Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 13:11 Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri er ósammála dómsmálaráðherra um að atkvæðamisvægi varði mannréttindi borgaranna. Vísir Lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri er ósammála dómsmálaráðherra um að atkvæðamisvægi gangi gegn alþjóðlegum skuldbindingum um mannréttindi. Taka þurfi tilliti til ýmissa atriða þegar þetta er til umræðu, svo sem strjálbýlis. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum stofnun starfshóps, sem á að gera tillögur til breytinga á kosningalögum. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði leiðir hópinn og sagði hann í kvöldfréttum Sýnar á mánudag að misvægi atkvæða sé mun meira hér á landi en í nágrannalöndunum. Í tilkynningu stjórnarráðsins um stofnun starfshópsins er haft eftir ráðherra að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra landsmanna vegi sem jafnast. Það sé grundvallaratriði í lýðræðislegu samfélagi og þar að auki mannréttindamál. Viðkvæmt og vandmeðfarið viðfangsefni Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild HA, spyr í grein sem birtist á vef skólans hvað sé átt við með því. Kveðið sé á um kosningaréttinn í ýmsum mannréttindasáttmálum en hvergi sé þar minnst á hugtakið lýðræði. „Sem sýnir hversu viðkvæmt og vandmeðfarið viðfangsefnið er. Ástæðan er sú að almennt hefur verið litið svo á að kosningar séu hluti af fullveldisrétti ríkja og því sé ýmislegt sem lýtur að framkvæmd hans ekki varið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.“ Réttindi einstaklingsins ekki varin Hún reifar að í Mannréttindasáttmála Evrópu sé sérstaklega kveðið á um að frjálsar kosningar skuli haldnar með hæfilegu millibili, atkvæðagreiðsla sé leynileg og fari fram við aðstæður sem tryggi að álit almennings komi fram. „Eins og sjá má er ekki kveðið á um tiltekin réttindi einstaklingsins sem skulu virt án afskipta ríkisvaldsins. Greinin hefst ekki á orðunum „Sérhver maður á rétt...“ heldur leggur hún þær skyldur á herðar aðildarríkjunum að halda frjálsar kosningar án þess að reynt sé að hafa áhrif á kosninguna.“ Mannréttindadómstóllinn hafi tekið afstöðu Ragnheiður skrifar að framkvæmd kosningaréttarins ráðist mjög af því kosningakerfi sem notast er við. Þá hafi misvægi atkvæða á Íslandi verið mismikið í gegnum tíðina. Í kosningum til Alþingis árið 1979 hafi hvert atkvæði að baki þingmanni í Vestfjarðarkjördæmi samsvarað fjórum atkvæði að baki hverjum þingmanni á Reykjanesi. Þetta misvægi hafi ratað fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og taldi kærandi að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu, sem kallaði á að atkvæði skyldu vega jafnt. Dómstóllinn hafi hins vegar ekki talið að greinin fæli í sér kröfu um jafnt atkvæðavægi. „Þá kalli ákvæðið ekki á það að ríkin skuli innleiða eitt kosningakerfi umfram annað. Íslenska kosningakerfið miði að því að tryggja íbúum á strjálbýlum svæðum ákveðna fulltrúa á Alþingi, jafnvel þótt það komi niður á vægi atkvæða á þéttbýlli svæðum.“ Misvægi réttlætanlegt til að endurspegla samfélagið Jafnt atkvæðavægi hérlendis myndi þýða að meirihluti þingmanna yrði kjörinn á tiltölulega litlu svæði. Ragnheiður skrifar að almennt sé það talið mikilvægt á lýðræðislega kjörnu þingi að það endurspegli smafélagið sem best, að sem flestir þjóðfélagshópar eigi málsvara á þinginu. „Dæmi eru um þjóðing þar sem tiltekinn fjöldi þingsæta er ætlaður ákveðnum minnihlutahópum af þessum sökum. Kosningakerfi kunna einmitt að þjóna þessum markmiðum,“ skrifar Ragnheiður. Ýmis sjónarmið styðji við að kosningakerfi geti falið í sér atkvæðamisvægi að hennar mati, þegar tilgangurinn er að niðurstaða kosninganna endurspegli sem best lýðræðislegt samfélag. Þannig verði ekki fullyrt að misvægi atkvæða gangi gegn alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Kjördæmaskipan Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mannréttindi Tengdar fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar. 27. október 2025 22:02 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum stofnun starfshóps, sem á að gera tillögur til breytinga á kosningalögum. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði leiðir hópinn og sagði hann í kvöldfréttum Sýnar á mánudag að misvægi atkvæða sé mun meira hér á landi en í nágrannalöndunum. Í tilkynningu stjórnarráðsins um stofnun starfshópsins er haft eftir ráðherra að markmiðið sé að tryggja að atkvæði allra landsmanna vegi sem jafnast. Það sé grundvallaratriði í lýðræðislegu samfélagi og þar að auki mannréttindamál. Viðkvæmt og vandmeðfarið viðfangsefni Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild HA, spyr í grein sem birtist á vef skólans hvað sé átt við með því. Kveðið sé á um kosningaréttinn í ýmsum mannréttindasáttmálum en hvergi sé þar minnst á hugtakið lýðræði. „Sem sýnir hversu viðkvæmt og vandmeðfarið viðfangsefnið er. Ástæðan er sú að almennt hefur verið litið svo á að kosningar séu hluti af fullveldisrétti ríkja og því sé ýmislegt sem lýtur að framkvæmd hans ekki varið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.“ Réttindi einstaklingsins ekki varin Hún reifar að í Mannréttindasáttmála Evrópu sé sérstaklega kveðið á um að frjálsar kosningar skuli haldnar með hæfilegu millibili, atkvæðagreiðsla sé leynileg og fari fram við aðstæður sem tryggi að álit almennings komi fram. „Eins og sjá má er ekki kveðið á um tiltekin réttindi einstaklingsins sem skulu virt án afskipta ríkisvaldsins. Greinin hefst ekki á orðunum „Sérhver maður á rétt...“ heldur leggur hún þær skyldur á herðar aðildarríkjunum að halda frjálsar kosningar án þess að reynt sé að hafa áhrif á kosninguna.“ Mannréttindadómstóllinn hafi tekið afstöðu Ragnheiður skrifar að framkvæmd kosningaréttarins ráðist mjög af því kosningakerfi sem notast er við. Þá hafi misvægi atkvæða á Íslandi verið mismikið í gegnum tíðina. Í kosningum til Alþingis árið 1979 hafi hvert atkvæði að baki þingmanni í Vestfjarðarkjördæmi samsvarað fjórum atkvæði að baki hverjum þingmanni á Reykjanesi. Þetta misvægi hafi ratað fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og taldi kærandi að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu, sem kallaði á að atkvæði skyldu vega jafnt. Dómstóllinn hafi hins vegar ekki talið að greinin fæli í sér kröfu um jafnt atkvæðavægi. „Þá kalli ákvæðið ekki á það að ríkin skuli innleiða eitt kosningakerfi umfram annað. Íslenska kosningakerfið miði að því að tryggja íbúum á strjálbýlum svæðum ákveðna fulltrúa á Alþingi, jafnvel þótt það komi niður á vægi atkvæða á þéttbýlli svæðum.“ Misvægi réttlætanlegt til að endurspegla samfélagið Jafnt atkvæðavægi hérlendis myndi þýða að meirihluti þingmanna yrði kjörinn á tiltölulega litlu svæði. Ragnheiður skrifar að almennt sé það talið mikilvægt á lýðræðislega kjörnu þingi að það endurspegli smafélagið sem best, að sem flestir þjóðfélagshópar eigi málsvara á þinginu. „Dæmi eru um þjóðing þar sem tiltekinn fjöldi þingsæta er ætlaður ákveðnum minnihlutahópum af þessum sökum. Kosningakerfi kunna einmitt að þjóna þessum markmiðum,“ skrifar Ragnheiður. Ýmis sjónarmið styðji við að kosningakerfi geti falið í sér atkvæðamisvægi að hennar mati, þegar tilgangurinn er að niðurstaða kosninganna endurspegli sem best lýðræðislegt samfélag. Þannig verði ekki fullyrt að misvægi atkvæða gangi gegn alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum.
Kjördæmaskipan Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mannréttindi Tengdar fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar. 27. október 2025 22:02 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar. 27. október 2025 22:02