Handbolti

Níu marka tap FH í Tyrk­landi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Símon Michael Guðjónsson skoraði mest FH-inga í Tyrklandi í dag.
Símon Michael Guðjónsson skoraði mest FH-inga í Tyrklandi í dag. vísir/anton

Möguleikar FH á að komast í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta karla eru takmarkaðir eftir stórt tap fyrir Nilüfer í Tyrklandi, 23-31, í dag. Seinni leikurinn fer fram á morgun og þar þurfa FH-ingar stórsigur til að snúa dæminu sér í vil.

FH-ingar héldu í við Tyrkina framan af leik en enduðu fyrri hálfleikinn illa. Nilüfer skoraði fimm af síðustu sjö mörkum hans og þegar liðin gengu til búningsherbergja voru heimamenn (sem voru reyndar gestaliðið í dag) fimm mörkum yfir, 11-16.

Nilüfer skoraði fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og munurinn var þá orðinn níu mörk, 11-20. Mestur varð hann tíu mörk, 16-26, en þegar uppi var staðið munaði átta mörkum á liðunum, 23-31.

Símon Michael Guðjónsson skoraði sjö mörk fyrir FH. Bjarki Jóhannsson og Leonharð Þorgeir Harðarson skoruðu þrjú mörk hvor.

Daníel Freyr Andrésson varði átta skot í marki FH og Jón Þórarinn Þorsteinsson tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×