„Við skulum ekki tala mikið um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. október 2025 13:32 Elín Rósa Magnúsdóttir. Vísir/Lýður „Það er rosa gott að koma heim og gista hjá mömmu,“ segir Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og einn nýjasti atvinnumaður Íslands. Hún verður í íslenska liðinu sem mætir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í kvöld. Elín Rósa tók skrefið út í atvinnumennsku í sumar er hún skipti frá Val til Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Þó það sé gott að koma heim í landsliðsverkefni kann hún vel við sig þar ytra. Klippa: Frábær byrjun í Þýskalandi en tungumálið gengur hægt „Þetta er ótrúlega góður hópur sem maður er mættur í. Það er mikill metnaður og gengið mjög vel líka, sem er stór plús. Við erum búnar að vinna alla leiki í deildinni, vonandi heldur það áfram,“ segir Elín Rósa sem er liðsfélagi tveggja landsliðskvenna; Díönu Daggar Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen. „Það er búið að vera ótrúlega gott að hafa Andreu og Díönu til að fá hjálp við allskonar sem manni datt ekki í hug fyrir fram. Allt þetta íbúðastúss, þetta er ekki stór bær. Maður þarf aðstoð við ýmislegt,“ segir Elín en hvernig gengur þýskan? „Tja… við skulum ekki tala mikið um það,“ segir Elín Rósa og hlær. Hefur eitthvað komið á óvart? „Hvað þetta er ótrúlega góður klúbbur og haldið vel utan um mann. Þetta er mjög professional en á sama tíma mjög þægilegt,“ segir Elín sem kann vel við lífið sem atvinnumaður. „Það er bara skemmtilegt og eitthvað sem maður stefndi alltaf að. Það er ótrúlega gaman að upplifa það, drauminn sem maður vildi alltaf lifa þegar maður var lítill.“ Fram undan eru leikir við Færeyjar hér heima í kvöld og Portúgal ytra um helgina. Það eru fyrstu tveir leikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2026 en eru líka mikilvægir leikir fyrir breyttan landsliðshóp að stilla saman strengi fyrir HM sem fer fram í nóvember. „Klárlega. Alltaf þegar verða miklar breytingar þá riðlast aðeins skipulag. Við verðum fljótar að slípa okkur saman, við þurfum að gera það. Það er gott að fá alvöru leiki fyrir mótið. Við einblínum á að slípa okkur saman og byggja upp sjálfstraustið saman,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland og Færeyjar mætast klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM kvenna í handbolta 2026 Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Elín Rósa tók skrefið út í atvinnumennsku í sumar er hún skipti frá Val til Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Þó það sé gott að koma heim í landsliðsverkefni kann hún vel við sig þar ytra. Klippa: Frábær byrjun í Þýskalandi en tungumálið gengur hægt „Þetta er ótrúlega góður hópur sem maður er mættur í. Það er mikill metnaður og gengið mjög vel líka, sem er stór plús. Við erum búnar að vinna alla leiki í deildinni, vonandi heldur það áfram,“ segir Elín Rósa sem er liðsfélagi tveggja landsliðskvenna; Díönu Daggar Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen. „Það er búið að vera ótrúlega gott að hafa Andreu og Díönu til að fá hjálp við allskonar sem manni datt ekki í hug fyrir fram. Allt þetta íbúðastúss, þetta er ekki stór bær. Maður þarf aðstoð við ýmislegt,“ segir Elín en hvernig gengur þýskan? „Tja… við skulum ekki tala mikið um það,“ segir Elín Rósa og hlær. Hefur eitthvað komið á óvart? „Hvað þetta er ótrúlega góður klúbbur og haldið vel utan um mann. Þetta er mjög professional en á sama tíma mjög þægilegt,“ segir Elín sem kann vel við lífið sem atvinnumaður. „Það er bara skemmtilegt og eitthvað sem maður stefndi alltaf að. Það er ótrúlega gaman að upplifa það, drauminn sem maður vildi alltaf lifa þegar maður var lítill.“ Fram undan eru leikir við Færeyjar hér heima í kvöld og Portúgal ytra um helgina. Það eru fyrstu tveir leikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2026 en eru líka mikilvægir leikir fyrir breyttan landsliðshóp að stilla saman strengi fyrir HM sem fer fram í nóvember. „Klárlega. Alltaf þegar verða miklar breytingar þá riðlast aðeins skipulag. Við verðum fljótar að slípa okkur saman, við þurfum að gera það. Það er gott að fá alvöru leiki fyrir mótið. Við einblínum á að slípa okkur saman og byggja upp sjálfstraustið saman,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland og Færeyjar mætast klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2026 Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira