Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2025 10:01 Hugi er stjórnarmaður hjá KKÍ og er í virku samstarfi við erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet. Vísir/Vilhelm/Skjáskot Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. Hugi var kjörinn í stjórn KKÍ á ársþingi sambandsins í apríl. Hann hefur auglýst Coolbet undanfarin ár og engin breyting orðið á við stjórnarsetu hans hjá sambandinu. Hugi rekur einnig tóbakssölufyrirtækið Bagg.is þar sem þeim fyrstu 100 sem tryggðu sér áskrift að tóbakssöluþjónustu hjá fyrirtækinu áttu möguleika á að vinna 1.000 evru inneign hjá Coolbet. Coolbet er áberandi í auglýsingu happdrættisleiks þess á samfélagsmiðlinum Instagram. Í auglýsingu Bagg.is má sjá nikótíndósir merktar fyrirtækinu og kóðinn „Coolbet“ veitir möguleika á vinningi. Hugi birti færsluna ásamt Sigurði Gísla Bond, sem sjá má í mynd, ásamt aðgangi Coolbet á miðlinum Instagram.Skjáskot/Instagram Umfang veðmálastarfsemi hérlendis hefur vaxið í umræðunni undanfarnar vikur. Auglýsing Kristófers Acox fyrir Coolbet kom ákveðinni umræðu af stað og er breyting á regluverki til skoðunar innan íþróttahreyfingarinnar. Enn er til skoðunar hvort refsa eigi Kristófer fyrir auglýsingu hans. Þar voru lögð til veðmál á leiki í Bónus-deild karla, sem hann sjálfur spilar í fyrir Val. Leikmönnum er bannað að veðja á leiki í sinni deild í öllum íþróttum hér á landi en regluverk KKÍ hvað varðar auglýsingar leikmanna á veðmálum er öllu óskýrara. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sagði við íþróttadeild í gær að mál Kristófers og önnur því lík kynnu að hafa neikvæð áhrif á ímynd hreyfingarinnar. KKÍ hafi þá borist ábendingar um önnur möguleg veðmálabrot eða álíka auglýsingar innan hreyfingarinnar eftir að mál Kristófers komst í fréttirnar. „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp. Við erum að skoða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes í Sportpakkanum í gær. Klippa: Ummæli framkvæmdastjóra KKÍ um veðmálaauglýsingar stjórnarmanns Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur sambandinu til að mynda verið bent á auglýsingar stjórnarmanns þess, og þar vísað til Huga. Hannes vildi aftur á móti lítið tjá sig um auglýsingar stjórnarmanns þegar eftir því var leitað í viðtali sem hann veitti íþróttadeild í gær. „Það er erfitt fyrir mig sem framkvæmdastjóra sambandsins að tjá mig um þá sem eru í stjórn KKÍ. Það verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvað mönnum finnst um það,“ segir Hannes. Sjá má ummælin í spilaranum að ofan. KKÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Hugi var kjörinn í stjórn KKÍ á ársþingi sambandsins í apríl. Hann hefur auglýst Coolbet undanfarin ár og engin breyting orðið á við stjórnarsetu hans hjá sambandinu. Hugi rekur einnig tóbakssölufyrirtækið Bagg.is þar sem þeim fyrstu 100 sem tryggðu sér áskrift að tóbakssöluþjónustu hjá fyrirtækinu áttu möguleika á að vinna 1.000 evru inneign hjá Coolbet. Coolbet er áberandi í auglýsingu happdrættisleiks þess á samfélagsmiðlinum Instagram. Í auglýsingu Bagg.is má sjá nikótíndósir merktar fyrirtækinu og kóðinn „Coolbet“ veitir möguleika á vinningi. Hugi birti færsluna ásamt Sigurði Gísla Bond, sem sjá má í mynd, ásamt aðgangi Coolbet á miðlinum Instagram.Skjáskot/Instagram Umfang veðmálastarfsemi hérlendis hefur vaxið í umræðunni undanfarnar vikur. Auglýsing Kristófers Acox fyrir Coolbet kom ákveðinni umræðu af stað og er breyting á regluverki til skoðunar innan íþróttahreyfingarinnar. Enn er til skoðunar hvort refsa eigi Kristófer fyrir auglýsingu hans. Þar voru lögð til veðmál á leiki í Bónus-deild karla, sem hann sjálfur spilar í fyrir Val. Leikmönnum er bannað að veðja á leiki í sinni deild í öllum íþróttum hér á landi en regluverk KKÍ hvað varðar auglýsingar leikmanna á veðmálum er öllu óskýrara. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sagði við íþróttadeild í gær að mál Kristófers og önnur því lík kynnu að hafa neikvæð áhrif á ímynd hreyfingarinnar. KKÍ hafi þá borist ábendingar um önnur möguleg veðmálabrot eða álíka auglýsingar innan hreyfingarinnar eftir að mál Kristófers komst í fréttirnar. „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp. Við erum að skoða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes í Sportpakkanum í gær. Klippa: Ummæli framkvæmdastjóra KKÍ um veðmálaauglýsingar stjórnarmanns Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur sambandinu til að mynda verið bent á auglýsingar stjórnarmanns þess, og þar vísað til Huga. Hannes vildi aftur á móti lítið tjá sig um auglýsingar stjórnarmanns þegar eftir því var leitað í viðtali sem hann veitti íþróttadeild í gær. „Það er erfitt fyrir mig sem framkvæmdastjóra sambandsins að tjá mig um þá sem eru í stjórn KKÍ. Það verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvað mönnum finnst um það,“ segir Hannes. Sjá má ummælin í spilaranum að ofan.
KKÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00
Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum