áherslu á að skila góðum rekstri til íbúa í formi skattalækkana. Frá upphafi kjörtímabils hefur álagningarprósenta fasteignagjalda í Kópavogi lækkað um 25%. Í krónum talið nemur þessi lækkun samtals 3,7 milljörðum króna – eða um milljarður á hverju ári sem situr þá eftir í vasa heimila. Ákvörðun okkar að lækka skatta á heimilin endurspeglar skýra stefnu okkar sem gegnum forystu í Kópavogi. Árangurinn er skýr, Kópavogsbúar greiða nú lægstu fasteignagjöld meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Samfylkingin vill hækka skatta á heimilin Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin í Kópavogi talað fyrir því að fullnýta lögbundna skatta sveitarfélagsins. Virðist sem flokkurinn líti á fullnýtingu skattheimilda sem náttúrulögmál en virðir að vettugi að slíkar tekjur koma beint úr vasa vinnandi fólks. Þessu til staðfestingar hefur flokkurinn setið hjá eða hafnað því að lækka fasteignaskatta í Kópavogi við gerð fjárhagsáætlunar öll árin á þessu kjörtímabili. Til að setja í samhengi hvaða þýðingu það hefði fyrir heimilin í Kópavogi ef ákveðið yrði að fullnýta skattstofna sveitarfélagsins til heimila, útsvarsprósentuna og fasteignaskattana, þá myndi það þýða rúmlega fimm milljarða króna skattahækkun á heimilin eða 350 þúsund krónur á hvert heimili í Kópavogi - Það er freisting sem skattaglöðum stjórnmálaflokkum gæti reynst erfitt að standast. Við virðum þarfir okkar íbúa, hvort sem þær snúa að bættri þjónustu, öruggum innviðum eða lægri sköttum. Skýrar áherslur, skýr sýn og stöðug stefna gera okkur kleift að bæta lífskjör okkar íbúa. Það höfum við gert sem gegnum forystu í Kópavogi. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar