Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2025 10:01 Hugi er stjórnarmaður hjá KKÍ og er í virku samstarfi við erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet. Vísir/Vilhelm/Skjáskot Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. Hugi var kjörinn í stjórn KKÍ á ársþingi sambandsins í apríl. Hann hefur auglýst Coolbet undanfarin ár og engin breyting orðið á við stjórnarsetu hans hjá sambandinu. Hugi rekur einnig tóbakssölufyrirtækið Bagg.is þar sem þeim fyrstu 100 sem tryggðu sér áskrift að tóbakssöluþjónustu hjá fyrirtækinu áttu möguleika á að vinna 1.000 evru inneign hjá Coolbet. Coolbet er áberandi í auglýsingu happdrættisleiks þess á samfélagsmiðlinum Instagram. Í auglýsingu Bagg.is má sjá nikótíndósir merktar fyrirtækinu og kóðinn „Coolbet“ veitir möguleika á vinningi. Hugi birti færsluna ásamt Sigurði Gísla Bond, sem sjá má í mynd, ásamt aðgangi Coolbet á miðlinum Instagram.Skjáskot/Instagram Umfang veðmálastarfsemi hérlendis hefur vaxið í umræðunni undanfarnar vikur. Auglýsing Kristófers Acox fyrir Coolbet kom ákveðinni umræðu af stað og er breyting á regluverki til skoðunar innan íþróttahreyfingarinnar. Enn er til skoðunar hvort refsa eigi Kristófer fyrir auglýsingu hans. Þar voru lögð til veðmál á leiki í Bónus-deild karla, sem hann sjálfur spilar í fyrir Val. Leikmönnum er bannað að veðja á leiki í sinni deild í öllum íþróttum hér á landi en regluverk KKÍ hvað varðar auglýsingar leikmanna á veðmálum er öllu óskýrara. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sagði við íþróttadeild í gær að mál Kristófers og önnur því lík kynnu að hafa neikvæð áhrif á ímynd hreyfingarinnar. KKÍ hafi þá borist ábendingar um önnur möguleg veðmálabrot eða álíka auglýsingar innan hreyfingarinnar eftir að mál Kristófers komst í fréttirnar. „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp. Við erum að skoða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes í Sportpakkanum í gær. Klippa: Ummæli framkvæmdastjóra KKÍ um veðmálaauglýsingar stjórnarmanns Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur sambandinu til að mynda verið bent á auglýsingar stjórnarmanns þess, og þar vísað til Huga. Hannes vildi aftur á móti lítið tjá sig um auglýsingar stjórnarmanns þegar eftir því var leitað í viðtali sem hann veitti íþróttadeild í gær. „Það er erfitt fyrir mig sem framkvæmdastjóra sambandsins að tjá mig um þá sem eru í stjórn KKÍ. Það verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvað mönnum finnst um það,“ segir Hannes. Sjá má ummælin í spilaranum að ofan. KKÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Hugi var kjörinn í stjórn KKÍ á ársþingi sambandsins í apríl. Hann hefur auglýst Coolbet undanfarin ár og engin breyting orðið á við stjórnarsetu hans hjá sambandinu. Hugi rekur einnig tóbakssölufyrirtækið Bagg.is þar sem þeim fyrstu 100 sem tryggðu sér áskrift að tóbakssöluþjónustu hjá fyrirtækinu áttu möguleika á að vinna 1.000 evru inneign hjá Coolbet. Coolbet er áberandi í auglýsingu happdrættisleiks þess á samfélagsmiðlinum Instagram. Í auglýsingu Bagg.is má sjá nikótíndósir merktar fyrirtækinu og kóðinn „Coolbet“ veitir möguleika á vinningi. Hugi birti færsluna ásamt Sigurði Gísla Bond, sem sjá má í mynd, ásamt aðgangi Coolbet á miðlinum Instagram.Skjáskot/Instagram Umfang veðmálastarfsemi hérlendis hefur vaxið í umræðunni undanfarnar vikur. Auglýsing Kristófers Acox fyrir Coolbet kom ákveðinni umræðu af stað og er breyting á regluverki til skoðunar innan íþróttahreyfingarinnar. Enn er til skoðunar hvort refsa eigi Kristófer fyrir auglýsingu hans. Þar voru lögð til veðmál á leiki í Bónus-deild karla, sem hann sjálfur spilar í fyrir Val. Leikmönnum er bannað að veðja á leiki í sinni deild í öllum íþróttum hér á landi en regluverk KKÍ hvað varðar auglýsingar leikmanna á veðmálum er öllu óskýrara. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sagði við íþróttadeild í gær að mál Kristófers og önnur því lík kynnu að hafa neikvæð áhrif á ímynd hreyfingarinnar. KKÍ hafi þá borist ábendingar um önnur möguleg veðmálabrot eða álíka auglýsingar innan hreyfingarinnar eftir að mál Kristófers komst í fréttirnar. „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp. Við erum að skoða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes í Sportpakkanum í gær. Klippa: Ummæli framkvæmdastjóra KKÍ um veðmálaauglýsingar stjórnarmanns Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur sambandinu til að mynda verið bent á auglýsingar stjórnarmanns þess, og þar vísað til Huga. Hannes vildi aftur á móti lítið tjá sig um auglýsingar stjórnarmanns þegar eftir því var leitað í viðtali sem hann veitti íþróttadeild í gær. „Það er erfitt fyrir mig sem framkvæmdastjóra sambandsins að tjá mig um þá sem eru í stjórn KKÍ. Það verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvað mönnum finnst um það,“ segir Hannes. Sjá má ummælin í spilaranum að ofan.
KKÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00
Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02