Sport

„Fal­legt þegar þú setur þér mark­mið að ná þeim“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Sölvi Ottesen, þjálfari Víkings, lyftir skildinum fræga.
Sölvi Ottesen, þjálfari Víkings, lyftir skildinum fræga. Anton Brink

Íslandsmeistararnir í Víkingi lögðu Val 2-0 í lokaumferð Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Ottesen, þjálfari Víkings, var ánægður með að liðið náði þeim markmiðum sem þeir höfðu sett sér.

„Þetta er geggjað, þetta er akkúrat eins og við lögðum upp með eftir þennan fræga Bröndby leik. Það er alltaf fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim í endan. Ég er sérstaklega ánægður að við vorum búnir að tryggja okkur sigurinn eftir FH leikinn, og við mætum samt í alla leiki eftir það sem lið,“ sagði Sölvi Ottesen, þjálfari Víkings, ánægður eftir leikinn.

Matthías Vilhjálmsson og Pablo Punyed spiluðu sinn síðasta leik fyrir Víking og fengu þeir báðir heiðursskiptingu í leiknum.

„Við komum mjög „aggresívir“ inn í þennan leik og tilbúnir að slást og gera þetta að góðum loka leik fyrir Matta og Pablo. Þeir hafa verið algjörir sigurvegarar fyrir okkur. Menn voru ekkert að fara skila neinni lélegri frammistöðu fyrir þá.“

Verða eitthverjar breytingar á liðinu fyrir næsta ár?

„Það kemur í ljós, hverjir verða seldir, hverjir verða ekki seldir og hverjir verða samningslausir. Það er ekkert sem við förum út í núna. Núna er bara lokahóf í kvöld og gaman. Við munum svo setjast niður og ræða það.“

Það var mikil hamingja á Víkingsvellinum eftir leik.Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×