Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar 3. október 2025 13:30 Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Sem kona á barneignaraldri get ég sagt ykur að svarið er ekki dularfull ráðgáta sem þarf að ígrunda vel. Reikningsdæmið fyrir ungt fólk sem vill eignast börn gengur einfaldlega ekki upp, nema það hafi verulegan fjárhagslegan stuðning eða mjög gott bakland. Börn eru tilgangur – ekki byrði Börn eru það dýrmætasta sem við eigum. Þau eru tilgangur lífsins og framtíð samfélagsins. En þegar horft er á kerfið í kringum foreldrahlutverkið blasir annað við: íþyngjandi fjárhagsstaða heimila, hávaxtastefna, biðlistar eftir leikskólaplássi og kostnaður við einkaaðstoð valda því að margir foreldrar sjá ekki hvernig þeir geti samræmt fjölskyldulíf og fjárhagslegt öryggi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla Leikskóla og dagmömmu kerfið var hornsteinn jafnréttisbyltingarinnar á Íslandi. Með tryggri leikskólavist að loknu fæðingarorlofi gátu mæður og feður tekið virkan þátt á vinnumarkaði án þess að fórna fjölskyldulífinu. Nú stendur stór hluti foreldra hins vegar frammi fyrir margra mánaða, jafnvel rúmlega árs bið þar til opinber úrræði eru til staðar. Afleiðingin er sú að foreldrar fresta barneignum. Þetta birtist skýrt í tölum: konur með meiri menntun og hærri tekjur eignast enn börn, því þær hafa ráð á því. Aðrir sitja eftir. Tillögur í Reykjavíkurborgar eru skref í ranga átt Í gær kynnti Reykjavíkurborg nýjar tillögur um breytt fyrirkomulag leikskólamála. Þær gætu allt eins heitið: „Aukum álag á barnafjölskyldur og minnkum jafnrétti kynjanna í stað þess að gera starf leikskólakennara aðlaðandi.“ Slíkar tillögur sýna að við erum að horfa á leikskóla sem kostnaðarmál sem þarf að þrengja að í stað þess að líta á þá sem fjárfestingu í börnum, fjölskyldum og framtíð samfélagsins. Þetta er ekki lausn, þetta er uppgjöf. Við þurfum að gera starf leikskólakennara aðlaðandi, finna undir það viðeigandi húsnæði og byggja upp öflugt leikskólakerfi. Að öðrum kosti erum við einfaldlega að velta kostnaðinum yfir á foreldra, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir jafnrétti og barneignir. Þetta er ekki náttúruleg þróun Það að fækkun fæðinga og seinkun á barneignum sé að verða staðreynd er ekki óútskýranlegt. Þetta er bein afleiðing af aðgerðaleysi í leikskólamálum. Aðgengi að leikskólum er ekki „lúxus“ heldur nauðsyn. Þetta er grunnforsenda jafnréttis, fjölskylduvæns samfélags og framtíðar barna okkar. Ákall til leiðtoga Ef leiðtogar okkar vilja raunverulega snúa þessari þróun við og tryggja jafnt tækifæri fyrir alla foreldra, þá verður að fjárfesta í fjölskyldumálum sem skyldi og fara að koma fram við leikskóla sem þá stoð sem þeir raunverulega eru, ekki þjónustu sem raun og veru engum ber lagaleg skylda til að sinna. Það er ekki nóg að tala um jafnrétti, fjölskylduvænt samfélag og mikilvægi barna. Verk þurfa að fylgja. Leikskólar eru hornsteinn samfélagsins og lykillinn að því að ungt fólk treysti sér til að eignast börn þegar það vill. Ekki aðeins þegar bankareikningurinn leyfir það. Höfundur er rekstrarstjóri og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Sem kona á barneignaraldri get ég sagt ykur að svarið er ekki dularfull ráðgáta sem þarf að ígrunda vel. Reikningsdæmið fyrir ungt fólk sem vill eignast börn gengur einfaldlega ekki upp, nema það hafi verulegan fjárhagslegan stuðning eða mjög gott bakland. Börn eru tilgangur – ekki byrði Börn eru það dýrmætasta sem við eigum. Þau eru tilgangur lífsins og framtíð samfélagsins. En þegar horft er á kerfið í kringum foreldrahlutverkið blasir annað við: íþyngjandi fjárhagsstaða heimila, hávaxtastefna, biðlistar eftir leikskólaplássi og kostnaður við einkaaðstoð valda því að margir foreldrar sjá ekki hvernig þeir geti samræmt fjölskyldulíf og fjárhagslegt öryggi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla Leikskóla og dagmömmu kerfið var hornsteinn jafnréttisbyltingarinnar á Íslandi. Með tryggri leikskólavist að loknu fæðingarorlofi gátu mæður og feður tekið virkan þátt á vinnumarkaði án þess að fórna fjölskyldulífinu. Nú stendur stór hluti foreldra hins vegar frammi fyrir margra mánaða, jafnvel rúmlega árs bið þar til opinber úrræði eru til staðar. Afleiðingin er sú að foreldrar fresta barneignum. Þetta birtist skýrt í tölum: konur með meiri menntun og hærri tekjur eignast enn börn, því þær hafa ráð á því. Aðrir sitja eftir. Tillögur í Reykjavíkurborgar eru skref í ranga átt Í gær kynnti Reykjavíkurborg nýjar tillögur um breytt fyrirkomulag leikskólamála. Þær gætu allt eins heitið: „Aukum álag á barnafjölskyldur og minnkum jafnrétti kynjanna í stað þess að gera starf leikskólakennara aðlaðandi.“ Slíkar tillögur sýna að við erum að horfa á leikskóla sem kostnaðarmál sem þarf að þrengja að í stað þess að líta á þá sem fjárfestingu í börnum, fjölskyldum og framtíð samfélagsins. Þetta er ekki lausn, þetta er uppgjöf. Við þurfum að gera starf leikskólakennara aðlaðandi, finna undir það viðeigandi húsnæði og byggja upp öflugt leikskólakerfi. Að öðrum kosti erum við einfaldlega að velta kostnaðinum yfir á foreldra, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir jafnrétti og barneignir. Þetta er ekki náttúruleg þróun Það að fækkun fæðinga og seinkun á barneignum sé að verða staðreynd er ekki óútskýranlegt. Þetta er bein afleiðing af aðgerðaleysi í leikskólamálum. Aðgengi að leikskólum er ekki „lúxus“ heldur nauðsyn. Þetta er grunnforsenda jafnréttis, fjölskylduvæns samfélags og framtíðar barna okkar. Ákall til leiðtoga Ef leiðtogar okkar vilja raunverulega snúa þessari þróun við og tryggja jafnt tækifæri fyrir alla foreldra, þá verður að fjárfesta í fjölskyldumálum sem skyldi og fara að koma fram við leikskóla sem þá stoð sem þeir raunverulega eru, ekki þjónustu sem raun og veru engum ber lagaleg skylda til að sinna. Það er ekki nóg að tala um jafnrétti, fjölskylduvænt samfélag og mikilvægi barna. Verk þurfa að fylgja. Leikskólar eru hornsteinn samfélagsins og lykillinn að því að ungt fólk treysti sér til að eignast börn þegar það vill. Ekki aðeins þegar bankareikningurinn leyfir það. Höfundur er rekstrarstjóri og móðir.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun