Körfubolti

Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Axel átti góðan leik.
Jón Axel átti góðan leik. vísir / hulda margrét

Jón Axel Guðmundsson átti góðan leik fyrir San Pablo í efstu deild spænska körfuboltans. Tryggvi Snær Hlinason átti einnig fínan leik en lið hans mátti samt sem áður þola stórt tap.

Grindvíkingurinn Jón Axel og félagar í San Pablo unnu 18 stiga sigur á Básquet Girona, 97-78. Skoraði íslenski landsliðsmaðurinn 13 stig í leiknum ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Enginn á vellinum gaf fleiri stoðsendingar.

Bilbao Basket, lið Tryggva Snæs, mátti hins vegar þola 18 stiga tap á útivelli gegn Unicaja. Lokatölur þar 86-68 heimamönnum í vil. Miðherjinn að norðan skoraði 10 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Báðir leikirnir voru í 1. umferð ACB-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×