Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar 18. nóvember 2025 10:02 Enn hefur innviðaráðherra ekki birt reglugerð um línuívilnun, skel og rækjubætur eða byggðakvóta, þrátt fyrir að lög kveði á um að það skuli gert fyrir hvert fiskveiðiár. Fyrir utan að þetta sé augljóslega brot á gildandi lögum, þá er þetta mikil vanvirðing við þá sem stunda viðkomandi línuveiðar á smábátum, eða treysta á úthlutun viðkomandi byggðaaðgerða. Síðustu ár hefur úthlutunin verið kynnt strax í júlí og gefið þannig fyrirvara til að ráða starfsfólk fyrir komandi fiskveiðiár, en nú bíða menn annað hvort í óvissu eða skjóta út í bláinn. Línuívilnunin er forsenda þess að viðkomandi bátar haldist í rekstri og skapi atvinnu megnið af árinu bæði á sjó og í landi. Nú þegar hefur innviðaráðherra skapað þær aðstæður að nokkur fjöldi fólks hefur misst vinnuna eða á það yfir höfði sér. Vill innviðaráðherra aukna samþöppun í sjávarútvegi? Samþjöppun í sjávarútvegi hefur oft borið á góma. Afnám línuívilnunar mun valda því að þessir minni bátar, flestir ekki yfirbyggðir og hafa ekki pláss fyrir beitningavél, munu gefast upp. Það mun valda enn frekari samþjöppun og aðeins þeir stærstu munu geta keypt. Tekið skal fram að stórútgerðin hefur verið að hasla sér völl í krókaaflamarkskerfinu. Krókaaflamarksbátar hafa enga hagræðingarmöguleika, geta ekki valið sér veiðarfæri og búa við ýmsar aðrar takmarkanir sem þekkjast ekki í aflamarkskerfinu. Ef ekki kemur til aukins veiðarfærafrelsis innan kerfisins er nánasta framtíð augljós. Þegar veiðigjöld hækka gríðarlega og ef línuívilnun leggst af er einungis eitt að gera hjá fjölda útgerða, og það er að leggja upp laupana og selja þeim stóru. Höfundur er smábátasjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Enn hefur innviðaráðherra ekki birt reglugerð um línuívilnun, skel og rækjubætur eða byggðakvóta, þrátt fyrir að lög kveði á um að það skuli gert fyrir hvert fiskveiðiár. Fyrir utan að þetta sé augljóslega brot á gildandi lögum, þá er þetta mikil vanvirðing við þá sem stunda viðkomandi línuveiðar á smábátum, eða treysta á úthlutun viðkomandi byggðaaðgerða. Síðustu ár hefur úthlutunin verið kynnt strax í júlí og gefið þannig fyrirvara til að ráða starfsfólk fyrir komandi fiskveiðiár, en nú bíða menn annað hvort í óvissu eða skjóta út í bláinn. Línuívilnunin er forsenda þess að viðkomandi bátar haldist í rekstri og skapi atvinnu megnið af árinu bæði á sjó og í landi. Nú þegar hefur innviðaráðherra skapað þær aðstæður að nokkur fjöldi fólks hefur misst vinnuna eða á það yfir höfði sér. Vill innviðaráðherra aukna samþöppun í sjávarútvegi? Samþjöppun í sjávarútvegi hefur oft borið á góma. Afnám línuívilnunar mun valda því að þessir minni bátar, flestir ekki yfirbyggðir og hafa ekki pláss fyrir beitningavél, munu gefast upp. Það mun valda enn frekari samþjöppun og aðeins þeir stærstu munu geta keypt. Tekið skal fram að stórútgerðin hefur verið að hasla sér völl í krókaaflamarkskerfinu. Krókaaflamarksbátar hafa enga hagræðingarmöguleika, geta ekki valið sér veiðarfæri og búa við ýmsar aðrar takmarkanir sem þekkjast ekki í aflamarkskerfinu. Ef ekki kemur til aukins veiðarfærafrelsis innan kerfisins er nánasta framtíð augljós. Þegar veiðigjöld hækka gríðarlega og ef línuívilnun leggst af er einungis eitt að gera hjá fjölda útgerða, og það er að leggja upp laupana og selja þeim stóru. Höfundur er smábátasjómaður.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar