„Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2025 21:22 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn en fátt annað í leik Grindavíkur í kvöld. Vísir/Pawel Grindavík vann tæpan sigur á KR í Bónus-deild karla í kvöld, 78-77, en Arnór Tristan Helgason tryggði Grindavík sigurinn í lokin með laglegu einstaklingsframtaki. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir að þetta hefði sloppið fyrir horn í þetta skiptið. „Það er óhætt að segja það. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu, sérstaklega á sóknarhelmingi. En við kreistum þetta út. Við vorum komnir held ég fimm undir þegar það var ein og hálf eftir en gerum síðustu sex stigin.“ „Bara ánægður með sigurinn því við erum þunnskipaðir. Hrós á þá drengi sem stigu upp og skiluðu flottum mínútum.“ Grindvíkingar hófu leik án DeAndre Kane og þá meiddist Khalil Shabazz í 2. leikhluta. Jóhann þurfti því að setja mikið traust á reynsluminni menn í kvöld. „Svona spilast þetta stundum og eins og við höfum verið að impra frá því við byrjuðum, í september sennilega þegar við komum loksins saman, að menn þurfa að standa klárir og taka þær mínútur sem gefast. Ánægður með þá sem að fengu stærra hlutverk í kvöld og skiluðu því frábærlega.“ Arnór Tristan tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-78. Hann keyrði á körfuna og sótti villu og körfu góða. Jóhann sagði að þetta hefði ekki verið endilega það sem hann teiknaði upp. „Við ætluðum að setja bara boltaskrín og hann nær að snúa hornið og fer af stað. Þetta er ungur og efnilegur strákur og ég held að hann hafi aldrei fengið svona stórt hlutverk. Hefur staðið sig frábærlega vel í haust í þessum fyrstu fjórum leikjum. Hann er bara að læra og lifa og þetta kemur til með að nýtast honum í næstu leikjum, alveg pottþétt.“ Arnór tók eina hressilega troðslu í hraðaupphlaupi í kvöld og fór eflaust um marga í ljósi sögunnar en Arnór lenti á báðum fótum áfallalaust í þetta skiptið. Jóhann sagði að samherjar hans væru búnir að fara vandlega yfir troðslunatæknina með honum á æfingum. „Þeir eru búnir að vera að fara yfir þetta með honum á æfingum. Þú átt bara að leggja hann í, þú átt ekki að hanga í hringnum þegar þú ert á svona mikilli ferð. Hann er held ég bara farinn að hlusta á það drengurinn. Ég á ekkert í því, ekki neitt, þeir strákarnir, Drey og Daniel. Það verður ekkert meira svona.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir að þetta hefði sloppið fyrir horn í þetta skiptið. „Það er óhætt að segja það. Þetta var svolítið skrítinn leikur. Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu, sérstaklega á sóknarhelmingi. En við kreistum þetta út. Við vorum komnir held ég fimm undir þegar það var ein og hálf eftir en gerum síðustu sex stigin.“ „Bara ánægður með sigurinn því við erum þunnskipaðir. Hrós á þá drengi sem stigu upp og skiluðu flottum mínútum.“ Grindvíkingar hófu leik án DeAndre Kane og þá meiddist Khalil Shabazz í 2. leikhluta. Jóhann þurfti því að setja mikið traust á reynsluminni menn í kvöld. „Svona spilast þetta stundum og eins og við höfum verið að impra frá því við byrjuðum, í september sennilega þegar við komum loksins saman, að menn þurfa að standa klárir og taka þær mínútur sem gefast. Ánægður með þá sem að fengu stærra hlutverk í kvöld og skiluðu því frábærlega.“ Arnór Tristan tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-78. Hann keyrði á körfuna og sótti villu og körfu góða. Jóhann sagði að þetta hefði ekki verið endilega það sem hann teiknaði upp. „Við ætluðum að setja bara boltaskrín og hann nær að snúa hornið og fer af stað. Þetta er ungur og efnilegur strákur og ég held að hann hafi aldrei fengið svona stórt hlutverk. Hefur staðið sig frábærlega vel í haust í þessum fyrstu fjórum leikjum. Hann er bara að læra og lifa og þetta kemur til með að nýtast honum í næstu leikjum, alveg pottþétt.“ Arnór tók eina hressilega troðslu í hraðaupphlaupi í kvöld og fór eflaust um marga í ljósi sögunnar en Arnór lenti á báðum fótum áfallalaust í þetta skiptið. Jóhann sagði að samherjar hans væru búnir að fara vandlega yfir troðslunatæknina með honum á æfingum. „Þeir eru búnir að vera að fara yfir þetta með honum á æfingum. Þú átt bara að leggja hann í, þú átt ekki að hanga í hringnum þegar þú ert á svona mikilli ferð. Hann er held ég bara farinn að hlusta á það drengurinn. Ég á ekkert í því, ekki neitt, þeir strákarnir, Drey og Daniel. Það verður ekkert meira svona.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum