„Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2025 08:31 Dagur Kári verður fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum. Fimleikasamband Íslands Dagur Kári Ólafsson beið stressaður eftir niðurstöðum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum og gleðin varð því mikil þegar hann komst áfram í úrslit, fyrstur Íslendinga. Hann bíður nú spenntur eftir því að keppa við menn sem hann er vanur að sjá bara í sjónvarpinu. Dagur átti frábæran keppnisdag á sunnudag og sat í 14. sæti en þá áttu tveir hópar áttu enn eftir að keppa og spennan var því gríðarleg þegar Dagur mætti að fylgjast með keppninni í gær og komast að því hvort hann kæmist áfram í úrslit. „Það var dálítið erfitt að fara að sofa og bíða eftir úrslitunum. Ég horfði á keppnina mjög stressaður“ sagði Dagur í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Á endanum varð Dagur í 24. sæti, 0,66 stigum fyrir ofan næsta mann, sem kom honum áfram í úrslitin á morgun, miðvikudag, og stimplaði hann sem einn af 24 bestu fjölþrauta fimleikamönnum heims. „Eitt smá skref eða mistök hefði kostað þarna, sem segir manni bara hversu tæpt þetta er í þessari íþrótt, en það var geggjuð tilfinning [þegar lokaúrslit urðu ljós], ég get ekki lýst henni. Mér hefur aldrei liðið svona áður, trúi þessu eiginlega ekki. Maður hefur oft séð svona í sjónvarpi, þessa 24 bestu, en þegar þetta gerist fyrir mann sjálfan, það er bara mjög skrítið“ sagði Dagur. Dagur Kári á tvíslánni.Fimleikasamband Íslands Árangur Dags Inga kom honum sjálfum skemmtilega á óvart og þó landsliðsþjálfarinn hafi haft fulla trú á sínum manni átti hann heldur ekki endilega von á þessu. „Ég meina, þetta hefur aldrei gerst áður“ sagði Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari. „Stóru markmiðin eru að komast í 24 bestu, fjölþrautarúrslitin, en ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að það myndi kannski gerast á Evrópumóti fyrst. Að gera það hér á stóra sviðinu, á heimsmeistaramóti, er algjörlega sturlað. Og að keppa svo á miðvikudaginn með þessum gæjum frá Japan og Kína, þessum stóru þjóðum, það er bara ólýsanlegt. Við höfum ekki gert þetta áður þannig að við þurfum bara að halda fókus, ekki gleyma okkur í gleðinni. Við eigum fullt inni og getum alveg gert betur en 24. sæti“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig. Dagur ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu, Ágústi Inga Davíðssyni og Valgarð Reinharðssyni, og þjálfaranum Róberti. Fimleikar Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sjá meira
Dagur átti frábæran keppnisdag á sunnudag og sat í 14. sæti en þá áttu tveir hópar áttu enn eftir að keppa og spennan var því gríðarleg þegar Dagur mætti að fylgjast með keppninni í gær og komast að því hvort hann kæmist áfram í úrslit. „Það var dálítið erfitt að fara að sofa og bíða eftir úrslitunum. Ég horfði á keppnina mjög stressaður“ sagði Dagur í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Á endanum varð Dagur í 24. sæti, 0,66 stigum fyrir ofan næsta mann, sem kom honum áfram í úrslitin á morgun, miðvikudag, og stimplaði hann sem einn af 24 bestu fjölþrauta fimleikamönnum heims. „Eitt smá skref eða mistök hefði kostað þarna, sem segir manni bara hversu tæpt þetta er í þessari íþrótt, en það var geggjuð tilfinning [þegar lokaúrslit urðu ljós], ég get ekki lýst henni. Mér hefur aldrei liðið svona áður, trúi þessu eiginlega ekki. Maður hefur oft séð svona í sjónvarpi, þessa 24 bestu, en þegar þetta gerist fyrir mann sjálfan, það er bara mjög skrítið“ sagði Dagur. Dagur Kári á tvíslánni.Fimleikasamband Íslands Árangur Dags Inga kom honum sjálfum skemmtilega á óvart og þó landsliðsþjálfarinn hafi haft fulla trú á sínum manni átti hann heldur ekki endilega von á þessu. „Ég meina, þetta hefur aldrei gerst áður“ sagði Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari. „Stóru markmiðin eru að komast í 24 bestu, fjölþrautarúrslitin, en ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að það myndi kannski gerast á Evrópumóti fyrst. Að gera það hér á stóra sviðinu, á heimsmeistaramóti, er algjörlega sturlað. Og að keppa svo á miðvikudaginn með þessum gæjum frá Japan og Kína, þessum stóru þjóðum, það er bara ólýsanlegt. Við höfum ekki gert þetta áður þannig að við þurfum bara að halda fókus, ekki gleyma okkur í gleðinni. Við eigum fullt inni og getum alveg gert betur en 24. sæti“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig. Dagur ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu, Ágústi Inga Davíðssyni og Valgarð Reinharðssyni, og þjálfaranum Róberti.
Fimleikar Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sjá meira